Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 38
Lögmannsstofan er staðsett í bogabyggingunni að Höfða-bakka 9, oft nefnd „Watergate“
eftir frægri byggingu í Washington.
„Stofan er ein af fáum þar sem
innréttingar eru upprunalegar,
t.d. er dökkur viður á veggjum
og græn teppi á gólfum. Þykir
það svo merkilegt að sjónvarps-
serían Réttur 3 var tekin hér upp.
Skrifstofa mín var t.d. notuð sem
skrifstofan hennar Brynhildar í
þáttunum og einnig spilaði fundar-
herbergið stórt hlutverk,“ segir
Kristín.
Jafnrétti í raun
Lögmannsstofan hefur alla tíð veitt
persónulega og vandaða þjónustu
á öllum sviðum lögfræðinnar.
Verkefnin eru af ýmsum toga en
mest á sviði atvinnulífsins að sögn
Kristínar. „Lögmenn Höfðabakka
hafa víðtæka reynslu og sérþekk-
ingu af verkefnum á sviði orku-
mála, eignarréttar, félagaréttar
og samningagerðar. Stofan veitir
fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf,
m.a. við kaup og sölu eigna, aðstoð
við endurskipulagningu og inn-
leiðingu á breytingum í rekstri, s.s.
vegna persónuverndar. Auk þess
sinnum við ýmsum verkefnum
fyrir ráðuneyti og opinberar stofn-
anir.“
Sem atvinnurekandi hlýtur
markmiðið að vera að hafa hóp af
hæfum einstaklingum til að leysa
þau krefjandi verkefni sem bíða
hverju sinni segir Kristín. „Mín
reynsla er sú að besta samsetningin
sé jöfn blanda af báðum kynjum,
enda eykur það líkur á breiðari sýn
og gagnrýninni hugsun. Mikil-
vægt er að sérhver starfsmaður fái
tækifæri til þess að vaxa á sínum
forsendum og að skoðunum sé
mætt af virðingu. Gildir það jafnt
um karla sem konur. Það hlýtur að
vera forsenda fyrir raunverulegu
jafnrétti.“
Enn má gera betur
Aðspurð kveðst Kristín hafa upp-
lifað viðhorfsbreytingu síðustu ár
gagnvart jafnrétti kynjanna þó enn
megi gera betur. „Í störfum mínum
sem lögmaður er upplifunin ekki
endilega sú að konur hafi færri
tækifæri en karlar þegar kemur að
verkefnum. Ég treysti á jöfn tæki-
færi og jafna stöðu karla og kvenna.
Að sama skapi trúi ég því að konur
eigi ávallt val, líkt og karlar.“
Sjálf telur Kristín sig leggja sitt
af mörkum til þess að stuðla að
jafnrétti, hvort sem það er heima
fyrir eða í gegnum störf hennar
sem atvinnurekandi. „Ég á þrjú
börn og eðlilega eru skilaboðin þau
að dóttir mín fái sömu tækifæri og
bræður hennar, og öfugt. Fyrsta
jafnréttishugsun hlýtur því að
fæðast heima fyrir, öðruvísi náum
við ekki fram viðhorfsbreytingu í
samfélaginu.“
Ertu með skilaboð til ungra
kvenna sem hyggja á störf við lög-
mennsku? „Ekki hika þegar kemur
að því að sækjast eftir markmiðum
ykkar og grípið tækifærin þegar
þau gefast. Í dag erum við svo lán-
samar að hafa öflug verkfæri, eins
og FKA, sem beinlínis hefur þann
tilgang að efla tengslanet, styðja
við bakið á konum og auka þátt-
töku þeirra í atvinnulífinu.“
www.lhlogmenn.is.
Í dag erum við svo
lánsamar að hafa
öflug verkfæri, eins og
FKA, sem beinlínis hefur
þann tilgang að efla
tengslanet, styðja við
bakið á konum og auka
þátttöku þeirra í atvinnu-
lífinu.
Kristín Ólafsdóttir hdl. ásamt löglærðum fulltrúum stofunnar. MYND/ANTON BRINK
Treystir á jöfn tækifæri
Lögmenn Höfðabakka er rótgróin lögmannsstofa sem hefur verið starfrækt í 40 ár. Kristín Ólafs-
dóttir hdl. hefur verið einn af fjórum eigendum frá árinu 2012 og er jafnframt fyrsta og eina kon-
an í eigendahópnum. Hún segir jafna blöndu kynja auka líkur á breiðari sýn og gagnrýnni hugsun.
Helen Breiðfjörð, starfsmannastjóri hjá Vodafone, er ánægð með jafnréttishugsun hjá fyrirtækinu. MYND/EYÞÓR
Helen segir að jafnréttismál séu félaginu hugleikin og stefna Vodafone er að gæta
jafnréttis og því að starfsfólki sé
ekki mismunað á grundvelli kyn-
ferðis eða annarra þátta. Kynjahlut-
fallið er 40% konur og 60% karlar
þegar horft er yfir stjórnendahóp-
inn. Kveðið er á um það í samþykkt
félagsins að hlutfall annars kynsins
í stjórn fyrirtækisins skuli ekki vera
lægra en 40%. Stjórnarkjör er ógilt
verði misbrestur á þessu og skal þá
kosið á ný í stjórnina,“ segir hún.
„Það er ánægjulegt að konur
eru í forystu í öllum deildum, sum
starfssvið eru vissulega erfiðari en
önnur en við leggjum okkur fram
í ráðningum að auka hlut kvenna
í þeim störfum þar sem kynjahalli
er innan deildar. Að sami skapi
höfum við líka ráðið karla inn í
einstaka deildir þar sem konur
eru mjög ráðandi, jafnvel þótt það
skekki heildarmyndina en við
teljum að þannig vinnum við gegn
myndun „karlastarfa“ og „kvenna-
starfa“. Tæknisviðið er okkar helsta
áskorun. Í tæknigeiranum í heild
er staðan því miður almennt ójöfn,
80% karla á móti 20% kvenna.
Staðan heilt yfir hjá Vodafone er
að um 64% starfsmanna eru karlar
en 36% konur. Fyrirtækið vill með
tímanum markvisst jafna þennan
mun, við viljum leita nýrra leiða til
að laða konur að tæknitengdum
störfum. Nú þegar eru nokkur verk-
efni í burðarliðnum sem gaman er
að segja frá síðar.
Að sama skapi höfum við reynt
að draga úr því að á vinnustaðnum
skapist aðstæður sem gætu ýtt
undir kynjamisrétti og við gerum
það með því að gera vinnustaðinn
fjölskylduvænan. Starfsfólk af
báðum kynjum er hvatt til að taka
sér fæðingarorlof. Könnun sem
gerð var um sveigjanleika og send
var á allt starfsfólk sýndi að ekki var
neinn marktækur munur á upp-
lifun kynjanna varðandi möguleika
til að forgangsraða og haga vinnu-
tíma eftir hentugleika.
Vodafone hefur hlotið gullmerki
jafnlaunaúttektar PwC á Íslandi
sem staðfestir að munur á launum
karla og kvenna hjá Vodafone er
minni en 3,5% en í tilfelli Vodafone
var munurinn raunar vel undir því
viðmiði. Í greiningu PwC er tekið
tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs,
fagaldurs, menntunar, starfs-
hóps, stöðu gagnvart jafningjum,
hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og
mannaforráða. Þannig veitir hún
upplýsingar um raunverulegan
launamun kynjanna hjá fyrirtæk-
inu. Vert er að minnast á að Voda-
fone er eitt af níu fyrirtækjum þar
sem grunnlaun kvenna voru 1,1%
hærri en karla. Vodafone sameinað-
ist 365 í desember og er í undir-
búningi að fara með sameinað félag
í jafnlaunaúttekt á næstu vikum.
Við álítum Vodafone mjög
fjölskylduvænan vinnustað og
mælingar starfsfólks staðfesta það.
Sveigjanlegt vinnuumhverfi hefur
ávallt verið til staðar og við hvetjum
starfsfólk til að vinna heima sé þess
kostur ef það eru til dæmis starfs-
dagar í skólum. Börn starfsmanna
eru velkomin í frábæra aðstöðu á
vinnustaðnum þegar svo ber undir.“
Vodafone hefur átt gott samtarf
við UN Women á Íslandi. Félagið
styrkir „Fokk ofbeldi“ herferðir sem
er ætlað að vekja fólk til vitundar
um ofbeldi gegn konum með sölu
á FO-merktum húfum. Vodafone
hefur starfað með Þórdísi Elvu Þor-
valdsdóttur að átaki um hrelliklám
en það er samfélagsleg ábyrgð að
fræða börn og foreldra þeirra um
þær hættur sem notkun þeirra
tækja sem við seljum getur haft í
för með sér. Nú síðast styrktum við
gerð fræðslumyndarinnar „Myndin
af mér“.
Vodafone
setur
jafnréttismál
á oddinn
Helen Breiðfjörð er starfsmannastjóri
hjá Vodafone. Hún segir fyrirtækið
gæta jafnréttis kynja á öllum sviðum.
4 KYNNINGARBLAÐ 1 . F E B R ÚA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
0
-C
2
5
4
1
E
E
0
-C
1
1
8
1
E
E
0
-B
F
D
C
1
E
E
0
-B
E
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K