Fréttablaðið - 01.02.2018, Síða 42

Fréttablaðið - 01.02.2018, Síða 42
Sonja M. Scott, mannauðsstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi (CCEP), segir markvisst unnið gegn allri aðgrein- ingu. „Yfirlýst stefna fyrirtækisins er að auka jafnrétti og fjölbreytileika á starfsstöðvum sínum og er þá ekki eingöngu átt við jafnrétti kynjanna, heldur einnig gagnvart trúarbrögðum, uppruna, kynhneigð og aldri.“ MYND/VILHELM Þótt ýmislegt hafi áunnist á undanförnum árum er alþjóðlegur framleiðslu- og viðskiptaheimur enn karllægur, segir Sonja M. Scott, mannauðs- stjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi (CCEP). Hjá Coca-Cola European Partners er aftur á móti markvisst unnið gegn allri aðgreiningu. „Yfirlýst stefna fyrir- tækisins er að auka jafnrétti og fjöl- breytileika á starfsstöðvum sínum og er þá ekki eingöngu átt við jafnrétti kynjanna, heldur einnig gagnvart trúarbrögðum, uppruna, kynhneigð og aldri svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sonja. „En það er ekki nóg að ráða bara inn fjölbreyttan starfshóp því það verður einnig að tryggja að starfsfólkið hafi rödd innan fyrirtækisins, óháð stöðu. Þetta nefnist social inclusion á ensku og kannski er það lýsandi fyrir ástandið á Íslandi að það er ekki til neitt eitt hugtak yfir þetta. En kannski má segja að CCEP ætli sér að tryggja félagslega þátttöku starfsmanna sinna og án aðgrein- ingar.“ Sem dæmi um það hvernig CCEP vinnur í samræmi við stefnu sína nefnir Sonja nýlegt dæmi frá CCEP í Svíþjóð. „Þar er búið að hanna sérstakt höfuðfat fyrir konur sem hylja hár sitt af trúarástæðum og vinna við framleiðsluna. Þar eru ákveðnar öryggisástæður fyrir því að það má ekki vera með föt sem geta flækst í tækjunum og því ákváðu stjórnendur í samráði við starfsfólkið að láta hanna höfuð- fat sem tryggir öryggi í vinnunni en er um leið samþykkt sem höfuðbúnaður íslamskra kvenna. Þannig sýnir CCEP trúarbrögðum kvennanna virðingu en heldur um leið öryggisstigi við framleiðsluna samkvæmt reglugerðum. Þetta er samt ekki bara gert af siðferðis- legum ástæðum, heldur eru líka viðskiptaleg rök á bak við þetta. Hugvit og nýsköpun eru líklegri til að blómstra í umhverfi þar sem fjölbreytileiki er. Rannsókn frá McKinsey & company hefur sýnt að fyrirtæki sem eru með fjöl- breyttari hóp starfsmanna eru að meðaltali með 35% betri fjárhags- lega afkomu en önnur fyrirtæki í sama geira.“ Hópur fyrir konur Yfirlýst markmið CCEP er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og lykilstöðum upp í fjörutíu pró- sent fyrir árið 2025. Sonja segir að ástandið sé töluvert betra hér á landi en annars staðar en hlutfall kvenna í efstu stjórnunarstöðum hjá Coca-Cola á Íslandi er 38% og því ætti að vera raunhæft að ná markmiði samsteypunnar. Sonja segir að innan CCEP samsteypunnar séu nokkur stra- tegísk verkefni sem styðji við þessa stefnu. Til dæmis er rekið sérstakt mentorkerfi til að valdefla sérstaklega ungar og efnilegar konur og í gegnum það hefur einn kvenstjórnandi á starfsstöð CCEP á Íslandi fengið þjálfun og mentor frá öðru landi. Einnig nefnir Sonja að hópurinn „Women leaders stepping up“ var settur á fót innan CCEP á Íslandi fyrir konur, til að styrkja þær, valdefla og þétta hóp- inn. Á fundum hópsins eru tekin fyrir ákveðin málefni sem talin eru skipta máli. „Þetta er því ekki bara einhver fagurgali, orðunum fylgja aðgerðir; við ákváðum sem dæmi að styrkja konur til að vera í FKA,“ segir Sonja sem réð sig sérstaklega til Coca-Cola vegna þess hversu gott orð fyrirtækið hafði á sér í jafnréttismálum og fjölbreytileika. „Það er ekki nóg að ráða til okkar flotta kvenstjórnendur, heldur þurfum við líka að tryggja að þær hafi rödd innan fyrirtækisins. Það hefur margt breyst til batnaðar á undanförnum árum en það skiptir svo miklu máli að vera alltaf með kynjagleraugun á sér.“ Markvisst unnið að jafnrétti Coca-Cola European Partners er með um 24.000 starfsmenn í um þrettán löndum. Það er yfirlýst stefna samsteypunnar að fjölga konum í stjórnunarstöðum og hefur það tekist mjög vel. Ég legg ríka áherslu á að lög um jafnlaunavottun nái fram að ganga og á áframhaldandi samstarf ráðuneytisins við samtök aðila vinnumarkaðarins til að vinna að jafnlaunamálum og jafnrétti á vinnumarkaði. Á þessu þingi mun ég mæla fyrir þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og frumvörpum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernis- uppruna og um jafna meðferð á vinnumarkaði,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafn- réttismálaráðherra. Mikil kynjaskipting einkennir vinnumarkaðinn og staðalmynd- ir kynjanna hefta valfrelsi stúlkna og drengja, segir Ásmundur „Ábyrgð á heimilisstörfum hvílir enn frekar á konum. Þær taka mun lengra fæðingarorlof og sinna ólaunaðri vinnu við umönnun barna og eldri foreldra í meiri mæli en karlar. Margar konur velja hlutastörf til að geta betur samræmt vinnu- og fjöl- skylduábyrgð. Allir þessir þættir byggjast á rótgrónum hugmynd- um um staðalmyndir kynjanna og hafa margvísleg neikvæð áhrif á einstaklinga, vinnumarkaðinn og samfélagið í heild sinni.“ Atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum Af OECD-ríkjunum mælist atvinnuþátttaka hvað mest á Íslandi og hlutfall kvenna á vinnu- markaði í alþjóðlegum saman- burði með því hæsta sem þekkist. Þrátt fyrir það eru fáar konur sýnilegar í stjórnunarstöðum og karlmenn fámennir í störfum sem tengjast umönnun, aðhlynningu og kennslu. Horfa þarf til aðgerða sem geta snúið þessari þróun við. Jafnlaunavottun er ætlað að fram- fylgja gildandi jafnréttislögum sem leggja bann við að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf nema slíkt sé unnt að rétt- læta með málefnalegum ástæðum. „Jafnlaunavottun miðar einnig að því að auka starfsánægju og trú starfsfólks á að mannauðs- stjórnun atvinnurekanda sé fagleg og að bæta sýn stjórnenda á starfs- manna- og launamál, auðvelda þeim starfsmannahald og bæta rökstuðning við launaákvarðanir. Afraksturinn verður gagnsærra og réttlátara launakerfi,“ segir Ásmundur. „Frá árinu 1961 hefur vilji löggjafans verið skýr. Kyn- bundinn launamunur er engu að síður meinsemd sem ekki hefur tekist að vinna bug á. Í ljósi þess hversu ríkir þeir hagsmunir eru að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis um kaup og kjör er ég þeirrar skoðunar að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið nauðsynleg.“ Hvernig verður eftirliti með jafnlaunavottun háttað? „Samtök aðila vinnumarkaðar- ins annast eftirlit með því að fyrir- tæki og stofnanir með 25 starfs- menn eða fleiri öðlist vottun og endurnýi hana á þriggja ára fresti. Jafnréttisstofa getur beint þeim fyrirmælum til hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar að gera úrbætur innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum. Ég á ekki von á öðru en að jafnlaunavottun muni skila góðum árangri til aukins jafnréttis á vinnumarkaði. Velferðarráðuneytið hefur í sam- starfi við Hagstofu Íslands og aðila á vinnumarkaði staðið fyrir gerð rannsókna á kynbundnum launamun og mun framvegis birta niðurstöður slíkra rannsókna annað hvert ár m.a. til að fylgja lögfestingu jafnlaunavottunar eftir,“ segir Ásmundur. Stjórnvöld bregðast við #metoo Í kjölfar #metoo byltingarinnar hefur hulunni verið svipt af kyn- ferðislegri áreitni og ofbeldi sem konur verða fyrir á íslenskum vinnumarkaði. Ásmundur segir stjórnvöld þurfi að bregðast við af festu. „Unnið er að skipan nefndar til að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis og eineltis á íslenskum vinnumarkaði og aðgerðir vinnu- veitenda í tengslum við slík mál. Einnig verður skipaður aðgerða- hópur til að vinna markvisst gegn þessum vanda á vinnustöðum. Einnig er gert ráð fyrir að verk- efnastjóri verði ráðinn til að fylgja þessum málum eftir. Þá er í smíðum áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi þar sem m.a. er kallað eftir fjölbreyttari meðferðarúr- ræðum fyrir gerendur í ofbeldis- málum. Starfshópi verður falið að kort- leggja og skilgreina þjónustuþörf fyrir gerendur í ofbeldismálum og þá sem eru í hættu á að fremja ofbeldisbrot með það að mark- miði að koma í veg fyrir endur- tekið ofbeldi og ofbeldisbrot almennt.“ Uppræta kynbundinn launamun Atvinnuþátttaka á íslenskum vinnumarkaði mælist hvað mest meðal OECD-ríkjanna og er hlutfall kvenna á vinnumarkaði með því hæsta í heiminum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnrétt- ismálaráðherra, segir kynbundinn launamun meinsemd og að unnið sé að því að uppræta hann. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Sérstakt höfuðfat fyrir konur sem hylja hár sitt af trúarástæðum og vinna við framleiðsluna. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Í ljósi þess hversu ríkir þeir hags- munir eru að einstakling- um sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis tel ég að lögfesting jafn- launavottunar hafi verið nauðsynleg. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 . f E B R úA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RKoNUR Í AtVINNULÍfINU 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -D 1 2 4 1 E E 0 -C F E 8 1 E E 0 -C E A C 1 E E 0 -C D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.