Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 46
Það er mjög jákvæð
umræða í samfélag-
inu varðandi jafnrétti.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Sigyn Jónsdóttir, formaður UAK, segir fólk loksins tilbúið að ræða jafnréttis-
mál opinskátt.
UAK eru grasrótarsamtök sem voru stofnuð árið 2014 með það í huga að
efla tengslanet kvenna og berjast
fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og
jafnvægi í umræðunni. Við erum
sex í stjórninni og ég tók við sem
formaður á síðasta ári. Við erum
um það bil 250 skráðar í félagið
núna og þetta er alveg ótrúlega
skemmtilegur félagsskapur og frá-
bært tengslanet fyrir ungar konur
í atvinnulífinu sem eru að klára
nám eða að velta fyrir sér hvernig á
að taka fyrstu skrefin út á vinnu-
markaðinn. Markmiðið hjá okkur
er að ná fullu jafnrétti hvað varðar
laun, stjórnendastöður og annað
sem skiptir okkur öll máli því jafn-
rétti varðar okkur öll, það er ekki
einkamál kvenna og ekki einhliða
samtal. Við höldum reglulega
opna viðburði og bjóðum hverjum
sem er að koma og taka þátt í því
sem við erum að gera.“ Hún segir
félagið hafa stutt margar konur í
því að finna sér farveg og búa til
tengslanet. „Ég fann það þegar ég
fór að mæta á viðburði hjá félaginu
að þá víkkaði tengslanetið rosalega
hratt og ég kynntist konum sem
hafa svipuð markmið í lífinu. Þetta
er byrjunin á ferlinum en eitt-
hvað sem þú býrð að alla ævi.“ Þó
félagið heiti Ungar athafnakonur
er ekkert aldurstakmark. „Á meðan
kona finnur sig í starfseminni er
hún velkomin. Ég held að sú yngsta
sé nítján ára og sú elsta rúmlega
fertug.“
Hún segir starfsemi félagsins
fjölbreytta. „Ef þú ert félagskona í
UAK hefurðu aðgengi að einum til
tveimur viðburðum í mánuði hjá
okkur, við hittumst á málstofum,
höldum námskeið og reynum að
fá til okkar sterkar fyrirmyndir
úr atvinnulífinu því það skiptir
miklu máli þegar kona er að taka
fyrstu skrefin. Það er einstakt að
fá tækifæri til að hitta konur sem
stýra stærstu fyrirtækjum landsins
og spyrja þær um reynslu þeirra
og hvaða hindranir hafa verið í
veginum.“
Hún segir starfsemina ganga
mjög vel. „Það er mjög jákvæð
umræða í samfélaginu varðandi
jafnrétti og mér finnst fólk loksins
vera tilbúið að ræða þessi mál opin-
skátt. Með tilkomu byltinga eins og
#metoo og #höfumhátt og fleiri á
undanförnum árum hefur opnast
einhver vídd þar sem fólk kemst
ekki lengur upp með að standa fyrir
utan umræðuna.“
Næsti viðburður samtakanna
verður í Ægisgarði 8. febrúar. „Við
munum notast við Barbershop-
verkfærakistu sem þróuð var fyrir
UN Women árið 2015 sem hluti af
#heforshe herferðinni. Verkfæra-
kistan er notuð til að halda við-
burði sem hafa það að markmiði að
auka þátttöku karla í umræðunni
og baráttunni fyrir kynjajafnrétti.
Vinnustofan verður byggð á leið-
togaverkfæri sem miðar sérstaklega
að aukinni þátttöku stjórnenda
og verður þetta í fyrsta skipti í
heiminum sem slík vinnustofa er
haldin fyrir ungt fólk. Eðli málsins
samkvæmt er best að hafa jafnt
kynjahlutfall í vinnustofunni svo
við hvetjum alla til að taka með sér
gest af öðru kyni.“ Nánari upp-
lýsingar má finna á uak.is.
Jafnrétti er ekki
einkamál kvenna
Sigyn Jónsdóttir er hugbúnaðar-og rekstrarverkfræðingur
sem starfar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men & Mice. Hún
er einnig formaður félags ungra athafnakvenna, UAK.
„Þessi viðurkenning er mér fyrst og fremst hvatning til að halda áfram og styður mig í þeirri trú að ég sé á réttri braut,“
segir Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome líftækni. MYND/ANTON BRINK
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome líftækni, hlaut Hvatningar-
viðurkenningu FKA í ár en fyrir-
tækið framleiðir hágæða líftækni-
vörur fyrir stofnfrumurannsóknir.
Hún segir verðlaunin vera mikinn
heiður enda sé mjög auðvelt að
tapa sér í amstri dagsins og öllum
þeim áskorunum sem fylgja því að
ýta sprotafyrirtæki úr vör. „Þessi
viðurkenning er mér fyrst og
fremst hvatning til að halda áfram
og styður mig í þeirri trú að ég sé á
réttri braut. Ég veit að þessi viður-
kenning verður mér gott veganesti
til framtíðar, hver sem hún svo
verður.“
Platome líftækni byggir á ára-
löngum rannsóknum sem hófust
sumarið 2011 þegar Sandra fékk
rannsóknarstarf hjá Blóðbankan-
um við að rannsaka mögulega nýt-
ingu blóðflaga til að rækta frumur.
Rannsóknunum var stýrt af Ólafi E.
Sigurjónssyni, prófessor við HR og
forstöðumanni stofnfrumuvinnslu
Blóðbankans, sem hefur haldið
úti mjög öflugu rannsóknarstarfi
um árabil að sögn Söndru. „Ólafur
hafði á sínum ferli sem sérfræð-
ingur í stofnfrumum, rekið sig á
að þær aðferðir sem eru notaðar
til að rækta stofnfrumur eru ekki
nægilega góðar. Honum datt þá í
hug að athuga hvort hægt væri að
nota eitthvað sem líkir betur eftir
mannslíkamanum en kálfablóð og
datt m.a. í hug að nota blóðflögur.
Í sameiningu höfum við unnið að
þessu verkefni í bráðum sjö ár og
þróað alla þá tækni og vörur sem
fyrirtækið byggir á.“
Viðburðaríkur tími
Niðurstöður rannsókna þeirra
voru mjög góðar og fóru þau til
útlanda að kynna þær. „Þar fóru
aðrir vísindamenn að falast eftir
því að fá að kaupa blóðflögulausn-
irnar sem við höfðum þróað sem
varð svo kveikjan að þeirri hug-
mynd að stofna fyrirtæki í kringum
rannsóknirnar. Sú hugmynd varð
að ákvörðun þegar við hlutum 3.
sæti í Hagnýtingarverðlaunum HÍ
haustið 2014. Við vorum því í raun
búin að þróa frumgerð að vörunni
löngu áður en okkur datt í hug að
stofna fyrirtækið.“
Við tóku viðburðarík ár hjá
Söndru en fyrirtækið var formlega
stofnað árið 2016 og vann m.a.
til verðlauna sem Sprotafyrir-
tæki ársins hjá Viðskiptablaðinu
á síðasta ári og hlaut styrk frá
Tækniþróunarsjóði. „Við höfum
náð að stækka úr tveggja manna
teymi í níu manna öflugan hóp á
skömmum tíma og náð að koma
vörum í sölu og skapa tekjur.“
Á fleiri markaði
Vörur fyrirtækisins eru nær-
ingarlausnir sem eru notaðar
til að halda frumum úr manns-
líkamanum á lífi þegar verið er að
skoða þær á rannsóknarstofum
segir Sandra. „Þetta geta verið
stofnfrumur eða aðrar frumur,
eins og t.d. húðfrumur. Nær-
ingarlausnirnar eru unnar úr
blóðflögum og innihalda alla þá
þætti og efni sem frumur þurfa til
að geta vaxið. Við erum eingöngu
að selja næringarlausnir en ekki
frumur og viðskiptavinir okkar eru
fyrst og fremst rannsóknarhópar
og stofnanir auk líftækni- og lyfja-
fyrirtækja.“
Það eru því spennandi tímar
fram undan. Fyrirtækið hefur verið
á fleygiferð og þau ætla að halda
áfram á sömu braut. „Næstu skref
eru að koma vörunum okkar á
markað bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum og höfum við hafið þann
undirbúning af alvöru. Á næstu 3-5
árum gerum við ráð fyrir að hafa
komið okkur inn á þá markaði og
í kjölfarið aukið vöruúrvalið hjá
okkur. Það er kostur við þá tækni
sem við höfum þróað að hún
býður upp á marga möguleika og
við höfum skýra sýn á hvernig við
munum nýta þau tækifæri.“
Spennandi
áskoranir
fram undan
Undanfarin ár hafa verið spennandi
tími hjá Söndru Mjöll Jónsdóttur-
Buch, framkvæmdastjóra Platome
líftækni, sem hlýtur Hvatningar-
viðurkenningu FKA árið 2018.
12 KYNNINGARBLAÐ 1 . f e B R úA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RKONUR í ATVINNULífINU
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
0
-D
1
2
4
1
E
E
0
-C
F
E
8
1
E
E
0
-C
E
A
C
1
E
E
0
-C
D
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K