Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 47
KYNNINGARBLAÐ 13 F I M MT U DAG U R 1 . f e b r úa r 2 0 1 8 KoNUR í ATvINNULíFINU
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, tekst á við fjölbreyttar áskoranir í starfi sínu. MYND/ERNIR
Fjölbreytt
verkefni í
sælgætislandi
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus,
segir að það sé skemmtileg áskorun að kynna og
bæta framleiðslu fyrirtækisins og það sé mikilvægt
að rótgróin fyrirtæki séu opin fyrir nýjungum.
Súkkulaði og annað sælgæti frá Nóa Síríus hefur kitlað bragðlauka Íslendinga í nærri
100 ár og þarf vart að kynna. Silja
Mist Sigurkarlsdóttir, markaðs-
stjóri Nóa Síríus, segir vöruþróun
og markaðssetningu nýjunga
mörgum sinnum á ári vera
skemmtilega áskorun fyrir svo rót-
gróið fyrirtæki.
„Við leggjum mjög mikla áherslu
á vöruþróun, sem stundum kemur
fólki á óvart. Mörgum dettur bara
í hug gamla góða Síríus súkkulaðið
eða Konsúmið okkar þegar minnst
er á Nóa Síríus, en vörulínan okkar
telur fjölda vörumerkja og er alltaf
að stækka og þróast,“ segir Silja
Mist.
„Vöruþróun og markaðssetning
á nýjum og spennandi vöru-
merkjum og endurmörkun á eldri
tegundum er því t.d. eitt af aðal
verkefnunum í mínu starfi,“ segir
Silja. „Það er ótrúlega skemmtilegt
því það þýðir að ég er er alltaf með
nýja áskorun handan við hornið.“
Silja nefnir sem dæmi að þessa
dagana er ný lína af Ópal komin
í verslanir, nýjar bragðtegundir í
nýjum umbúðum og nýrri stærð.
„Ópalið er dæmi um vöru sem
Íslendingar hafa hreinlega elskað
áratugum saman og allir þekkja,“
segir hún. „Þannig að það liggur
mikil og skemmtileg vinna á bak
við það að taka svona þekkta vöru
og finna nýjar hliðar á henni og
kynna hana. Það er alltaf ákveðin
áhætta að þróa svona þekkt vöru-
merki og við erum þess vegna
ótrúlega ánægð með viðtökurnar
sem nýja Ópalið hefur fengið.
Sömu sögu er að segja af páska-
eggjunum okkar, sem er
vara sem flestir þekkja vel
og eru jafnvel mjög fast-
heldnir á milli ára,“ segir
Silja Mist. „Það er ótrúlega
skemmtilegt að sjá hversu
frábærlega fólk hefur
tekið nýjungunum sem
við höfum boðið upp á um
hverja páska undanfarin ár,
og nú er þetta orðið þannig
að við fáum fjölda ábendinga
á hverju ári um hvers konar
páskaegg fólk langar að fá á
markaðinn. Þannig að sam-
talið við neytendur er alltaf að
verða betra og mikilvægara.“
Samfélagsmiðlar mikil-
vægir fyrir markaðs-
starfið
Hluti af breyttu starfsum-
hverfi fyrirtækja er einmitt
aukið vægi samfélagsmiðla
í samskiptum við viðskipta-
vini og fjölmiðla. Hvernig
er Nói að nýta þessar
nýjungar?
„Samfélagsmiðlar Nóa Sír-
íus eru orðnir mikilvægur og
daglegur hluti af markaðs-
vinnunni okkar,“ segir Silja
Mist. „Nóa samfélagið á
Facebook er til dæmis ótrú-
lega hvetjandi fyrir
okkur, það er frábært
að finna daglega fyrir
því að rúmlega 70
þúsund manns fylgjast
vel með breytingum á
vörunum okkar, senda
okkur ábendingar og
hugmyndir að nýjum
vörum og benda á
það sem betur má fara.
Það er ómetanlegt að
geta átt í beinum sam-
skiptum við þá sem
kaupa og njóta varanna
okkar og fá til dæmis
endurgjöfina beint í
æð um leið og ný vara
er sett út á markaðinn.
Þessi beinu samskipti
munu bara verða mikil-
vægari eftir því sem á
líður og við leggjum þess
vegna mikla áherslu á að
standa okkur vel í þeim.“
Yngsti stjórnandinn
hjá Nóa
Það vakti athygli að Silja
Mist var aðeins 25 ára
gömul þegar hún var
ráðin markaðsstjóri hjá
Nóa. Hvernig er það fyrir
svo unga konu að takast á við
stjórnunarstöðu hjá stóru og rót-
grónu fyrirtæki?
„Ég útskrifaðist úr Háskólanum
í Reykjavík vorið 2016 og tók við
markaðsstjórastöðunni hjá Nóa
strax í kjölfarið. Það skiptir miklu
máli fyrir fyrirtæki, ekki síst þau
sem byggja á gömlum grunni, að
vera opin fyrir nýjungum og að
vera óhrædd við að ráða ungt fólk
í ábyrgðarstöður. Starfsumhverfi
framleiðslufyrirtækja er að breyt-
ast hratt, eins og allt samfélagið,
og í slíku umhverfi er skynsamlegt
að setja saman réttu blönduna af
reynslu og ferskleika í stjórnunar-
stöðum,“ segir Silja Mist. „Hlutfall
kynjanna í stjórnunarstöðum hjá
Nóa hefur verið að jafnast undan-
farin ár sem ég tel mikilvægt, enda
held ég að jafnari kynjahlutföll
skili fyrirtækjum almennt betri
árangri. Ég er ákaflega ánægð með
samstarfið við stjórnendur og sam-
starfsfólk mitt hjá Nóa, enda erum
við með skýra sameiginlega sýn á
það hvað fyrirtækið stendur fyrir
og hvert við viljum þróa það.“
Og þróunin er greinilega hröð á
ýmsum sviðum.
„Við erum einmitt núna að
undirbúa okkur fyrir ferð á stærstu
sælgætissýningu í heimi sem er
haldin í Þýskalandi árlega,“ segir
Silja. „Við höfum kynnt íslenskt
sælgæti frá Nóa fyrir heims-
byggðinni á þessari sýningu mörg
undanfarin ár og höfum vakið
mikla athygli. Þannig að markaðs-
svæði Nóa Síríus er ekki lengur
bara á Íslandi heldur í raun allur
heimurinn. Og það er ótrúlega
skemmtileg áskorun að takast á
við.
Við höfum einnig lagt mikla
áherslu á samfélagsábyrgðarverk-
efni undanfarin ár, sérstaklega
varðandi kakóræktun, þar sem
fulltrúar Nóa fóru út og kynntu sér
aðstæður við kakóuppskeru,“ segir
Silja Mist. „Í kjölfar þess hófum
við samstarf við Cocoa Horizons,
samtök sem hafa að markmiði að
stuðla að fræðslu, framsæknum
framleiðsluháttum og bættri
lífs afkomu kakóbænda. Nói er í
grunninn fjölskyldufyrirtæki sem
er byggt á þeirri sýn að það verði
að sýna ábyrgð í verki og skila
þeirri sýn áfram til næstu kyn-
slóðar. Við erum því alltaf að leita
möguleika til að gera betur á öllum
sviðum og það er bæði áhuga-
vert og krefjandi, sem gerir starfið
skemmtilegt og fjölbreytt.“
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
0
-D
1
2
4
1
E
E
0
-C
F
E
8
1
E
E
0
-C
E
A
C
1
E
E
0
-C
D
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K