Fréttablaðið - 01.02.2018, Síða 50

Fréttablaðið - 01.02.2018, Síða 50
Við leggjum mik- inn metnað í fram- úrskarandi þjónustu og fagmennsku og þegar viðskiptavinirnir koma aftur er það merki um að okkur hafi tekist vel til og að þeir séu ánægðir með þjónustuna. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Hildur Petersen hlýtur þakkarviðurkenningu FKA í ár. MYND/ANtoN briNK Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalíf- inu frá árinu 1979. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskipta- ráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verð- bréfamarkað. „Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifa- ríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímarits- ins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskipta- lífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægi- legra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifa- ríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafn- réttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einn- ig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónar- mið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrir- tækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotk- un. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistar- menn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og mark- miðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónar- horn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri.“ Sjónarhorn kvenna og karla saman gerir heiminn betri Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Ãgústa Kristjánsdóttir stofnaði Snyrtistofuna Ãgústu árið 1989 og hefur rekið hana allar götur síðan. MYND/ANtoN Ég var lítil stelpa í Vestmanna-eyjum, þar sem ég er fædd og uppalin, þegar ég ákvað að verða snyrtifræðingur. Eftir námið ætlaði ég strax aftur til Eyja en er hér enn,“ segir snyrtifræðingurinn Ágústa Kristjánsdóttir sem stofn- aði Snyrtistofuna Ágústu í miðbæ Reykjavíkur árið 1989 og hefur rekið hana allar götur síðan. „Þegar ég var að innrétta stofuna skottaðist eins árs dóttir mín í kringum mig og hún telur árin fyrir mig því stofan verður þrjátíu ára að ári,“ segir Ágústa og brosir að minningunni. Eftir hartnær þrjátíu ár í Hafnar- strætinu flutti Snyrtistofan Ágústa í glæsilegt húsnæði í Faxafeni 5 í lok nýliðins árs. „Það var reyndar svolítið eins og að flytja að heiman því það fór vel um okkur í miðbænum,“ segir Ágústa. „Viðskiptavinirnir hafa þó tekið flutningunum fagnandi og margir segjast loksins geta komið aftur til okkar því þeir voru farnir að setja það fyrir sig að fara niður í bæ vegna skorts á bílastæðum. Það er auðvitað synd en tímarnir breytast sem og áherslur í mið- bænum.“ Framúrskarandi þjónusta Nýja húsnæðið í Faxafeni er einkar glæsilegt og rúmgott, þar er lyfta og næg bílastæði. „Okkar aðalsmerki er framúr- skarandi þjónusta og að gera alltaf betur. Ég þjálfa starfsfólk mitt vel og er með úrvals snyrtifræðinga sem leggja alúð við hvern og einn. Mannleg samskipti eru mikil- vægur hluti af starfinu og því þurfa snyrtifræðingar að vera jákvæðir og gefandi,“ segir Ágústa. Skemmtilegast við starfið sé viðurkenning viðskiptavina. „Það jákvæða og mest gefandi við starfið er þegar viðskiptavinir koma aftur og aftur. Við leggjum mikinn metnað í framúrskarandi þjónustu og fagmennsku og þegar viðskiptavinirnir koma aftur er það merki um að okkur hafi tekist vel til og að þeir séu ánægðir með þjónustuna,“ segir Ágústa. Vaknar einfaldlega gördjöss Snyrtistofan Ágústa er snyrti- og fótaaðgerðastofa sem vinnur meðal annars með franska snyrti- vörumerkið Guinot. Á snyrti- stofunni er boðið upp á fjölda meðferða en þær allra vinsælustu eru andlitsmeðferðirnar frá Guinot og augnháralengingar. „Andlitslyfting án skurðað- gerðar hefur slegið í gegn. Hún fer fram í nýju meðferðartæki frá Guinot, Hydraderm Cellular Energy, sem er tíu sinnum áhrifa- ríkara en fyrra tækið í þeirri línu. Meðferðin styrkir húðina, vekur upp andlitsvöðvana og er í raun eins og líkamsrækt fyrir andlitið. Árangurinn er stórkostlegur, strax sjáanlegur og skilar sér í sléttari húð sem er ljómandi og heilbrigð,“ segir Ágústa um meðferðina sem hentar fólki á öllum aldri. Augnháralengingarnar njóta mikilla vinsælda hjá konum á öllum aldri. „Augnháralengingar eru einstaklega fallegar og eðlilegar og maður lítur út fyrir að vera með nýjan maskara alla daga. Kosturinn er þó óneitanlega þægilegheitin að losna við notkun maskara og að þrífa hann af. Með augnhára- lengingu þarf maður hreinlega ekkert að gera; þú vaknar einfald- lega gordjöss.“ Snyrtistofan Ágústa er í Faxafeni 5. Sími 552 9070. Sjá nánar á snyrti- stofanagusta.is Líkamsrækt fyrir andlitið Fagmennska, dekur og vellíðan eru aðalsmerki Snyrtistofunnar Ágústu sem flutti sig nýlega um set úr miðbænum yfir í glæsilegt húsnæði í Faxafeni. Þar er framúrskarandi þjónusta í öndvegi. 16 KYNNiNGArbLAÐ 1 . F e b r úA r 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RKoNur í AtViNNuLíFiNu 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 0 -B 8 7 4 1 E E 0 -B 7 3 8 1 E E 0 -B 5 F C 1 E E 0 -B 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.