Fréttablaðið - 01.02.2018, Page 51

Fréttablaðið - 01.02.2018, Page 51
Björk Baldvinsdóttir er sviðsstjóri sölu- og viðskiptaþróunar ISS þar sem 72 prósent stjórnenda og milli- stjórnenda eru konur. MYND/HANNA ISS þjónustar meðal annars fyrirtæki með hádegisverð. ISS er leiðandi í fasteignaumsjón og býður upp á fjölbreytta þjónustu á fyrirtækjamarkaði. Fagmennska og vandvirkni eru aðalsmerki fyrirtækjaþjónustu ISS. Markmið ISS er að vera fremsta þjónustu-fyrirtæki á Íslandi,“ segir Björk sem starfað hefur hjá ISS í átján ár og situr jafnframt í stjórn fyrirtækisins. Hún segir ISS vera leiðandi í fasteignaumsjón og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu á fyrirtækja- markaði. „Okkar markmið er að velja ávallt hæfasta fólkið í öll störf og við höfum að leiðarljósi að árangur fyrirtækisins byggist á fjölbreytileika í stjórnun. Mikil- vægt er að gildi og viðhorf beggja kynja komi fram í stjórnun fyrir- tækja,“ segir Björk. ISS byggir á sterkum gildum „Við leggjum áherslu á samfélags- lega ábyrgð og að búa starfs- fólkinu okkar gott umhverfi. Í því þurfa stjórnendur að vera góðar fyrirmyndir því sú hegðun gefur gott fordæmi. Okkur er því annt um að vanda okkur hvernig við komum fram og tölum, til dæmis á samfélagsmiðlum,“ segir Björk. ISS er eitt þriggja fyrstu fyrir- tækjanna á Íslandi til að hljóta Jafnlaunavottun VR. „Við erum virkilega stolt af því og lítum á vottunina sem hluta af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækis- ins. Það er eðlilegur hluti í rekstri fyrirtækja að sýna starfsfólki þá Frumkvæði og gleði einkennir ISS Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu- og viðskiptaþjón- ustu ISS, segir fyrirtækið hafa að leiðarljósi að árangur þess byggist á fjölbreytileika í stjórnun þar sem gildi og viðhorf beggja kynja koma fram. Fjölbreytta liðsheild þurfi til að stýra fyrirtækjum. Fremst í þjónustu á Íslandi Eitt af því sem ISS gerir til að vinna að því markmiði að vera fremsta þjónustufyrirtæki á Íslandi er að greina þarfir viðskiptavina sinna. „Til þess notum við svokallað ADP sem er sérþróuð aðferðafræði sem ISS hefur tileinkað sér. Með henni skoðum við viðskiptavininn út frá hans markmiðum, framtíðar- sýn og stefnu og gerum áætlun um hvernig við getum hjálpað honum að ná meiri og betri árangri í sínum rekstri,“ útskýrir Björk. „Til að viðhalda viðskipta- sambandi og góðu samstarfi við viðskiptavini þarf ávallt að vera á tánum. Þannig fá viðskiptavinir okkar alltaf þá þjónustulausn sem hentar hverju sinni.“ virðingu að meta framlag þess til jafns, óháð kyni,“ segir Björk. Hjá ISS starfa 750 starfsmenn. „Þar af eru 70 prósent starfsmanna konur og jafnframt er gaman að segja frá því að 72 prósent stjórn- enda og millistjórnenda hjá ISS eru konur,“ segir Björk. „Ég tel að sífellt mikilvægara sé að velja fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Ólík þekking, reynsla og hæfni leiða til aukinna skoð- anaskipta, gagnrýnni umræðu og dýpri greiningar á málum, sem svo aftur leiða til betri ákvarðana- töku.“ Aðlaðandi vinnustaður ISS hefur umsjón með fasteignum og þjónustar fyrirtæki með hádegisverð, ræstingar og fast- eignaumsjón. „Í gangi er mikil þróun í stjórnun fyrirtækja og með auknu mennt- unarstigi verður vinnustaðurinn sífellt stærri hluti af upplifun starfsfólks,“ útskýrir Björk. „Í fram- tíðinni mun skipta æ meira máli að vinnustaðurinn sé aðlaðandi, skemmtilegur og gefandi. Samhliða því verður hann líka eftirsóttari og fyrirtækin meira aðlaðandi vinnu- veitendur. Við erum að bregðast við þessari þróun og bjóðum hentugar lausnir fyrir fyrirtæki sem hækkar þjónustustig þeirra til starfsfólks.“ KYNNINGARBLAÐ 17 F I M MT U DAG U R 1 . F e B r úa r 2 0 1 8 KoNUR Í ATvINNULÍFINU 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -C 2 5 4 1 E E 0 -C 1 1 8 1 E E 0 -B F D C 1 E E 0 -B E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.