Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 58

Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 58
Lisa Marie Presley fæddist 1. febrúar árið 1968 og var auga­steinn föður síns. Hún þykir sláandi lík Elvis Presley og fetaði ung í fótspor hans í tónlistinni. Ástalíf hennar hefur þó oftar en ekki komist á síður blaðanna enda er hún fjórgift og var um tíma eiginkona leikarans Nicolas Cage og tónlistarmannsins Michaels Jackson. Fyrstu kynni þeirra Mich­ aels voru þegar hún var sjö ára og sótti tónleika með honum í Las Vegas en mörgum þótti við hæfi að dóttir rokkkóngsins skyldi giftast sjálfum konungi poppsins. Lisa Marie á fjögur börn, þar af tvíburadætur, en tvíburar eru algengir beggja vegna í fjölskyldu hennar, meðal annars var Elvis tvíburi, en bróðir hans fæddist andvana, og móðir hennar á yngri tvíburasystur. Lisa Marie var aðeins níu ára þegar faðir hennar féll frá. Hún er einkaerfingi föður síns og fékk aðgang að eignum hans þegar hún varð 25 ára. Þá hafði verð­ mæti eigna hans aukist gífurlega undir styrkri stjórn móður hennar, Prisc illu, sem gerði Graceland, heimili Elvis Presley, að opnu safni og hélt öllu óbreyttu innanhúss frá því Elvis varð þar bráðkvaddur 16. ágúst 1977. Enn í dag geta aðdáendur Elvis Presley heimsótt Grace land og vitjað grafar hans. Lisa Marie var um tíma með­ limur í Vísindakirkjunni en sagði sig úr henni árið 2016. Hún vinnur ötullega að góðgerðarmálum. Fimmtug og frækin rokkprinsessa Lisa Marie Presley stendur á fimmtugu í dag. Hún er einkabarn rokkkóngsins Elvis Presley og Priscillu Presley og fæddist sléttum níu mánuðum eftir brúðkaup þeirra. Lisa Marie er einkabarn rokkkóngsins Elvis Presley en missti föður sinn níu ára. Hér er hún á þriðja árinu með Elvis og móður sinni, Priscillu Presley. Konungur poppsins kvæntist dóttur konungs rokksins árið 1994. Hjóna- bandinu lauk tveimur árum síðar en þau Lisa Marie og Michael Jackson reyndu næstu fjögur árin að ná aftur saman og fór Lisa Marie oft út um allan heim til að þau gætu átt sínar prívatstundir saman. NORDIC PHOTOS/GETTY Lisa Marie giftist leikaranum Nicolas Cage en hjónabandið entist stutt. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi Tilboð gildir til sunnudags 20% ALLAR VÖRUR 70% ÚTSALA KRINGLUNNI | 588 2300 til blá og bleik 18.995 MOSS ullarkápa 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . F E B R úA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 0 -6 E 6 4 1 E E 0 -6 D 2 8 1 E E 0 -6 B E C 1 E E 0 -6 A B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.