Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 19
19fimmtudagur 4. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR hvernig sem það er. Nemandinn getur gert það eins oft og hann vill. Hann getur endurtekið þegar hann vill, hvort sem það er heima hjá sér, í ræktinni eða hvar sem er. Svo koma nemendur í skólann, ekki til að hlusta á kennarann, heldur fara þeir að vinna að verkefnum, gjarnan í hóp, vegna þess að það að vera að vinna í verkefni, útskýra það fyrir öðrum, stúdera það, þá ertu að fara dýpra inn í verkefnið, heldur en að sitja bara passívur hlustandi. Nemendur okkar í háskólabrúnni segja gjarnan: „Ég vildi að svona hefði verið þegar ég var í skóla.“ Þetta er stutt með ýmsum rannsóknum og kannski það sem skiptir mestu máli, þar sem þetta hefur verið lengst reynt í Bandaríkjunum, hjá John Bergman, sem er sérlegur vinur okkar, að þeir skólar sem hafa tekið þetta upp þar, þar hafa nemendur skilað hærri meðaleinkunn, það er meiri ánægja meðal nemenda, foreldra, kennara og í rauninni allra. Ég held að þetta sé svar skólakerfisins við upplýsingasamfélaginu. En kerfið er ennþá fast í iðnaðarsamfélaginu, þar sem allir eiga að taka sama prófið, allir eiga að læra það sama á sama tíma. Þess vegna leiðist krökkum í skóla. Það hafa verið gerðar kannanir innan framhaldsskóla hér og krökkum leiðist. Í háskólanum, þar var gerð könnun meðal stúdenta: „Hvernig finnst ykkur að vera í tímum hjá okkur?“ Þeir eru leiðinlegir. Við erum að reyna að svara þessu og virkja nemendur meira. Það er nefnilega hægt að treysta fólki svo miklu meira heldur en kerfið gerir.“ Er þetta ekkert að koma almennt meira í skólakerfinu öllu? „Kerfið er svo samansúrrað. Allir kjarasamn- ingar og flestar skólabyggingar miða við þetta gamaldags dót. Við tókum hér við 40 eða 50 ára gamalli byggingu og okkar markmið er í rauninni að losna við alla svona innveggi og vera með lærdómsstöðvar þar sem nemendur geta komið saman um verkefni og kennarinn er svona til að veita aðstoð ef á þarf að halda. Því miður þá er skólakerfið ótrúlega gamaldags. Ég finn að kennarar eru að leita, þeir finna að gamla fyrirlestrakerfið, það er dautt og þeir eru að leita að nýju formi. En kerfið, einhvern veginn, heldur þeim svo í þessu. Grunnskólarnir eru opnari og því ofar sem er farið í skólastigum, þeim íhaldssamara verður það, það er svona mitt mat.“ Snjalltæki, eruð þið að nota þau? „Já, öll. Einn af okkar ágætu kennurum fór út í Sporthús, til að fara í líkamsræktina. Þar var einn stór og mikill rumur, nemandi okkar, með svona heyrnartól og hann var í róðravélinni. Kennarinn heilsar honum „hvað er verið að hlusta á, eitthvað rokk?“, „Nei, það er Salka Valka,“ og svo hélt hann áfram að róa. Það er þannig sem nemendur geta tekið með sér þegar þeim hentar. Það er að þeir séu að taka við upplýsingunum, en svo koma þeir hingað í skólann til þess að vinna úr þeim sameiginlega og með aðstoð kennarans. Sem er miklu skemmtilegra heldur en að sitja með slefuna niður, sofandi yfir einhverjum malandi kennara.“ Hvað með samstaf í skólasamfélaginu á Suðurnesjunum? Eruð þið til dæmis í einhverju samstarfi við þinn gamla skóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja? „Já, já, auðvitað erum við með ágætt samband á milli og sömuleiðis með Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. MSS er til dæmis með Menntastoðir, sem voru settar beinlínis upp fyrir þá sem ekki fylltu skilyrði um háskólabrúnna hér. Þannig að Miðstöð símenntunar setti upp menntastoðir og þau sem klára menntastoðir geta svo komið í háskólabrúnna. Hins vegar mætti þetta samstarf, að mínu mati vera miklu, miklu meira. Við erum ekki nema rúmlega 20.000 manna samfélag. Af hverju erum við að dreifa okkur á svona marga staði? Ég hef lagt til að þetta yrði allt sameinað undir eina yfirstjórn, Reykjanes Akademíuna, svo er bara skoðað ískalt, hvar er best að koma náminu fyrir? Það sem er best í Fjölbraut fer þangað, það sem er best hjá Miðstöð símenntunar fer þangað, með hagsmuni svæðisins í huga en ekki þessi músarholusjónarmið sem við gjarnan viljum láta vera ráðandi. Það fékk daufar undirtektir þegar við kynntum hugmyndina.“ Hvað þarf til þess að breyta því viðhorfi? „Þetta er svona svipað og með sameiningu sveitarfélaga. Að menn segja gjarnan: „Þetta er rosalega sniðug hugmynd, hún á bara ekki við hjá mér.“ Það er gamla sagan. Menn eru alltaf að passa sitt. En ég tel það skyldu okkar að horfa á hagsmuni samfélagsins í heild og hvernig fræðslu sé best borgið fyrir samfélagið hér á Suðurnesjum. Það tel ég að við gerum með einni svona yfirstjórn, þar sem við samnýtum krafta og sækjum fram af miklu meiri móði heldur en við höfum í raun verið að gera.“ Framtíðin er svo ótrúlega björt Þegar þú talar um þessa miklu aukningu í menntunarstigi íbúa Reykjanesbæjar, finnur þú, þegar þú horfir til baka þessi 10 ár, sérðu hvaða áhrif þetta hefur haft á atvinnulífið á Suðurnesjum? Það var oft talað um það að í gamla daga, þá voru ekki nógu mörg atvinnutækifæri fyrir þá sem fóru og náðu sér í háskólapróf. Það var ekki eins algengt í gamla daga. Háskólapróf er orðið jafn algengt og stúdentspróf var fyrir 20, 30 árum síðan. Hvaða áhrif sérðu þetta hafa haft á samfélagið á Suðurnesjum núna upp á atvinnutækifæri? Fær þetta fólk vinnu hérna? „Mér sýnist að flestir sem hafa farið hér í gegnum háskólabrúna hafa haldið áfram í frekara nám. Þeir sem koma úr flugakademíunni, þeir eru rifnir út. Það vantar flugmenn úti um allan heim. Það vantar flugvirkja úti um allan heim. Þannig að framtíðin þar er svo ótrúlega björt. Nemendur okkar í tæknifræði, þeir vinna lokaverkefni með þeim sérfræðingum sem hér eru og mörg af þessum lokaverkefnum verða til þess að það eru stofnuð fyrirtæki. Ég nefndi hér áður hana Fidu og Burkna með Geo Silica. Þau eru núna komin í fulla framleiðslu og eru að gera stóra samninga, fara í útflutning og svo framvegis og eru að ráða til sín fólk. Það eru fleiri slíkir sprotar, getum við sagt, sem hafa sprottið hérna upp og ég leyfi mér að fullyrða það að hvergi á landinu er aðstaða jafn góð. Sækja sér menntunina, lokaverkefnið eins og í tæknifræðinni og hafa svo aðstöðu, eins og úti í Eldey, eða í Eldvörpum eða í öllu þessu húsnæði sem er ekki á Ásbrú, til þess að fara af stað með ný sprotafyrirtæki. Þau eru að koma hér upp. Það er bara svo einfalt. Sá sem hefur lokið einhverri menntun, skiptir í rauninni ekki hver hún er, sá hefur sett sér markmið, náð þeim markmiðum og er þá kominn eiginlega bara með lykil að því að bjarga sér í lífinu. Hvort sem það er prestur, flugvirki, fótaaðgerðafræðingur eða tæknifræðingur, en það er þetta vopn sem heitir menntun, prófskírteini, sem tákn um það að þú getir tileinkað þér einhverja þekkingu og kannt að beita henni. Út á það gengur menntun, að gera fólk hamingjusamt og sjálfbjarga.“ Svona örstutt með framtíðina í skólamálum, hvernig sérðu hana fyrir þér á Suðurnesjum á næstunni? Ég veit þú ert búinn að tala um að þú viljir sjá sameiningu, en sérðu einhver önnur tækifæri fyrir svæðið í skólamálum? „Já, já, ekki nokkur vafi. You ain´t seen nothing yet, sko. Það eru svo gífurlega mörg tækifæri og við erum með marga bolta á lofti hér sem við erum að skoða. Aðal vandinn er hins vegar miðstýring í ráðuneytinu. Það eru svo þröng sjónarmið þar. Þar sem bara eru tekin mið af einhverjum Excel skjölum af því sem að var en ekki því sem verður. Það tel ég vera í rauninni aðal ógnina við skólastarf á Íslandi. Það er ein ástæðan fyrir því að skólum miðar svo hægt að tengjast atvinnulífinu. Það eru alltaf einhverjir svona kraftar í miðstýrðum ráðuneytum sem stoppa þetta. Það er hættulegt fyrir okkar samfélag. Ég sé að, í okkar nánustu framtíð, þá verðum við með auðvitað fjölbreytileika í námsbrautum. En við munum líka fá mikið af erlendum nemendum. Það mun eiga eftir að aukast. Við erum til dæmis að skoða með HS Orku, spennandi um dæmi þar sem við erum að nýta þá einstöku þekkingu sem þar hefur skapast til þess að fara í útflutning á því. Við erum þegar byrjuð að fá erlendar umsóknir í námið okkar í ævintýraleiðsögn. Þar er það gott fagfólk og íslensk náttúra sem kallar á, því að skólastofan þar er ekki nema að litlum hluta hér inni. Hún er annars úti í náttúrunni. Við erum ekkert farin að auglýsa ævintýraleiðsögnina í útlöndum, samt er fólk farið að koma hérna inn. Flugvirkjanámið, við erum þegar farin að fá inn fyrirspurnir frá erlendum flugfélögum hvort við gætum hugsað okkur að taka við, því það er svo gífurlegur skortur á flugvirkjanemendum úti um allan heim og flugvirkjaskólar heimsins ná ekki að framleiða upp í þá þörf. Aðstaðan hér á Ásbrú er náttúrulega svo einstök, ef við nýtum hana með réttum hætti.“ Þið voruð að þjálfa fólk til þess að vera með einkaþjálfun í líkamsrækt. „Já, þjálfaranámið og styrktarþjálfaranámið. Næstu skref þar eru að, við erum þegar að stíga fyrstu skrefin í því, að vera með það á netinu, og það eru erlendir nemendur sem eru að taka það á netinu eftir algjörlega nýrri tækni þar sem þeir geta meira að segja stundað verklega þáttinn heima hjá sér þökk sé nútímatæki. Við höfum sótt þar, eins og víða annars staðar, erlenda kennara sem eru hoknir af reynslu og hafa verið að þjálfa jafnvel ólympíu landsliðið í Bandaríkjunum, Noregi og svo framvegis. Við erum að sækja þekkinguna til þeirra og gera hana að útflutningsvöru. Varðandi framtíðina held ég einmitt að það að byrja í skóla og enda í skóla, það verður ekkert svoleiðis. Samfélagið breytist svo hratt og sá sem ætlar sér að taka þátt í því og vera samkeppnisfær, verður stöðugt að vera að mennta sig og þar held ég að góð fjarnámstækni muni ráða úrslitum og ég held að við séum nokkuð leiðandi og framarlega á því sviði. Þar liggur held ég gífurlega mikil framtíð í bara allri fræðslu.“ Þið fenguð alveg ágæta 10 ára afmælisgjöf um daginn þegar þið fenguð Menntasprotann. „Já, sem var alveg gífurlega ánægjulegt og hérna innanhúss fór mikil gleðialda um. Á sama tíma og við segjum að kerfið sé voða íhaldssamt af því að við erum bæði á háskólastigi og framhaldsskólastigi og við erum hvorki né, þá pössum við illa inn í Excel skjölin. Að fá síðan frá atvinnulífinu viðurkenningu, það náttúrulega bara segir okkur að við höfum verið að gera eitthvað rétt og verður okkur bara hvatning til frekari dáða og við hlökkum til næstu 10 ára. Samtök atvinnulífsins veittu þessi verðlaun og glöddu okkur alveg óstjórnlega með þessu.“ Við eigum núna tíu flugvélar. Við eigum þegar einn flughermi og flughermir númer tvö er á leiðinni til landsins og stærri plön í viðræðum við ónefnd flugfélög er á döfinni. Þannig að Flugakademía Keilis er að láta vel til sín taka. Umfjöllun um Keili í þætti vikunnar fimmtudagskvöld kl. 20:00KEILIR FLAGGAR Á KEILI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.