Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 23
23fimmtudagur 4. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Opnunartími 9:00 til 18:00 virka daga - 12:00 til 16:00 laugardaga. Vaktsími lyfjafræðings er 8211128 ef afgreiða þarf lyf utan opnunartíma. Hólagötu 15 260 Reykjanesbæ. s: 421-3393 læknasími 421-3394 og fax: 421-3383 með 25% afslætti út maí Nældu þér í lífrænt Ofurfæði frá Natures Aid. Ofurfæðið er lífrænt vottað og framleitt eftir ströngustu gæðakröfum. Natures Aid Verið hjartanlega velkomin ■ Keilir hefur boðið upp á aðfara- nám til háskóla frá árinu 2007. Miklar framfarir hafa orðið á þessum tíma í kennsluháttum sam- hliða breyttum þörfum og kröfum nemenda, og hefur Keilir brugðist við með því að innleiða nýjungar í kennsluháttum og fjölbreyttara fyrirkomulag námsins. Nú geta nemendur því valið að sækja Há- skólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Allt miðast þetta við að nemandinn geti tekið námið á sínum forsendum. Hingað til hefur fyrirkomulag náms- ins miðast við að Háskólabrú í stað- námi hefjist á haustin en í fjarnámi á vorin. Frá og með haustinu 2017 geta nemendur hins vegar í fyrsta skipti valið að sækja Háskólabrú í staðnámi bæði á Ásbrú og Akureyri, eða í fjar- námi með og án vinnu. Við þessar breytingar á fyrirkomulagi námsins hefur einnig skapast svigrúm til hag- ræðingar og hefur Keilir því ákveðið að lækka skólagjöld í Háskólabrú um 40% frá og með skólaárinu 2017 - 2018. Breytingin mun þannig gilda fyrir alla þá sem stunda nám í Há- skólabrú frá og með haustönn 2017, bæði núverandi nemendur og ný- nema. Eftir breytinguna mun fullt nám á tveimur önnum í félagsvísinda- og lagadeild kosta um 270.000 krónur. Um 1.500 einstaklingar hafa lokið Háskólabrú á tíu árum Á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á aðfaranám til háskóla í Keili, hafa á bilinu 150 til 200 nem- endur útskrifast árlega úr stað- og fjarnámi Háskólabrúar. Samtals hafa þannig hart nær 1.500 einstaklingar lokið náminu og hefur mikill meiri- hluti þeirra (um 85%) haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og er- lendis við góðan orðstír. Keilir markaði sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennslu- hættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Há- skólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám. Umsóknarfrestur um nám á haustönn 2017 er til 12. júní næstkomandi. Nán- ari upplýsingar um námið má nálgast á www.haskolabru.is. Keilir miðlar þekkingu um vendinám - Taka þátt í Erasmus+ verkefni til tveggja ára ■ Keilir tekur þátt í nýju verkefni sem gengur út á að miðla reynslu og þekkingu á vendinámi í Evr- ópu. Verkefnið er til tveggja ára og er styrkt af Erasmus+ mennta- áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið kallast INTEMIS - Inn- ovative Teaching Method for an Inclusive School og hófst í ágúst 2016. Það gengur út á að fræða kennara í starfsmenntaskólum um nýjungar í kennsluháttum, þar á meðal vendinámi til að draga úr brottfalli, auka gæði í kennslu og innleiða nýjar aðferðir sem taka mið af upplýsingatækni og tölvum í skólastarfi. Skólinn sem sótti um verkefnið er IIS Leonardo da Vinci starfs- menntaskólinn á Sikiley á Ítalíu. Aðrir samstarfsskólar, auk Keilis, eru í Danmörku, Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Hlutverk Keilis í verk- efninu verður að stýra tveimur fimm daga vinnustofum fyrir kennara á Spáni, Ítalíu og Grikk- landi um innleiðingu og notkun vendináms við kennslu. Nýtt fyrirkomulag og lægri skólagjöld í Háskólabrú Keilis Einstakir tónleikar í Hljómahöll ■ Einstakir tónleikar, Hljómlist án landamæra, fóru fram í Hljómahöll á sumardaginn fyrsta. Þar komu fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistar- menn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Fram komu Salka Sól og Embla Sól Björgvinsdóttir, Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson við undirleik Rokksveitarinnar, Már Gunnarsson, Vox Felix undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar og Lára Ingimundardóttir, Sönghópurinn Gimsteinar, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Kristín Þóra Albertsdóttir við undirleik Tómasar Guðmundssonar og Baggabandið ásamt Evu Dögg Héðinsdóttur, Frey Karlssyni, Heiðrúnu Hermanns- dóttur, Jóni Agnarssyni og Stefáni Trausta Rafnssyni og síðast en ekki síst danshópur frá Danskompaní. Kynnar á tónleikunum voru skemmti- kraftarnir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Hallgrímur Ólafsson. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á skemmtuninni. Sönghópurinn Gimsteinar. Lára Ingimundardóttir ásamt Vox Felix. Kjartan Már bæjarstjóri lék á fiðlu og kenndi dans. Már Gunnarsson. Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.