Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 25
25fimmtudagur 4. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Skrifstofur sýslumannsins á Suðurnesjum í Keflavík og Grindavík verða lokaðar föstudaginn 5. maí. nk. vegna starfsdags. Þann dag liggur öll starfsemi embættisins niðri, þ. á m. símsvörun. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Ásdís Ármannsdóttir Lokað föstu- daginn 5. maí Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík - Sími 458-2200 - Kt. 610576-0369 www.syslumenn.is - sudurnes@syslumenn.is „Ég sagði við Sindra áður en hann skaut að hann væri Garðsari. Hann hikaði síðan og ég las hann,“ sagði Eyþór Guðjónsson, markvörður Víðis í Garði sem var hetja liðsins þegar Garðmenn lögðu Keflvíkinga í Borgunarbikarleik liðanna í Reykja- neshöllinni síðasta laugardag. Ey- þór varði spyrnu Sindra í bráðabana en eftir fimm fyrstu spyrnurnar var staðan 4-4. Garðmenn eru því komnir í 32 liða úrslit eftir þennan óvænta sigur. Víðir er í 2. deild en Keflavík í þeirri fyrstu. Leikurinn í heild var frekar jafn og ekki mikið um góð marktækifæri. Í framlengingu voru þó bæði lið nálægt því að skora. Eftir jafntefli í framleng- ingu þurfti að grípa til vítaspyrnu- keppni. Þar vörðu Sindri Keflavíkur- markvörður og Eyþór Víðishetja sitt hvort skotið. Úrslitin réðust svo þegar Víðismenn skoruðu í fyrsta bráða- banavítinu en Eyþór varði frá frænda sínum úr Garðinum, Sindra Guð- mundssyni. Annar uppalinn Garðsari, Jóhann B. Guðmundsson, misnotaði hitt vítið fyrir Keflavík og því er hægt að segja að Garðmenn í Keflavíkur- liðinu hafi hjálpað Garðmönnum að komast áfram í Borgunarbikarnum. Leikurinn átti að fara fram á Nettó- vellinum í Keflavík en vegna snjó- komu á föstudag og ástands vallarins á laugardagsmorgunn þurfti að færa leikinn inn í Reykjaneshöll. Um 200 til 300 áhorfendur mættu þangað og fylgdust með leiknum sem var frekar bragðdaufur, þangað til í vítaspyrnu- keppninni. Kristmundur Gíslason, landsliðs- maður í taekwondo, skrifaði undir afrekssamning við taekwondodeild Keflavíkur í síðustu viku. Krist- mundur hefur verið einn allra sterk- asti taekwondo keppandi landsins síð- ustu ár og stefnir hraðbyr á Ólympíu- leikana árið 2020. Þetta er, svo vitað sé, fyrsti samningur sinnar tegundar sem íslenskur taekwondo keppandi hefur gert við félag og segir í tilkynningu frá deildinni að það sé mikill heiður að eiga svo metnaðarfullan keppanda. Kristmundur hefur einnig þjálfað hjá félaginu um áraraðir og náð góðum árangri á Íslandi og erlendis. Ekki er langt síðan Keflvíkingur- inn Katla Ketilsdóttir setti tvö Ís- landsmet í ólympískum lyftingum á Heimsmeistaramóti unglinga í Bangkok í Thailandi, en Katla er einungis 16 ára gömul. Þegar blaðamaður Víkurfrétta náði tali af Kötlu var hún á leið um Reykja- nesbraut, en samhliða íþróttunum stundar hún nám við Fjölbrautaskóla Garðabæjar þar sem hún lærir leik- list. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Ég reyndi líka við Norðurlandamet, en það fór ekki upp. Það met er eldgam- alt, en ég reyni við það aftur á næsta móti sem verður í Kosovo.“ Fyrir mótið voru stífar æfingar hjá Kötlu og mataræðið tekið í gegn. Katla æfir CrossFit hjá CrossFit Suðurnes en hún æfði einnig fimleika í mörg ár og segir það hjálpa henni helling. „Það er örugglega besti grunnur sem þú gætir haft í CrossFit. Markmið mitt í því er að komast á Heimsleikana og í ólympísku lyftingunum er það vonandi bara Ólympíuleikarnir einn daginn.“ Ungt júdófólk úr Njarðvík stóð sig vel Njarðvíkingum gekk vel á Íslands- meistaramóti fullorðinna í júdó sem fram fór um helgina. Mótið var firnasterkt og mætti allt besta júdó- fólk landsins til leiks. Meðalaldur liðs Njarðvíkur á mótinu var 18 ár og vann það til fimm verð- launa. Heiðrún Fjóla varð önnur í -78kg flokki kvenna, Ægir Már Bald- vinsson varð annar í -60kg flokki karla, Bjarni Darri Sigfússon varð þriðji í -73kg flokki karla og Gunnar Gustav Logason varð annar í +100kg flokki karla. Í opnum flokki kvenna er keppt óháð þyngd og má segja að sigurvegarar í þeim flokkum séu bestu júdómenn landsins. Heiðrún Fjóla gerði sér lítið fyrir og varð þriðja í þeim flokki. Í tilkynningu frá júdódeild Njarðvík- ur segir að árangurinn sé sögulegur því að aldrei hafi jafn margir júdóm- enn úr Njarðvík unnið til verðlauna á Íslandsmeistaramóti fullorðinna. Kristmundur skrifar undir hjá taekwododeild Keflavíkur Setti tvö Íslandsmet og stefnir á Ólympíuleikana Katla ásamt Inga Gunnari Ólafssyni, þjálfara sínum, og Katli Gunnarssyni, föður sínum. l Ekkert stöðvar kraftakonuna Kötlu Ketilsdóttur l Garðmenn slógu Keflavík út í Borgunarbikarnum eftir vítaspyrnukeppni í Reykjaneshöllinni EYÞÓR HETJA VÍÐIS Eyþór ver hér spyrnu frænda síns, Sindra og tryggir Víði sigur í leiknum. Víðismenn fagna markverði sínum en Keflvíkingar ganga súrir á brott. VF-mynd/pket Reynismenn steinlágu fyrir Haukum í bikarnum n Reynismenn töpuðu stórt gegn Haukum í Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu um sl. helgi. Sandgerðingar fengu á sig fjögur mörk og eru dottnir út úr keppninni. Haukar skoruðu fyrsta markið á 13. mínútu en síðan bættu þeir þremur við á tuttugu mínútna kafla seint í síðari hálfleik. Haukamenn eru því komnir áfram en Sandgerðingar eru dottnir út. MEIRA SPORT Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.