Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR @haskolinnireykjavik @haskolinn #haskolinnrvk @haskolinn „Vestmannaeyjar eru mjög hentugur staður til að stunda nám í haftengdri nýsköpun því maður kemst ekki mikið nær sjávarútveginum en einmitt hér í Eyjum. Námið er stutt og hnitmiðað og ekki skemmir það heldur hversu samheldinn hópurinn verður.” Svanhildur Eiríksdóttir Nemi í haftengdri nýsköpun „Þetta er frábært nám ef þú vilt öðlast þekkingu á sjávarútvegi og öllu sem honum tengist. Það gefur fólki möguleika á að koma sínum nýsköpunarhugmyndum á framfæri og vinna raunverkefni með atvinnulífinu.“ Hallgrímur Þórðarson Nemi í haftengdri nýsköpun Opið fyrir umsóknir til 5. júní Haftengd nýsköpun Eins og hálfs árs diplómanám sem þjálfar nemendur í fjármálum og vöruþróun í sjávarútvegi. Kennt er í fjarnámi eða í staðarnámi í Vestmannaeyjum. Námið er samstarf Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Hægt er að nýta einingar áfram í grunnnám á ákveðnum sviðum við HR og HA. Frekari upplýsingar um námið: hr.is/grunnnam/haftengd-nyskopun ■ Troðfullt var í Stapa þegar alþjóð- legur dagur verkafólks, 1. maí, var haldinn hátíðlegur. Í ár var yfirskrift dagsins „Húsnæðisöryggi: Sjálfsögð mannréttindi“. Guðbjörg Krist- mundsdóttir, varaformaður VSFK, setti hatíðardagskrána en á undan henni lék Guðmundur Hermanns- son nokkur lög fyrir gesti. Þá flutti Kristján Þórður Snæbjarnarson, for- maður RSÍ ræðu. Kynnir dagsins var Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ís- lenskra verslunarmanna. Leik- félag Keflavíkur sýndi brot út Litlu Hryllingsbúðinni, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson spiluðu nokkur lög og formlegri dagskrá lauk með söngsveitinni Víkingum. Að dagsskrá lokinni var boðið upp á léttar veitingar. Glimrandi góð þátttaka á 1. maí Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, flutti ræðu dagsins. Salurinn var þétt setinn á hátíðarsamkomunni. Söngsveitin Víkingar söng undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson spiluðu nokkur lög. Leikfélag Keflavíkur sýndi brot út Litlu Hryllingsbúðinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.