Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR VIÐBURÐIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Spilabingó kl. 14:00 þann 5. maí. Allir hjartanlega velkomnir. VILL ÞITT FYRIRTÆKI TAKA ÞÁTT Í HREYFIVIKU? Hreyfivika UMFÍ verður 29. maí til 4. júní. Hægt er að senda til- kynningu um þáttöku á hreyfivika@gmail.com fyrir 15. maí. LISTAHÁTÍÐ BARNA ER HAFIN Flottur fjölskyldudagur laugardaginn 6. maí. Kynnið ykkur dag- skrána á Facebooksíðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ eða á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. RAPPSMIÐJA Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 6. maí kl. 13:00 hefst rappsmiðja með rapparanum GKR í tilefni listahátíðar barna. Smiðjan er fyrir börn 9 til 12 ára og er þátttaka ókeypis. Skráning í afgreiðslu safnsins eða á vefnum sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn. Deildarstjóri yngra stigs Kennarar Umönnunarstarf fatlaðra barna Safnfulltrúar Sérkennslustjóri Umsjónarkennari á miðstigi Íþróttakennari Starfsmenn í sumardagvistun fatlaðra barna LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. HEIÐARSKÓLI HÁALEITISSKÓLI VELFERÐARSVIÐ DUUS SAFNAHÚS LEIKSKÓLINN HOLT HOLTASKÓLI AKURSKÓLI ÖSPIN Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. ■ Kveikjan að verkefninu Sam- tvinnun tónlistar og myndlistar var sú að Listasafni Reykjanesbæjar barst síðasta haust vegleg lista- verkagjöf frá Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi sem búið hefur í Skotlandi um árabil. Hafliði er, eins og margur listamaðurinn, hagur á fleiri en eina listgrein og ásamt því að vera eitt af fremstu tónskáldum þjóðarinnar hefur hann iðkað myndlist um ára- bil. Gjöfin samanstóð af sjö mál- verkum og fjórtán grafíkverkum, nánar tiltekið silkigrafík og öll verkin voru abstrakt. Verkefnið gekk út á að halda sér- stakt námskeið eða vinnusmiðju með ungu fólki í Reykjanesbæ í tengslum við Listahátíð barna í maí, þar sem unnið væri með tengingu tónlistar og myndlistar og listaverk Hafliða, bæði myndverk og tónverk, yrðu lögð fram sem kveikja. Unnið var með nemendum bæði í tónlist og myndlist og áhersla lögð á tónsmíðar og gerð myndverka. Sérmenntaðir leiðbein- endur voru fengnir til að vinna með unga fólkinu, annars vegar tónskáld og tónlistarkennarar frá Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar og hins vegar myndlistarmenn og myndlistarkenn- arar frá Listasafni Reykjanesbæjar og þremur grunnskólum bæjarins. Hóp- arnir unnu svo ýmist einir eða allir saman í rúma tvo mánuði og verður afraksturinn kynntur með uppákomu í Bíósal Duus Safnahúsa laugardaginn 6. maí klukkan 13:00. Hafliði Hallgrímsson verður kynntur og opnuð samsýning á málverkum hans og myndverkum unga fólksins sem unnin voru á tímabilinu. Einnig verður leikin tónlist eftir Hafliða og úrval af þeim tónverkum sem samin voru á námskeiðinu. Uppákomunni lýkur svo með gjörningi þar sem tón- listarnemendur túlka valið verk eftir Hafliða í frumsaminni tónlist og á sama tíma munu myndlistarnem- endur túlka tónlist samnemendanna í myndverkum. Þetta er liður í Lista- hátíð barna í Reykjanesbæ og allir hjartanlega velkomnir. Verkefnið hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Samtvinnun tónlistar og myndlistar Rótarýdagurinn 2017 ■ Rótarýklúbbur Keflavíkur varð 72 ára í ár og hefur allan þennan tíma skipað sitt hlutverk í félaga- flóru Suðurnesja. Stofnfélagar á sínum tíma voru ýmsir mektar- menn sem vildu taka þátt í að byggja upp gott samfélag hér á svæðinu og tóku þeir þátt í alls kyns samfélags- verkefnum sem öll miðuðu að því að gera Keflavík að betri bæ til að búa í. Laugardagurinn 6.maí er svo- kallaður Rótarýdagur og með grein þessari langar okkur klúbbfélaga að vekja athygli á klúbbnum og þeim markmiðum sem félagarnir fylgja enn þó svo að ýmislegt annað hafi breyst hér í bæ, hér í Reykjanesbæ. Rótarý er alheimshreyfing þar sem félagar eru valdir án tillits til trúmála, stjórnmála eða þjóðernis. Markmið klúbbsins eru að auka kynni á meðal fólks, efla siðgæði í leik og starfi, auka viðurkenningu á gildi nytsamra starfa, efla virðingu félaga fyrir eigin starfi, setja þjónustu við aðra ofar eigin hag og efla góðvild og frið milli þjóða. Einkunnarorð Rótarý, svokallað fjór- próf hljóðar svo: Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Við getum við öll verið sammála um að þar sem þessi orð eru iðkuð ætti að vera gott samfélag. Það má nefna sérstaklega tvö samfélagsverkefni sem Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur sinnt hér í heimabyggð á liðnum árum og eru það Krabbameinsfélag Suður- nesja og Skógræktarfélag Suður- nesja. Klúbburinn hefur einnig stutt frumkvöðla með ákveðnum styrk- veitingum og oft hlaupið undir bagga í einstökum stuðningsverkefnum í bæjarfélaginu. Klúbburinn hefur einnig tekið þátt í fjölda hjálparverk- efna á heimsvísu með öðrum Rótarý- klúbbum og er skemmst að minnast Polio plus herferðarinnar sem sett var af stað í þriðja heiminum til að út- rýma lömunarveiki. En Rótarý er líka gert fyrir ein- staklinginn og ég get hæglega nefnt sjálfa mig sem dæmi. Ég var í þessum fyrsta hópi kvenna sem var hér um árið boðið á kynningarfund í karla- klúbbinn Rótarý af þáverandi forseta, kvenlækninum Konráð Lúðvíkssyni. Hvort hann þótti hafa auðveldari að- gang að kvenfólki bæjarins eða hver svo sem ástæðan var, þá fóru að tínast inn konur í klúbbinn á þessum tíma! Mín staða þá, var að ég var virkur meðlimur í nokkrum hópum sem allt voru flottir hópar en kannski svolítið einslitir, svona faghópar, kynskiptar klíkur. Þegar þarna var komið við sögu var ég nýkomin í nýja vinnu og vantaði nýtt tengslanet og svo var ég líka svolítið forvitin, hvernig skyldu svona karlaklúbbar virka? Rótarý sem starfsgreinaklúbbur vakti hjá mér meiri áhuga en ýmsir aðrir hópar því ég bjóst við að þarna gæti verið fjöl- breyttur hópur með mismunandi bak- grunn og fjölbreytt áhugamál. Og það var einmitt lóðið. Í Rótarý fáum við vikulega fjölbreytta fyrirlestra um alls kyns efni og þar er alltaf verið að skoða þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni og skipta máli og það á vandaðan og faglegan hátt. Þarna fá félagar nasasjón af ýmsu sem þeir ann- ars myndu aldrei láta sér detta í hug að kynna sér að fyrra bragði þannig að sjóndeildarhringurinn kemst ekki hjá því að víkka, þeim sjálfum og örugg- lega samfélaginu líka til góðs. Fjöl- breytni hópsins er ekki einungis falin í mismunandi starfsgreinum heldur einnig breiðu aldursbili og báðum kynjum sem gefur þessu enn meiri breidd. Og ég fullyrði það hér og nú að jafnrétti kynjanna er vel gætt í Rotary og á mjög svo afslappaðan og eðli- legan máta, þ.e. a.s. þannig að maður tekur ekkert eftir því og er ekkert að spá í það. Það bara er. Rótarý er sem sagt ekki bara skemmti- legur félagsskapur heldur hefur hann líka góð gildi sem eru þess verð að vinna að. Þar er borin virðing fyrir samfélagslegri ábyrgð og þar er unnið að alþjóðlegu hjálparstarfi. Rótarý er góður hópur karla og kvenna sem býður upp á skemmtilegan og þrosk- aðan félagsskap og gefandi tengslanet bæði innanlands sem utan. Ef áhugi einhverra vaknar á að kynna sér Rót- arýklúbb Keflavíkur betur við lestur þessarar greinar, þá má hafa samband við undirritaða. Valgerður Guðmundsdóttir forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur ■ Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Fjör- heima og 88 Hússins. Gunnhildur er uppeldis- og menntunarfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem tómstundaráðgjafi í Fjör- heimum undanfarin ár ásamt því að starfa í Frístundaskólanum í Myllu- bakkaskóla og að undanförnu sem umsjónarmaður Frístundaskólans í Myllubakkaskóla. Gunnhildur Gunnars- dóttir nýr forstöðu- maður Fjörheima og 88 Hússins ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.