Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju Þriðjudaginn 2. maí og fimmtudaginn 4. maí kl. 20.30. Miðasala fer fram hjá kórfélögum og við innganginn. SOÐ BEINT FRÁ BRUSSEL á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 Hringbraut 99 - 577 1150 Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. APÓTEK SUÐURNESJA KYNNIR NÝJAR HÚÐVÖRUR FRÁ BIO MIRACLE 30% KYNNINGARAFSLÁTTUR ■ Bláa Lónið hlaut verðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem þekkingarfyrirtæki ársins, en verðlaunin voru við hátíðlega athöfn þann 25. apríl. Verðlaunin eru veitt árlega en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin að þessu sinni. Þema þekkingarverð- launanna í ár var „fagmennska og færni í ferðaþjónustu“. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd sem FVH skipaði og var Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamála- fræði við Háskóla Íslands, formaður hennar. Þau þrjú fyrirtæki sem hlutu tilnefningu til verðlaunanna voru Bláa Lónið, Norðursigling og Ís- lenskir fjallaleiðsögumenn, en Bláa Lónið hlaut að þessu sinni þekk- ingarverðlaunin fyrir afar metnaðar- fullt starf. Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaunin fyrir hönd FVH og ræddi hann aðeins ferðaþjónustuna á Íslandi sem hann sagði standa á tímamótum. Hann vildi þó meina að útlitið væri kannski ekki alveg eins svart og það sýndist oft í fréttum og fyrirsögnum og sagði „þetta er alltaf sama gamla sagan, við þurfum vissu- lega að vera á varðbergi en passa okkur þó að taka ekki einhverjar rót- tækar ákvarðanir sem eru byggðar á svörtustu sýninni.“ Efla verkfallssjóð og auka réttindi félaga í sjúkrasjóði Afkoma Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis, VSFK, var með besta móti árið 2016. Ástæðan er mikil fjölgun félags- manna VSFK, sem skýrist af bættu atvinnuástandi á svæðinu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem hald- inn var 25. apríl sl. Á fundinum var stjórn VSFK endurkjörin. Vegna þessarar góðu afkomu félags- ins var ákveðið að setja 10 milljónir í verkfallsjóð VSFK. Þá var jafn- framt ákveðið að auka réttindi fé- laga í sjúkrasjóði með því að taka upp svokallaðan tækjakaupastyrk. Hann er ætlaður til kaupa á gleraugum og heyrnartækjum. ●● Starfshópur●um●húsnæðismál●Tónlistarskólans●í●Garði: Vilja flytja félagsmiðstöð og stækka tónlistarskóla Starfshópur um húsnæðismál Tónlistar- skólans í Garði hefur skilað hugmyndum til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs til lausnar á húsnæðismálum skólans. Í hugmyndum starfshópsins kemur fram að leitað verði samninga við eiganda húsnæðis að Heiðartúni 2d um kaup á húsnæðinu. Gangi það eftir fær Félags- miðstöðin Eldingin húsnæðið til afnota. Leitast verður við að aðstaða Auðarstofu, tómstundastarfs aldraðra í Heiðartúni 2 b og c verði að einhverju leyti samnýtt með félagsmiðstöð og aðstaða félagsmiðstöðvar að einhverju leyti samnýtt með félagsstarfi aldraðra. Gengið verði í að gera nauðsynlegar breyt- ingar á húsnæði í Sæborgu, þar sem tón- listarskólinn er til húsa, þannig að tónlist- arskóli fái allt það húsnæði til afnota fyrir starfsemi tónlistarskólans. Unnin hefur verið frumhönnun um breytingar á hús- næðinu, lagt er til að hönnun verði lokið hið fyrsta. Unnið verði að því markmiði að félagsmiðstöðin verði flutt í Heiðartún hið fyrsta og að kennsla í tónlistarskóla geti hafist í breyttu húsnæði í Sæborgu við upp- haf skólastarfs í haust. Frumáætlun um kostnað við framangreint gerir ráð fyrir að heildarkostnaður gæti orðið allt að 50 milljónir á árinu 2017. Í fjárhagsáætlun ársins er fjárheimild kr. 25 milljónir. Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að leggja til við bæjar- stjórn að tillaga starfshópsins verði sam- þykkt. Bæjarstjóra var falið að láta vinna nánari kostnaðaráætlun um verkefnið og leggja fyrir bæjarráð tillögu um fjár- mögnun þess. ■ Bæjarráð Sandgerðisbæjar lýsti yfir áhyggjum af takmörkuðum fjár- heimildum ríkisins til heilsugæslu- sviðs HSS á fundi sínum í síðustu viku. Í afgreiðslu ráðsins segir að Sandgerðisbær hafi lagt í töluverða fjárfestingu vegna nýs húsnæðis fyrir heilsugæslu í bæjarfélaginu á árunum 2008 til 2009 í samráði við heilbrigðisyfirvöld. „Vegna niðurskurðar í ríkisútgjöldum á árum eftir hrun varð ekki af því að nýja heilsugæsluhúsnæðið yrði tekið í notkun og sú þjónusta sem fyrir var lögð niður. Staðan er því sú að engin heilsugæsla er í Sandgerði sem er 1730 manna sveitarfélag,“ segir í fundargerð ráðsins. Bæjaryfirvöld í Sandgerði telja eðlilegt að endurskoða þjónustuskerðinguna. Í afgreiðslu bæjarráðs er jafnframt bent á gríðarlega fjölgun ferðamanna á svæðinu sem auki álag á heilsugæsl- una. Þá segir í afgreiðslunni að sé litið til íbúafjölda landshluta og fjárfram- laga til heilsugæslu sé hlutfallslegt framlag til heilsugæslu á Suðurnesjum mun lægra en til annarra landshluta. Bláa Lónið er þekkingarfyrirtæki ársins Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Dagný Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni. Nýtt húsnæði heilsugæslu aldrei tekið í notkun ●● Bæjarráð●Sandgerðis●vill●láta●endurskoða●skerðingu● á●heilbrigðisþjónustu●í●bæjarfélaginu Flöskuþjófar á ferðinni ■ Flöskuþjófar sem voru á ferðinni í Garði í síðustu viku virðast hafa haft eitthvað upp úr krafsinu. Lög- reglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað á átta eða níu svörtum ruslapokum sem höfðu að geyma tómar gosflöskur. Þá kom annar íbúi úr sömu götu á lög- reglustöð og tilkynnti þjófnað á tutt- ugu pokum, fullum af flöskum, sem hann hafði safnað saman aftan við hús sitt. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki. Ökumaður með allt í ólagi ■ Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið var vægast sagt með allt sem hugsast gat í ólagi. Bifreiðin var ótryggð og óskoðuð frá því árið 2015. Þá ók hann sviptur ökuréttindum. Loks vaknaði grunur um að hann æki undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og færður á lög- reglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og sýnatökur fóru fram. Tveir ökumenn til viðbótar voru einnig grunaðir um fíkniefnaakstur. Tölvum og sjónvarpi stolið ■ Lögreglunni á Suðurnesjum var í liðinni viku tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Stormjárn í baðherbergisglugga hafði verið brotið og hinir óprúttnu komist inn með þeim hætti. Þeir höfðu haft á brott með sér tvær far- tölvur, sjónvarp og sjónvarpsflakk- ara. Lögregla rannsakar málið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.