Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Vilt þú vera í sterku liði? Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Einnig fer Landhelgisgæslan með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. � � � � � Umsóknarfrestur 15. maí Landhelgisgæsla Íslands leitar að reglusömum og nákvæmum einstaklingum með góða samskiptahæfileika í þrjú störf sem öll eru með aðal staðsetningu á starfsstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Viðkomandi skulu vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa góða íslensku- og enskukunnáttu, góða almenna tölvukunnáttu og hafa gild ökuréttindi. Ítarlegri lýsingu á störfunum má nálgast á heimasíðu Capacent. Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu umsækjendur uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Capacent — leiðir til árangurs Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla sem nýtist í starfi. Líkamleg geta til að starfa við erfiðar aðstæður. Menntunar- og hæfniskröfur: Gott almennt nám tengt tæknimálum og/ eða flugi. Grunnnám í flugumferðarstjórn, flugnám eða annað flugtengt nám er kostur. Góð tækniþekking og reynsla í tækniumhverfi æskileg. Geta til að vinna vaktavinnu. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla á sviði þjálfunar- og gæðamála. Fagmennska, skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt. Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi. � � � � � � � Upplýsingar og umsókn capacent.is/s/4930 Upplýsingar og umsókn capacent.is/s/4931 Upplýsingar og umsókn capacent.is/s/4933 GAGNAFULLTRÚI Gagnafulltrúi óskast í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins/LHG á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Helstu verkefni eru loftrýmiseftirlit, stuðningur við loftrýmisgæslu og samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins. FULLTRÚI ÞJÁLFUNAR- OG GÆÐAMÁLA VARNARTENGDRA VERKEFNA Helstu verkefni eru umsjón og samræming þjálfunar starfsmanna vegna varnartengdra verkefna auk gæðaeftirlits. Meginstarfssvæðið er á Öryggissvæðunum á Keflavíkurflugvelli, ratsjár- og fjarskiptastöðvunum (Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfs- víkurfjalli og Stokksnesi) og öðrum tengdum svæðum. Starfið krefst tilfallandi ferða á stöðvarnar. VERKEFNASTJÓRI Á SVIÐI ÁÆTLUNAR OG ÞRÓUNAR ÖRYGGISSVÆÐANNA, UMHVERFISMÁLA OG SVÆÐIS- SKIPULAGSMÁLA Leitað er að verkefnastjóra til að taka þátt í starfi við framtíðaruppbyggingu Öryggissvæðanna og samræmingu með þeim verkefnum. Í starfinu felst þátttaka í gerð og viðhaldi langtímaáætlunar um þróun, rekstur, uppbygginu og hagnýtingu Öryggissvæðanna. Auk þess sinnir viðkomandi umsjón með umhverfismálum Öryggissvæðanna og tekur þátt í svæðisskipulagsverkefnum. Það er mikil gæfa að eiga góða vini. Kalli Sævar var einmitt svoleiðis vinur. Hann var einn af þeim fyrstu sem ég kynntist þegar ég flutti til Keflavíkur enda stutt á milli "Street" og Hafnar- götu 18. Kalli var einn af þeim sem vakti áhuga minn á ferðalögum sem hann hafði stundað þá um tíma ásamt vinum sínum, sem urðu svo einn- ig vinir mínir. Leiðir okkar Huldu með Höllu og Kalla lágu oft saman, á heimaslóðum og í fjallaferðum. Í slíkum ferðum kynnist maður fólki vel og við það myndast iðulega ótrú- lega sterk vinabönd. Þegar umræðan um stofnun björg- unarsveitarinnar Stakks hófst var Kalli þar fremstur í flokki og manna áhugasamastur um starf og velgengni hennar. Sjómennska var honum í blóð borin og allt sem að henni snéri enda varið löngum stundum á sjó. Hann gat því upplýst okkur um allt sem að sjómennsku snéri við æfingar sveitar- innar. Þau tóku frá byrjun fullan þátt í starfi björgunarsveitarinnar af miklum áhuga og sinnti Kalli þar öllu sem þurfti til að efla starf hennar í hvívetna. Hann var lengi vel varafor- maður sveitarinnar og tók svo við sem formaður árið 1977. Við félagarnir í Stakki unnum af miklum áhuga og krafti við æfingar fjáraflanir og öll þau verkefni sem sveitin þurfti að sinna til að gegna hlutverki sínu, sum stór og önnur smærri. Björgun og leitir voru eðli- lega aðaltilgangur hennar, með hléum að vísu og svo ekki má gleyma upp- byggingarstarfi sveitarinnar við að koma sér upp tækjabúnaði, húsnæði og björgunarbifreiðum. Öllu þessu sinnti Kalli af miklum áhuga og sam- viskusemi. Þrátt fyrir mikið annríki við starf okkar í Stakki sinntum við áfram áhuga okkar á ferðalögum til fjalla. Við höfðum lengi rennt hýru auga til jöklanna, þessa stóru víðlendu risa sem blöstu við okkur alls staðar sem við fórum um hálendið og rætt mikið um hvernig við gætum komið okkur upp búnaði til að ferðast um þá. Það varð svo úr að við Kalli ásamt nokkrum félögum okkar úr Stakki eignuðumst saman tvo snjóbíla sem notaðir voru til jökla og vetrarferða árum saman. Í slíkum ferðum var Kalli í essinu sínu. Ferðir inn á hálendið með fjölskyldum ásamt nokkrum ferðum á Vatnajökul skildu eftir ómetanlega ánægju og minningar. Hálendisferðir voru þá ekki algengar og þarna voru vetrar- og jöklaferðir enn sjaldgæfari. Eftir langt og gæfuríkt starf innan björgunar- sveitarinnar tóku nokkrir félagar sig saman um að stofna ferðahóp til að viðhalda tengslum og minningum um þá góðu tíma sem við erum búin að eiga í starfi og ferðum og voru þau Kalli og Halla félagar þar frá fyrstu tíð. Hópurinn kallar sig 1313 og hefur haldið sambandi í meira en 30 ár. Við félagar hans í fjallaferðum og björgunarstarfi þökkum honum sam- starfið með þakklæti fyrir ánægjuna og lífsgleðina sem fylgdi honum í okkar ferðum. Okkar dýpsta samúð er hjá afkomendum þeirra Höllu. Karl G. Sævar, kæra þökk fyrir sam- fylgdina. F.h. Félaga í Björgunarsveitinni Stakkur og Ferðahópsins 1313. Garðar Sigurðsson Karl G. Sævar - minning Kveðja frá Stakksfélögum og ferðahópnum Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Skyggnilýsingarfundur Skyggnilýsingarfundur Skyggnilýsingarfundur verður mánudaginn 8. maí í húsi félagsins að Víkurbraut 13 Kef. Miðlar eru Svana (frá Kef ) og Þórunn Björg, fundurinn byrjar kl 20:30. Húsið opnar kl 20:00. Aðgangseyrir 2500 kr. Allir velkomnir. SMÁAUGLÝSINGAR ÓSKAST Ég er sjálfstætt starfandi bókari. Mig langar að vera i faglegum samskiptum við aðra bókara. Ef þú hefur áhuga sendu þá nafn á bokhald.sh@gmail. com Létt hlutastarf óskast 30-50 % sem fyrst flest kemur til greina er vön t.d verslunarstörfum , vinna með öldr- uðum og liðveslu . Uppl. 898-5752. Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.