Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagur 4. maí 2017 • 18. tölublað • 38. árgangur Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is studlaberg.is Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,4 prósent á síðasta ári og gangi spár eftir mun þeim halda áfram að fjölga. Samfara fjölguninni þarf að byggja upp innviði, svo sem leik- og grunnskóla. Í haust verður skólahús- næði til bráðabirgða tekið í notkun í Dalshverfi í Innri Njarðvík en skól- inn sem fyrir er í hverfinu, Akur- skóli, er yfirfullur. Ekki verður látið staðar numið í Dalshverfi því ljóst er að þegar Hlíðahverfi, gamla Nikel-svæðið, byggist upp verður örugglega þörf á grunn- og leikskóla þar. Miðað við nýjustu fregnir af uppbyggingu á Ásbrú er þegar komin þörf á að stækka Háaleitisskóla og er það verkefni skyndilega komið í forgang. „Það er óhætt að segja að helstu vaxtarbroddarnir séu í Innri Njarðvík, Hlíðahverfinu og á Ásbrú,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Nánar er fjallað um skólaupp- byggingu í Reykjanesbæ í viðtali við Helga á bls. 24. n Skólamatur ehf. var með lægsta tilboð í framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Ti l b o ð i n v or u o pn u ð h j á Ríkiskaupum í vikunni, en aðeins bárust tvö tilboð. Hitt tilboðið kom frá ISS Ísland ehf. og var talsvert hærra. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 658.148.291 krónur miðað við 3 ára samning. Ti lboðið frá Skólamat var 567.171.765 krónur. Það má því búast við grunnskólabörn í Reykjanesbæ fái áfram mat frá Skólamat. Þörf fyrir frekari skólaupp- byggingu á Ásbrú og í Hlíðum l Íbúum fjölgaði um 7,4 prósent á síðasta ári l Áframhaldandi uppbygging innviða Skólamatur með lægsta tilboð Atvinnuástandið á Suðurnesjum er með besta móti um þessar mundir og hafa mörg fyrirtæki ráðið til sín sumarstarfsfólk undanfarið. Víkur- fréttir tóku púlsinn hjá Isavia, Bláa Lóninu og Airport Associates en hjá fyrirtækjunum hefur gengið vel að ráða. Hjá Isavia var ráðist í sérstakt átak í vetur þar sem sumarstörf voru kynnt með myndböndum á samfélags- miðlum. Þá voru hengdar upp aug- lýsingar í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hjá Bláa Lóninu er sérstök atvinnu-Facebook síða þar sem sagt er frá störfum sem í boði eru. Þá hafa verið haldnar kynningar fyrir vini og kunningja starfsfólks þar sem Bláa Lónið er kynnt sem vinnustaður. Vel hefur gengið hjá Airport Associ- ates að ráða starfsfólk en í ár byrjuðu ráðningar fyrr en áður og reyndist það vel. Þar á bæ er fólk hætt að hugsa í sumartímabilum þar sem álagið er orðið jafnara yfir árið. Nánar má lesa um málið á bls. 12. Beita óhefð- bundnum aðferðum Hestafjör á Akri Í haust verður skólahúsnæði til bráðabirgða tekið í notkun í Dalshverfi í Innri Njarðvík en skólinn sem fyrir er í hverfinu, Akurskóli, er yfirfullur. Bæjarstjórn samþykkti ársreikning samstæðu Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Rekstrarniðurstaða bæði A-hluta bæjarsjóðs er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012 og samstæðu A og B hluta síðan 2010. Munar þar mest um aukna framlegð, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, en framlegð A-hluta bæjarsjóðs var 1,7 milljarður og framlegð samstæðu A og B hluta 4,1 milljarður. Rekstarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs, að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta, er hins vegar jákvæð um 49 milljónir og samstæðu A og B-hluta um 93 milljónir. Lykillinn að þessum viðsnúningi í rekstri er að á meðan tekjur hafa auk- ist í kjölfar meiri atvinnu og hærri launa hefur starfsmönnum Reykja- nesbæjar tekist að koma í veg fyrir að útgjöld hækki í takt við auknar tekjur, segir á vef Reykjanesbæjar. Alg jör viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar Dreifing Víkurfrétta tekur tvo daga n Vegna breytinga á póstdreifingu á Suðurnesjum mun taka tvo daga að dreifa Víkurfréttum inn á heimili á Suðurnesjum. Dreifing blaðsins fer því fram á fimmtudögum og föstudögum. Rafræna útgáfu blaðsins má nálgast á vf.is á fimmtudagsmorgnum. Það var heldur betur fjör á leikskólanum Akri í Innri Njarðvík í gær þegar foreldrafélag leikskólabarna fékk nokkra hesta í heimsókn á leikskólann. Þau börn sem vildu fara á hestbak fóru hring á spökum hrossum á skólalóðinni. Sólborg Guðbrandsdóttir tók meðfylgjandi mynd við þetta tækifæri. Fleiri myndir eru á vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.