Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Deiliskipulagsbreytingar í Reykjanesbæ 1. Deiliskipulagsbreyting Hafnargötu 12 Reykjanesbæ, 20. apríl 2017. Skipulagsfulltrúi Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: Skipulagið gerir ráð fyrir að byggðar verði 30 - 35 íbúðir á lóð- inni. Húsin verða tvær hæðir með nýtanlegu risi. Nýtingarhlutfall verður að hámarki 0,7. 2. Deiliskipulagsbreyting Leirdal 2 - 16 Breytingin gerir ráð fyrir að í stað tvílyftra parhúsa verði heimilað að byggja parhús á einni hæð. Byggingarreitir stækka um 1,5 m til suðurs en að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnar- götu 12 frá og með 20. apríl til 1. júní 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemd er til 1. júní 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemd- um á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Héðinn Máni Sigurðsson er 18 ára strákur úr Vogunum sem berst við krabbamein. Hann hefur síðustu vikur leyft almenningi að fylgjast með meðferðinni á samfélagsmiðl- inum Snapchat þar sem hann svarar spurningum um krabbameinið og sýnir frá ýmsu úr lífi sínu. Hann segist ákveðinn að sigrast á krabbameininu eins og stríðsmaður. Héðinn greindist með meinið fyrir um það bil tveimur mánuðum en hann glímir við þriðja stigs slím- himnukrabbamein í höfði. Til að byrja með var talið að Héðinn væri með eyrnabólgu, vegna svipaðra einkenna, en annað kom á daginn. Hann segir krabbameinið nokkuð alvarlegt en hann fer á þriggja vikna fresti á Barna- spítala Hringsins í lyfjagjöf. „Það er mjög þægilegt á Barnaspítalanum. Maturinn er samt ekkert sá besti en eftir að ég setti matinn inn á Snapchat voru kokkar sem höfðu samband og ætla að elda fyrir mig,“ segir Héð- inn, en hann hefur ákveðið að taka mataræðið í gegn eftir að hafa fengið ábendingar um það. „Krabbameinið nærist á kolvetnum og sykri þannig ég held ég þurfi bara að gera það.“ Hann segist ennþá vera að læra á Snapchat en nokkur þúsund manns fylgjast með honum þar þessa dagana. Þá hafa Suðurnesjamennirnir Gæi og Kíló, sem einnig eru stórstjörnur á Snapchat, mælt með Héðni við sína fylgjendur og í kjölfarið hefur fylgj- endahópur Héðins stækkað töluvert. „Þessir stóru snapparar eru búnir að gera mig að risa snappara. Þetta er búið að gerast mjög hratt en þetta er hugsað til að útskýra krabbameinið fyrir fólki og leyfa því að spyrja mig. Ég hefði viljað geta spurt einhvern nánar út í hlutina sjálfur, eins og vin. Ég spjalla stundum við fólk þó að ég þekki það ekkert, en það spyr aðallega um meðferðina og hvernig krabba- mein þetta sé. Ég hef líka fengið rosa- lega mikið af ráðum frá fólki sjálfur.“ Héðinn er uppalinn í Vogunum og hefur búið þar nánast alla ævi, á sama sveitabænum. Hann hefur gaman að kvikmyndagerð, rafmagni og tölvum og langar að starfa sem rafvirki í fram- tíðinni. Hann hóf nám í rafvirkjun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þurfti að hætta námi sökum greininga sem hann er með, meðal annars ADHD, ●● Leyfir●landsmönnum●að●fylgjast●með●krabbameinsmeðferðinni●á●Snapchat Stríðsmaður úr Vogunum sem orsökuðu einbeitingarleysi hjá honum. Hann segist ekki hafa orðið hræddur þegar hann greindist með krabba- meinið og segir lækna hafa hrósað honum fyrir viðbrögðin og jákvæðn- ina. „Ég ákvað bara að lifa í núinu og taka einn dag í einu. Það er í raun það eina sem virkar fyrir mig, að reyna að vera jákvæður,“ segir Héðinn, en áhugasamir geta fylgst með honum á snapchat undir notendanafninu hed- dimani. solborg@vf.is „Ég spjalla stundum við fólk þó að ég þekki það ekkert“ ■ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk á dögunum góða gjöf þegar Krabbameinsfélag Suðurnesja færði stofnuninni meðferðarstól ásamt aukahlutum. Stóllinn er á dagdeild sjúkrahússins og verður notaður til lyfjagjafa fyrir krabbameinssjúkl- inga. Á vef HSS segir að forsvars- fólk stofnunarinnar kunni Krabba- meinsfélagi Suðurnesja miklar þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem muni koma að góðum notum í þjón- ustu við íbúa á Suðurnesjum. Krabbameinsfélag Suðurnesja færði HSS góða gjöf Guðmundur Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, afhenti stólinn á dögunum. Með honum á myndinni eru Halldór Jónsson, forstjóri HSS, Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri D-deildar. Mynd af vef HSS. Holt á miðbæjarsvæði í Vogum ■ Fjórar nýjar götur á svokölluðu Miðbæjarsvæði í Vogum hafa fengið nöfn. Göturnar munu bera nöfnin Skyggnisholt, Breiðuholt, Lyngholt og Keilisholt. Umhverfis- og skipu- lagsnefnd Voga hefur samþykkt tillögu Oktavíu Ragnarsdóttur um nöfnin. Þá liggur fyrir yfirferð og mat á tilboði lægstbjóðanda í gatnagerð á mið- svæði en ráðist verður í gatnagerðina á þessu ári. Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Jón og Margeir ehf., á grundvelli tilboðs þeirra. Tóku tilboði Hýsis í bráðabirgðahúsnæði grunnskóla ■ Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði frá Hýsi í tímabundið húsnæði grunnskóla í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Til- boðið var samþykkt á fundi bæjar- ráðs 27. apríl síðastliðinn. Tilboð Hýsis er upp á 131.489.115 krónur. Í tímabundna kennsluhúsnæðinu verða kennslustofur, fjölnota salur og starfsmannaaðstaða. Í haust verður byrjað með kennslu fyrir nemendur í 1. til 3. bekk. 10 ára KEILIR Á ÁSBRÚ á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.