Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í framtíðarstarf þjónustufulltrúa á starfsstöð í Keflavík. Stutt lýsing á starfi: · Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil · Samskipti við innlenda sem erlenda söluaðila· Upplýsingagjöf, sala þjónustu og skráning bókana Hæfniskröfur: · Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi· Hæfni í tölvunotkun· Gilt bílpróf· Framúrskarandi þjónustulund· Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum frá 06:00-18:00 (2,2,3). Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf) Umsóknarfrestur er til 12. maí 2017 Þjónustufulltrúi í Bílaleigu í Keflavík FRAMTÍÐAR STARF Thrifty Atvinnuaugl. framtíðarstarf 20170502_END.indd 1 02/05/2017 14:02 Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt fimmtudaginn 4. maí í tólfta sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Aka- demíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Duus Safnahús undirlögð Duus Safnahús verða undirlögð undir myndlistarsýningar leik-, grunn- og framhaldsskólans auk þess sem þar verður sýning á verkum eftir tón- skáldið og myndlistarmanninn Haf- liða Hallgrímsson. Nemendur hafa unnið hörðum höndum stóran part úr vetri að verkefnum sínum sem líta dagsins ljós á hátíðinni en yfirskrift sýninganna er Dýrin mín stór og smá. Hægt er að fullyrða að þótt einstaka furðufugl hafi stundum ratað inn í Duus Safnahús hefur dýralífið þar aldrei verið jafn fjölbreytt og nú og þótt víðar væri leitað. Þar getur að líta allt frá músum upp í gíraffa og ýmis konar furðuskepnur og má enginn láta þessar skemmtilegu sýningar fram hjá sér fara. Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa Föstudaginn 5. maí fer fram Hæfi- leikahátíð grunnskólanna í Stapa þar sem úrval stórglæsilegra árshátíðarat- riða úr öllum grunnskólum bæjarins verða sýnd fyrir fullu húsi. Frábær fjölskyldudagur Laugardaginn 6. maí er svo boðið upp á skemmtilegan fjölskyldudag með alls kyns listasmiðjum og uppákomum og af því tilefni hrærir Skessan í hellinum í lummusoppu og býður gestum og gangandi upp á rjúkandi lummur. Meðal þeirra verkefna sem unnið hefur verið að í tilefni hátíðarinnar er samtvinnun tónlistar og myndlistar út frá tónverkum og myndverkum tónskáldsins og myndlistarmanns- ins Hafliða Hallgrímssonar en hann færði Listasafni Reykjanesbæjar veg- lega myndlistargjöf nýlega sem varð kveikjan að þessu verkefni. Um eins konar gjörning verður að ræða laugar- daginn 6. maí og verður listamaður- inn sjálfur viðstaddur þegar hann fer fram. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á Facebook síðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ og á vefsíðunni reykja- nesbaer.is. Skessan í hellinum býður til Listahátíðar barna Fjölskyldudagskrá laugardaginn 6. maí Okkur vantar fólk til framleiðslustarfa við framleiðslu á Fíbra-einingum. Um er að ræða framtíðarstörf. Reynsla af hverskonar handverki er hefur áhrif á launin til hækkunar. Mikil vinna framundan. Uppl. í Jónsvör 5. Vogum. Regin Eysturoy Grímsson Framkvæmdastjóri/Direktor Sérfr í trefjaplasti / fiberglass specialis Sími/Tel(+354) 772-­­9296 regin@fibra.is Gerðaskóli er rúmlega 200 barna skóli í Sveitarfélaginu Garði. Þar búa rúm 1500 íbúa. Nánari upplýsingar um Garð er að finna á heimasíðunni www.svgardur.is Gildi skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun, ábyrgð. Gerðaskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra Staða aðstoðarskólastjóra við Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2017. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni • Fagleg forysta • Stjórnun, ábyrgð á daglegri starfsemi sem stað- gengill skólastjóra í forföllum hans • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Aðkoma að ráðningum, mannauðsstjórnun og vinnutilhögun • Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skóla- samfélagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og gagnvart samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn á við aðrar stofnanir Menntun, færni og eiginleikar • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr. • Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg • Reynsla af skipulagi og stjórnun kostur • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um • Hvetjandi og góð fyrirmynd Umsóknarfrestur er til 18. maí. Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um um- sagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða ragnhildur@gerdaskoli.is Heimasíða skólans er gerdaskoli.is og sími 4227020 Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal skólastjóri, sími 8984808. ATVINNA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.