Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 27
27fimmtudagur 4. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Við óskum Keflavík til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Landsbankinn er stoltur bakhjarl körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Til hamingju Keflvíkingar! Það klikkaði bara eiginlega allt. Það fór bara ekkert ofan í, sama hvað við reyndum. Baráttan datt öll þeirra megin og við vorum bara ekki nógu góðir til að vinna KR í þessum leik,“ sagði Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson, eftir tapið í Vestur- bænum gegn KR í hreinum úrslitaleik Domino’s deildarinnar í körfubolta sl. sunnudagskvöld. Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í fimmta úrslitaleiknum. Þeir léku sennilega sinn lélegasta leik á árinu og töpuðu stórt fyrir KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur 95-56 eftir að staðan í hálfleik var 49-18. Leiknum var í raun lokið í hálfleik. Grindvíkingum var fyrir- munað að skora og að ná ekki nema 18 stigum í fyrri hálfleik er með ólíkindum. Sem dæmi um hvað Grindvíkingum gekk illa að finna leiðina ofan í körfuna þá skoraði Lewis Clinch Jr., einn besti útlendingurinn í deildinni í vetur, ekki körfu fyrr en í lokaleikhlutanum og aðeins 6 stig í heildina. Myndina hér að ofan tók Sólborg Guðbrandsdóttir, ljósmynd- ari Víkurfrétta, á leiknum þegar KR-ingar fögnuðu sigrinum. „Það fór bara ekkert ofan í“ l GRINDVÍKINGAR SÁU ALDREI TIL SÓLAR Í ÚRSLITALEIKNUM GEGN KR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.