Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 04.05.2017, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í sumarstarf (2017) þjónustufulltrúa á starfsstöð í Keflavík. Stutt lýsing á starfi: · Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil · Samskipti við innlenda sem erlenda söluaðila· Upplýsingagjöf, sala þjónustu og skráning bókana Hæfniskröfur: · Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi· Hæfni í tölvunotkun· Gilt bílpróf· Framúrskarandi þjónustulund· Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum frá 06:00-18:00 og 18:00-06:00 (5/4) Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf) Umsóknarfrestur er til 12. maí 2017 Þjónustufulltrúi í Bílaleigu í Keflavík SUMAR 2017 Thrifty Atvinnuauglysing 20170502_END.indd 1 02/05/2017 14:02 ■ Nú styttist í að teknir verði í notkun nýir útsýnispallar við Brimketil á Reykjanesi. Starfsmenn frá ÍAV hafa í vetur unnið að smíði pallanna sem nú er verið að setja upp. Nú er unnið að því að leggja ristarnar í gólfið. Stefnt er að formlegri opnun í Geop- ark-vikunni sem í ár er 29. maí til 3. júní. Meðfylgjandi myndir tók Egg- ert Sólberg Jónsson hjá Reykjanes Geopark af pöllunum við Brimketil. Útsýnispallar taka á sig mynd við Brimketil ■ Fjallræðan verður umfjöllunar- efni Queen-messu sem flutt verður í Keflavíkurkirkju þann 14. maí næstkomandi en þar mun Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum, flytja þekkt lög Queen við íslenska texta ásamt hljómsveit og Kór Keflavíkurkirkju. Sóknarpresturinn Erla Guðmunds- dóttir mun leggja stuttlega út frá stefum fjallræðunnar á milli laga en hún segir hugmyndina hafa kviknað fyrir þremur árum. „Sú hugmynd að gera íslenska trúar- lega texta við þekkta tónlist hljóm- sveitarinnar Queen kom frá kór- félögum fyrir nokkrum árum en kórinn hafði áður flutt messu með trúarlegum textum við lög U2 og Jesus Christ Superstar og komust færri að en vildu sem er skemmtilegt að segja frá. Kórinn vildi gera eitthvað afgerandi í tilefni af 500 ára siðbótarafmæliinu en árið 1517 hengdi munkurinn Martin Lúther 95 greinar á hallardyrnar í Wittenberg í Þýskalandi sem markaði upphaf siðbótarhreyfingarinnar. Fáir í nútímanum þekkja Lúther eða gera sér grein fyrir hversu mikilð velferða- samfélag okkar er byggt á honum. Því hvet ég fólk til að „googla“ kallinn og kynnast honum aðeins og hvað sið- bótin var og er, “ segir Erla kankvís. En hvert er markmiðið með þessu framtaki og á popp erindi í kirkj- una? „Svo sannarlega á popp erindi í kirkjuna. Lúther gaf góð ráð um það hvernig ætti að sigrast á erfiðleikum lífsins með lífsgleðinni. Lúther sagði að þegar þunglyndi og dimmir dagar sækja að eiga menn að grípa til lífs- gleðinnar, borða vel og drekka, því djöfullinn ætti erfiðara með að glíma við þá sem væru með magann fullan af góðum mat og höfuðið fullt af skemmtilegum sögum. Tónlist, dans og íþróttir væru líka mikilvæg, enda sagði Lúther djöfulinn ekki þola að hjarta mannsins gleddist og sérstak- lega þegar það tengist orði Guðs. Þetta var grundvallarafstaða hans til lífsins. Djöfullinn er nú ekki mikið í daglegri umræðu okkar en þetta með sönginn er svo satt. Hann er sáluhjálp”, segir Erla og tekur fram að söngurinn hafi alltaf verið einn af sterkum þáttum safnaðarstarfsins í Keflavíkurkirkju. „Við eigum einn mesta og besta organ- ista landsins, með fallegt trúarhjarta og drifkraft sem er öðrum hvatning og hefur leitt marga til bjartari daga í söng. Á Lúthersárinu er markmið Keflavíkurkirkju að leggja til tónlistar- gleði með Guðs orði og svo sannarlega verður enginn djöfull í kring,“ segir Erla og hlær. Fjallræðan er umfjöllunarefnið, hvers vegna og hvert er innihald hennar? „Þessi merkasta ræða allra tíma sem Jesús flutti á fjallinu er myndefni altaristöflunnar okkar í Keflavíkur- kirkju. Því þótti okkur tilvalið að söngtextarnir myndu fjalla um hvert stef ræðunnar. Hún er ekki mjög löng en afar inni- haldsrík og rituð í 5 til 7. kafla Matte- usarguðspjalls. Í fjallræðunni eru perlur sem margir kannast við eða þekkja. Eins og orðin um að við eigum ekki hafa áhyggjur af morgundeg- inum, því hann hafi sínar áhyggjur. Þar er gullna reglan sem hvetur okkur til að líta í eigin barm áður en við aðhöfumst gagnvart öðrum, einnig er tvöfalda kærleiksboðorðið þar að finna sem og orðin um hinn vangann og dæmisöguna af húsunum á bjargi og sandi.” Í fjallræðunni er að finna Faðir vorið, sjálfa bænina sem Jesús kenndi, sælu- boðið og svo margt fleira og hvetur Erla fólk til að lesa þá ræðu þar sem hún hafi ráð við svo mörgu í and- streymi daganna. „Ef við stöndum frammi fyrir erfið- leikum og vandasömum ákvörðum ættum við að lesa fjallræðuna, ef ekki aftur og aftur. Fjallræðan hefur að geyma meginatriðin í siðakenningu Jesú þar sem hann kemur fram með nýtt og mikilvægt viðhorf.” Queen-messan verður flutt tvisvar í Keflavikurkirkju, klukkan 17 og 20 og er miðaverð 1.500 krónur. Forsala miða fer fram í Keflavíkurkirkju og hjá kórfélögum en eins verður hægt að kaupa miða við innganginn. Verulegur afkomubati – ánægjuleg tilbreyting Árrsreikningur Reykjanesbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 sýnir glöggt að verulegur við- snúningur hefur orðið í rekstri Reykjanesbæjar. Bæði bæjarsjóður (A hluti) og sam- stæða ( A og B hluta fyrirtæki í eigu eða meirihlutaeigu sveitarfélagsins) skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu og markar slíkt þáttaskil. Afkoma bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjárhagsliði er jákvæð um kr. 1.759 milljónir sem gefur tæplega 14% framlegð og er rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs jákvæð um tæpar 49 millj- ónir. Afkoma samstæðu fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um rúman 4,1 milljarð sem gefur rúmlega 21% fram- legð og er rekstrarniðurstaða sam- stæðu jákvæð um 92 milljónir. Um er að ræða talsverðan afkomubata frá fyrri áætlunum sem voru settar fram með varfærnissjónarmið í huga. Verulegur tekjuauki og mikið að- hald Þessi niðurstaða hefur orðið til af tvennu þ.e. talsverðum tekjuauka vegna fjölgunar starfa og minnkandi atvinnuleysis en ekki síður vegna mikils aðhalds í rekstri. Sú sýn Sjálfstæðismanna um að vaxta- berandi skuldasöfnun þeirra í gegnum árin, sem þeir nefna fjárfestingar, sé nú skila sér, hlýtur að teljast æði sér- kennileg þegar ljóst er að minnkandi atvinnuleysi á svæðinu vegna fjölg- unar starfa í Flugstöð ræður þar mestu um þá miklu breytingu sem nú er að eiga sér stað. Þeir geta heldur ekki þakkað sér til- tekt í rekstri sem þeir greiddu atkvæði gegn á sínum tíma. Reykjaneshöfn áfram með neikvæða afkomu þrátt fyrir þennan afkomubata er rekstrarniðurstaða Reykjaneshafnar áfram neikvæð og verður svo áfram nái áætlanir um uppbyggingu í Helgu- vík ekki fram að ganga. Því er nauð- synlegt að fylgja eftir þeim áætlunum til að koma í veg fyrir að það reyni á ábyrgð bæjarins á skuldum hafnar- innar. Skuldaviðmið lækkar Sá tekjuauki sem orðið hefur á ár- inu leiðir það af sér að skuldaviðmið lækkar. Á sama tíma hafa fjárfestingar ekki aukist og því sjáum við verulegar breytingar hvað þetta varðar. Skulda- viðmiðið á samstæðu er nú komið í 209% en var 234% þegar að núver- andi meirihluti tók við. Skuldavið- mið bæjarsjóðs hefur einnig lækkað verulega og er nú komið í tæp 167%. Við höfum því fimm ár til að koma skuldaviðmiði samstæðu úr 209% í 150% eins og lög mæla fyrir um. Það mun krefjast verulegrar útsjónarsemi því á sama tíma mun Reykjanesbær þurfa auka fjárfestingar í innviðum vegna mikillar fjölgunar íbúa. Siglt í rétta átt Með þessari rekstrarniðurstöðu er ljóst að verið er að sigla í rétta átt þótt lítið megi út af bregða. Eiginfjárstaða sveitarfélagsins er ekki góð og skuldir alltof miklar. Núverandi meirihluti lagði áherslu á að gæta aðhalds og það hefur hann gert en jafnframt lagt áherslu á að gæta að stöðu barnafjöl- skyldna í bænum okkar. Því verkefni sem við tókumst á hendur eftir síðustu kosningar er hvergi nærri lokið og því verður ekki lokið fyrr en skuldaviðmiðið er komið undir 150% og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna sleppir hendinni af Reykjanesbæ. Guðbrandur Einarsson Bein leið Friðjón Einarsson Samfylking og óháðir Gunnar Þórarinsson Frjálst afl Kristján Jóhannsson Bein leið Guðný Birna Guðmundsdóttir Samfylking og óháðir Davíð Páll Viðarsson Frjálst afl Queen-messa í Keflavíkurkirkju Tónlistargleði með guðs orði SUNNUDAGUR 7. MAÍ Holtaskólabörn verða fermd í tveimur athöfnum klukkan 11 og 14 af prestum kirkjunnar, Erlu og Evu Björk. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista og messuþjónar verða Stefán Jónsson, Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson.     MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ KL. 11:00 Vorferð Kyrrðastundarsamfélagsins, Neskirkja í Reykjvík verður sótt heim og þar tekur sr. Skúli Ólafsson á móti okkur. Við fræðumst um sögu Neskirkju og sækjum kyrrðastund og boðið verður uppá súpu og brauð í safnaðarheimili Neskirkju. Fimmtudagskvöld kl. 20:00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.