Fréttablaðið - 06.02.2018, Side 8

Fréttablaðið - 06.02.2018, Side 8
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangs- lóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, náms- manna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomu- lagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðis- málum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðis- markaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor. Magnaðir tímar í borginni Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Sögulegt blót Miðflokkurinn hélt sitt fyrsta þorrablót á Fjörukránni um helg- ina. Margt var um manninn og veislustjórinn Vigdís Hauksdóttir stjórnaði gleðinni af myndarbrag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, var gerður að Heiðursvíkingi ásamt Önnu Kol- brúnu Árnadóttur, þingmanni og vopnasystur í Norðausturkjör- dæmi. Þótti fara vel á þessu þar sem flokkurinn varð til í því goð- orði Sigmundar. Meðal glaðlegra gesta voru Sigurður Þ. Ragnars- son, Siggi stormur, Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur og handboltakempa, að ógleymdum stórkanónum Útvarps Sögu þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni. Fingrasett meiðyrði Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir fagnaði nýlega sýknu í meiðyrða- máli sem Þórarinn Jónsson, Póri á Laxnes hestaleigu, höfðaði gegn henni. Málinu er þó ekki lokið þar sem hestabóndinn í Mosfellsdal hefur látið þau boð út ganga að hann muni áfrýja. Auður bregst við á Facebook með þessum orðum: „Ég er svo ... þreytt. En, já, ok. Vertu gestur minn, Póri! Þú kenndir mér nú einu sinni vélritun í gaggó.“ Póri nagar sig sjálfsagt í handarbökin núna, meðvitaður um að hann ber sína ábyrgð á því að Auður hamraði meiðyrðin niður með fullkominni fingrasetningu. thorarinn@frettabladid.is Enn virðast tímamót í Brexitferlinu. Breska ríkisstjórnin mun hittast í vikunni til að móta afstöðu í nokkrum lykilmálum. Veigamest er ákvörðun um hvort Bretland verði áfram í Evrópska tollabandalaginu, eða hvort skorið verði á þann streng. Meginávinningurinn af því að ganga úr tollabanda- laginu væri að Bretar gætu gert fríverslunarsamninga við ríki utan Evrópusambandsins. Því fylgir sá galli að tollmúrar gætu risið að nýju milli Bretlands og Evrópu- landanna. Sem fyrr takast á tvær fylkingar innan ríkisstjórnar Theresu May. Aðra mætti kalla harðlínumennina undir forystu Boris Johnson og Michaels Gove, en þeir telja að breska þjóðin hafi sagt sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sínum tíma. Brexit þýði Brexit, óháð því hvort það kunni að hafa efnahagslegar afleiðingar til skamms tíma. Í hinni fylkingunni eru til að mynda Phillip Hammond fjármálaráðherra og Amber Rudd innanríkisráðherra. Bæði vilja reyna eins og framast er kostur að takmarka hið efnahagslega tjón sem hlýst af Brexit. Með nokkurri einföldun má segja að það þýði að Bretland gangi úr Evrópusambandinu að nafninu til, en að sambandið við ESB verði sem líkast því sem verið hefur. Brexit, en samt ekki Brexit. Veik staða Theresu May forsætisráðherra flækir málið. The Economist hæðist að henni og kallar hana Theresu Maybe vegna þess hversu erfitt hún virðist eiga með að taka af skarið. Lýðræðislegt umboð May og fylgismanna er ekki til að styrkja stöðu þeirra. Breska þjóðin samþykkti vissulega að ganga úr Evrópusambandinu með naumum meirihluta. Nokkru síðar boðaði May til kosninga og freistaði þess að auka við meirihluta sinn til að tryggja umboð sitt í samninga- viðræðunum við sambandið. May tapaði meirihluta flokks síns í kosningunum, stórlaskaðist sjálf og þurfti að reiða sig á stuðning írskra sambandssinna til að tryggja meirihluta í þinginu. Til að auka ruglinginn benda skoðanakannanir til að mikill meirihluti breskra kjósenda vilji nú hætta við allt saman. Upp hafa sprottið trúverðugar pólitískar fylkingar sem berjast fyrir því. Hlutverk forsætisráðherra er vanalega að sætta ólík sjónarmið, en taka af skarið ef þarf. May virðist hvorugt geta og á meðan logar ríkisstjórn hennar stafnanna á milli. Ekki bætir úr skák að Verkamannaflokkurinn undir stjórn Jeremys Corbyn þykir fáum raunhæfur kostur til að taka við stjórnartaumunum eins og sakir standa. Samningamenn Evrópusambandsins ganga á lagið. Aðalsamningamaður þeirra, Michael Barnier, hefur látið hafa eftir sér að eina leið Breta til að halda í fríverslun við Evrópusambandið sé áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu. Ekkert annað sé til umræðu. May er því í vonlausri stöðu. Hún er föst á milli and- stæðra fylkinga í eigin flokki. Hingað til virðist lausn hennar hafa falist í því að gera ekki neitt og vona að málið leysist af sjálfu sér. Orð Barniers og afstaða Evrópu- sambandsins gefa skýrt til kynna að aðgerðaleysi sé ekki kostur. Theresa Maybe þarf að fara að gera upp hug sinn. Theresa kannski The Econom- ist hæðist að henni og kallar hana Theresu Maybe vegna þess hversu erfitt hún virðist eiga með að taka af skarið. Lýð- ræðislegt um- boð May og fylgismanna er ekki til að styrkja stöðu þeirra. 6 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r8 s k o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð SKOÐUN 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 7 -2 8 5 8 1 E E 7 -2 7 1 C 1 E E 7 -2 5 E 0 1 E E 7 -2 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.