Fréttablaðið - 06.02.2018, Qupperneq 20
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum bílablaða-mönnum er boðið til Afríku
til að prófa bíla, hvað þá þann
sem reyndur var í síðasta mánuði,
sjálfan Íslandsbílinn Toyota Land
Cruiser. Staðsetning prófunar hans
í Namibíu á sér helst skýringar í
því að hann er meðal annars fram-
leiddur í nágrannalandinu í suðri,
í Durban í Suður-Afríku. Toyota
Land Cruiser jeppinn er seldur í
190 löndum heims, enda á þessi
fjölhæfi bíll erindi svo víða þar
sem færð er ekki með allra besta
móti, þökk sé frábærri drifgetu
hans. Saga Land Cruiser er næstum
farin að spanna mannsaldur, en
hann heldur upp á 65 ára afmælið
í ár og hefur aldrei selst betur. Það
er jafn undarlegt við allar kyn-
slóðir Land Cruiser, líkt og með
Porsche 911, að þær sjást allar enn
þá á götunum og frekara vitni um
endingu þessa vinnuþjarks er vart
hægt að dikta upp. Hann er líkt og
minni bróðir hans, Hilux, hreint
ódrepandi bíll sem gengur bara
og gengur og það sem meira er,
heldur ávallt ótrúlega háu endur-
söluverði. Það er ein af ástæðunum
fyrir því af hverju bæði íslenskir
kaupendur og erlendir fjárfesta
sífellt í nýjum Land Cruiser, en
hann er nánast í áskrift að hverri
nýrri kynslóð hjá stórum hópi
fólks. Það er ágætt dæmi um hörku
Land Cruiser að hið strjálbýla og
harða land Ástralía er stærsta ein-
staka söluland Land Cruiser með
um 12% heimsframleiðslunnar og
þar hafa frá tilkomu hans selst alls
yfir 700.000 bílar.
Laglegar útlitsbreytingar en
áfram kraftalegur
Meginástæðan fyrir því að blaða-
mönnum alls staðar úr heiminum
var boðið til Namibíu til að reyna
Land Cruiser er að bíllinn hefur
tekið talsvert miklum breytingum,
þó svo ekki sé um að ræða kyn-
slóðabreytingu með nýju tölu-
númeri. Mestu breytingarnar að
utan eru á framendanum og grillið
hefur fengið mjög vel heppnaða
andlitslyftingu, sem og framljósin
sem nú eru með köntuðu lagi. Ef
til vill sést þó mesta breytingin að
framan þegar sest er upp í fram-
sætin og horft yfir húddið. Það er
nú mikið tekið niður í miðjunni og
er það bæði gert til að auka karakt-
er og skerpa línur, en ekki síður
svo ökumaður sjái betur á veginn
fyrir fram, sem oft er jú í formi
ófæra. Frambrettin eru hærri sem
er til þess gert að ökumaður geri
sér betur grein fyrir breidd bílsins
við þröngar aðstæður. Lengd
bílsins hefur verið aukin um 6 cm
og er hann nú 4,84 metra langur
en samt er snúningsradíus bílsins
aðeins 5,8 metrar. Bíllinn stendur
nú á ferlega flottum 17, 18 eða 19
tommu felgum og eru þær stærstu
með 12 rimum og prýða bílinn
mjög. Afturljósin eru líka nokkuð
breytt, sem og afturstuðarinn. Í
heild er hér kominn enn snoppu-
fríðari bíll, en samt heldur hann
sínu kraftalega útliti sem var ein-
mitt upphaflega meining Toyota.
Fá má bílinn nú í 10 mismunandi
litum og flestir reynsluaksturs-
bílarnir voru í hrikalega flottum lit,
Midnight Emerald Blue, og eftir því
hvernig eða hvort Namibíusólin
skein á hann var hann svartur,
grænn eða blár. Nýr litur er einn-
ig fólginn í Avant-Garde Bronze
metallic lit.
Enn meiri breytingar að
innan
Að innan eru breytingar enn meiri
og lúxusbílatilfinningin skín af
honum þegar inn er sest. Mæla-
borðið og allur miðjustokkurinn
með stjórntækjunum er nýr og
ferlega flottur og stýrið er einnig
nýtt. Stjórntakkar fyrir aksturs-
stillingar, sem mikið voru notaðar
í reynsluakstrinum, eru afar vel
staðsettar og stutt að laumast í
þá. Þeir vöndust strax og það var
eins gott því í fjölbreyttu og erfiðu
landslaginu var sífellt verið að
breyta akstursstillingum bílsins
og lægra drifið, læsingarnar og
klifurtakkinn óspart notað. Þetta
verða nýir kaupendur bílsins
Íslandsjeppinn sýndi
taktana í Namibíu
Nýr og breyttur Land Cruiser var reyndur í Afríkulandinu Namibíu. Talsverðar breytingar eru á ytra
útliti en enn meiri að innan sem færir hann eiginlega í lúxusbílaflokk. Drifgetan hefur enn aukist
og er bíllinn nú hlaðinn nýjustu tækni. Eknir voru 700 kílómetrar í ægifagurri náttúru Namibíu.
Kostir og gaLLar
toyota LaNd
CruisEr 150
l 2,8 lítra dísilvél
l 177 hestöfl
l fjórhjóladrif
eyðsla frá: 7,4 l/100 km í bl. akstri
Mengun: 194 g/km CO2
hröðun: 12,1 sek. í 100 km hraða
hámarkshraði: 175 km/klst
verð frá: 7.490.000 kr.
Umboð: Toyota Kauptúni
l drifgeta
l Nýja innréttingin,
l Lágt verð
l Mættu vera fleiri
vélarkostir
reynsluakstur
Finnur
Thorlacius
finnurth@365.is
6 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r i Ð j U d a G U r6 b í l a r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
Bílar
0
6
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
7
-1
E
7
8
1
E
E
7
-1
D
3
C
1
E
E
7
-1
C
0
0
1
E
E
7
-1
A
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K