Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 22
einkar ánægðir með. Toyota hefur með þessari breytingu á bílnum enn bætt við torfærueiginleika bílsins, auk þess sem nú má fá 360 gráðu sýn kringum bílinn, sem og sérstaka myndavél sem sýnir fram fyrir bílinn sem tekur upp þá sýn og sýnir hana 3 sekúndum síðar. Efnisvalið í innréttingunni hefur verið bætt og allar þessar jákvæðu breytingar hafa fært bílinn upp á næsta stig og ekki skaðaði nýr 8 tommu aðgerðaskjárinn fyrir miðju. Ekki hefur átt sér stað vélar- breyting í bílnum og hin duglega 177 hestafla 2,8 lítra og fjögurra strokka dísilvél er í bílnum tengd við 6 gíra sjálfskiptingu og skilar 420 Nm togi. Þó svo hún sé ekki jafn öflug og margar 6 strokka vélar í samkeppnisbílum Land Cruiser sannaði hún hve dugleg hún er, ekki síst við þær erfiðu torfærur sem glímt var við í þessari ferð sem spannaði rétt um 700 km á þremur dögum. Við malbiksakstur má svo velja um 5 mismunandi akstursstillingar, Eco, Comfort, Normal, Sport S og Sport+, allt eftir því hvort ökumaður leitar eftir lágri eyðslu, þægindum eða hámarksgetu drifrásarinnar. Einna magnaðast við akstur bílsins með „crawl“-takkann á var að geta með einum snúningstakka valið um 5 mismunandi hraða. Allt kemst Land Cruiser Í þessum reynsluakstri sannaðist hve þessi bíll er hæfur í erfiðum aðstæðum og aldrei mætti hann erfiðleikum sem hann réði ekki við, líkt og átti reyndar við minni bróður hans, Hilux, sem reyndur var einnig af greinarritara í Nami- bíu fyrir um einu og hálfu ári. Farið var yfir endalaust marga kílómetra af lausum sandi, bæði í fjörum, inn til landsins og í gríðarlega fallegu og ótrúlega löngu gili sem fyllt var af ljósum sandi. Hann fékk einnig að glíma við bratt klifur þar sem á stundum var efast um að bíll almennt kæmist upp, en aldrei hikaði Land Cruiserinn og oft hafði ökumaður litla sýn á torfærurnar og sýnin helst upp í bláan himininn í öllum bratt- anum. En upp fór hann alltaf eins og eigendur Land Cruiser þekkja líklega best. Það að bíllinn sé ennþá byggður á grind gerir það að verkum að lætin sem eiga sér stað í undirvagni bílsins skila sér ekki til óþæginda í yfirbyggingu hans og því verður erfiður akstur eitthvað svo fyrirhafnarlaus og best að láta bílinn bara um þetta sjálfan með öllum sínum frábæru aksturs- og drifstillingum. Ef Land Cruiser hefur verið Íslandsjeppinn fram að þessu hefur hann enn tryggt stöðu sína sem slíkur, ekki síst á tímum þar sem bílum byggðum á grind fer fækkandi. Hann mun áfram sigra íslenskar torfærur af mikilli list. Hann er kominn til landsins og tilbúinn í ævintýrin með þér; nýr KAROQ – með snjallar lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri. Komdu og sjáðu nýjan ŠKODA KAROQ og endurnýjaðu tengslin við það sem drífur þig áfram í lífinu. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.skoda.is KAROQ OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Í LÍFINU NÝR ŠKODA KAROQ KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. Í þessum reynslu- akstri sannaðist hve þessi bíll er hæfur í erf- iðum aðstæðum og aldrei mætti hann erfiðleikum sem hann réð ekki við. Land Cruiser­ inn tekinn til kostanna í sandinum sem oftast var undir­ lagið í þessari ferð. mynd/PáLL Þorsteinsson 6 . f e b r ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r8 b í l a r ∙ f r É T T a b l a Ð I Ð Bílar 0 6 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 7 -2 3 6 8 1 E E 7 -2 2 2 C 1 E E 7 -2 0 F 0 1 E E 7 -1 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.