Fréttablaðið - 20.02.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 20.02.2018, Síða 4
FIAT FIORINO Tilboðsverð með aukahlutum 1.699.000 kr án vsk. / 2.106.760 kr. m/vsk. Listaverð með aukahlutum frá 2.525.000 kr. m/vsk. FIAT DOBLÓ Tilboðsverð með aukahlutum 1.999.000 kr án vsk. / 2.478.760 m/vsk. Listaverð með aukahlutum frá 3.225.000 kr. m/vsk. FIAT DUCATO - MILLILANGUR Tilboðsverð með aukahlutum frá 3.199.000 kr án vsk. / 3.966.760 m/vsk. Listaverð með aukahlutum frá 5.215.000 kr. m/vsk. SÉRTILBOÐ Á ATVINNUBÍLUM Umboðsaðili Fiat Professional - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.fiatprofessional.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 Dómsmál Meðlimir hljómsveitar- innar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tón- leika þeirra í Hörpu í desember síð- astliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Bald- vins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan mál- flutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans. Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki“. Baldvin Björn furðaði sig á frávís- unarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dóm- sal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um  80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Bald- vins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undir- búa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í des- ember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu sem lögmaður sagði stórkostlegt tjón. Frávísunarkrafa tekin fyrir í héraði í gær. Miðasölumálið varpaði dökkum skugga á viðburð Sigur Rósar í Hörpu í desember. Tekist var á um frávísunarkröfu í málinu fyrir dómi í gær. meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleik- unum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endur- greiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lög- maðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endur- greiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrek- að verið reynt. Baldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar hand- leggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirfram- greiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfir- staðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í upp- gjörið. Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkost- legt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Kon- ráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endur greiddir. Miðað við það sem fram kom í  málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það. mikael@frettabladid.is Kári Sturluson. Jónsi í Sigur Rós. Svanhildur Konráðsdóttir. stjórnmál Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta stað- festir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fund- inum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjöl- miðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þing- manna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar. „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónar- horni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þing- fararkaup og kostnað, mun gefa for- sætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá far- vegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næst- mest en við höfum ekki fengið upp- lýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“ – aá Birta aðeins ferðakostnað þingmanna frá nýliðnum áramótum Jón Þór Ólafsson. Helga Vala Helgadóttir. HEIlBrIGÐIsmál Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem öruggast er að fæða barn. Tíðni nýburadauða hér er eitt barn á hvert þúsund. Japan skákar Íslandi sem öruggasta landið. Þar deyr einn nýburi af hverjum 1.111. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF. Hinum megin á listanum er Pak- istan en þar deyr að meðaltali eitt barn af hverjum 22. Mið-Afríkulýð- veldið, Afganistan, Sómalía, Lesótó, Gínea-Bissá og Suður-Súdan raða sér í næstu sæti. „Tíðni nýburadauða er gífurlegt áhyggjuefni, einkum meðal fátækustu ríkja heims,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Í ljósi þess að meirihluti þessara dauðsfalla er fyrirbyggjanlegur þá er augljóslega verið að bregðast fátæk- ustu börnunum og þeim sem búa á jaðri samfélaga.“ – jóe Ísland er næstöruggast fyrir nýbura stjórnsÝslA Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Þjóðskrár að synja Siðmennt um aðgang að netföngum skráðra félagsmanna í trúfélagið. Þjóðskrá synjaði Siðmennt um aðganginn á þeim grundvelli að um væri að ræða persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Taldi stofnunin að ekki væri unnt að miðla upplýsingunum áfram án þess að fyrir lægi samþykki hvers og eins. Siðmennt taldi að hver og einn hefði samþykkt slíkt með því að skrá sig í félagið. ÚNU benti á að í persónuverndar- lögum væri tekið fram að þau tak- marki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsinga- og stjórnsýslulögum. Var synjunin því felld úr gildi og lagt fyrir Þjóðskrá að taka málið fyrir að nýju. – jóe Mál Siðmenntar tekið fyrir á ný 2 0 . f E B r ú A r 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D A G U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A B l A Ð I Ð 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 1 -6 F B 0 1 F 0 1 -6 E 7 4 1 F 0 1 -6 D 3 8 1 F 0 1 -6 B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.