Fréttablaðið - 20.02.2018, Page 15

Fréttablaðið - 20.02.2018, Page 15
Good Night má nota eftir hentug- leika og getur reynst afar hjálplegt við að komast út úr þeim vítahring sem svefnleysi getur valdið.“ Hrönn Hjálmarsdóttir Svefnvandamál og svefnleysi getur þó átt sér dýpri rætur en svo að þetta hjálpi og þá er um að gera að leita til fagaðila sem sérhæfa sig í þessu. Góður svefn er undirstaða góðrar heilsu en um það bil þriðjungi mannsævinnar er varið í svefn. Þó svo að um tíma- bundið svefnleysi sé að ræða, getur það valdið vanlíðan og þreytu á daginn og haft mikil áhrif á dagleg störf. Við eigum erfiðara með að einbeita okkur, erum þreytt og pirruð og rökhugsun skerðist,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsu- og næringarmarkþjálfi hjá Artasan. 30% Íslendinga sofa of lítið „Algengt er að svefntruflanir komi með aldrinum og talið er að um 30% Íslendinga sofi of lítið og fái óendurnærandi svefn. Ástæðurnar eru margvíslegar og er algengt að streita, áhyggjur, kvíði, óvissa og þunglyndi valdi því að við sofum illa en ýmsir sjúkdómar, bæði líkamlegir sem og andlegir geta einnig haft bein áhrif. Ferðalög milli tímabelta og vaktavinna rugla svefninn hjá mörgum, notkun raf- tækja (lýsing frá skjáum á símum og tölvum) og svo skiptir það máli hvað við borðum, hvernig og hvenær þegar kemur að því að fá góðan nætursvefn.“ Byggingarefni melatóníns „Líkamsklukkan okkar tengist dagsbirtunni og við eðlilegar aðstæður fer líkaminn að fram- leiða svefnhormónið melatónín þegar fer að nálgast háttatíma. Þetta á að gerast á náttúrulegan hátt en hjá mörgum er eitthvað sem truflar þetta ferli, eins og t.d. það sem talið er upp hér fyrr í greininni sem og birtan og myrkrið úti,“ útskýrir Hrönn. „Þá eyðir fólk oft löngum tíma í að bylta sér í rúminu og jafnvel pirrast yfir að festa ekki svefn. Til að líkaminn framleiði svefnhormónið mela- tónín þarf m.a. að vera til staðar amínósýra sem kallast L-tryptófan. Hún fyrirfinnst í matvælum eins og t.d. eggjum, laxi, sesamfræjum, sætum kartöflum og banönum en hún er einnig eitt helsta innihalds- efni Good Nigth.“ Betra skap og minni matarlyst „L-tryptófan getur bætt svefninn og þar með heilsufar okkar. Það er einnig vert að nefna að það er líka byggingarefni serótóníns sem hefur m.a. áhrif á skapferli, almenna virkni, át og svefn. Þetta þýðir að serótónín í nægilega miklu magni getur dregið úr líkum á þunglyndi og kvíða ásamt því að það dregur úr matarlyst en þá er verið að tala um fólk sem hefur of mikla matarlyst og gengur illa að stýra áti. Eins og áður sagði þá er L-tryptófan til staðar í ákveðnum matvælum en það getur haft mikla kosti að taka það inn á bætiefna- formi líka.“ Róandi jurtir í bland „Í Good Night er þessi amínósýra, L-tryptófan, hugsuð fyrst og fremst til að hjálpa okkur að sofna og er því búið að blanda saman jurtum sem allar eru þekktar fyrir að hafa róandi og slakandi áhrif. Þetta er melissa, lindarblóm og hafrar. Að auki er blanda af B-vítamínum og magnesíum sem er gott fyrir tauga- kerfið,“ segir Hrönn. Hugum vel að svefn­ aðstæðum „Um það bil þriðjungi manns- ævinnar er varið í svefn. Gott er að koma sér upp rútínu fyrir svefninn sem miðar að því að við slökum á og gleymum aðeins amstri dagsins. Mikilvægt er að það sé ávallt ferskt og gott loft í svefnherberginu okkar og gott er að draga eins og hægt er úr rafmagnstækjanotkun ásamt því að sleppa alveg notkun á tölvum, iPad og símum rétt áður en farið er að sofa. Bæði getur rafsegulsviðið kringum tækin haft áhrif og svo er talið að bláu geisl- arnir frá skjánum leiði til minni framleiðslu á svefnhormóninu melatón íni í heil akönglinum og geti því spillt nætursvefninum. Fáum okkur frekar góða bók að lesa, hlustum á róandi tónlist eða stundum einhvers konar slökun eða íhugun frekar en að hafa sjónvarpið í gangi yfir rúminu. Gætum þess einnig að hafa hljótt í kringum okkur og dimmum her- bergið vel þegar við ætlum að fara að sofa.“ Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana. Betra skap og minni matarlyst Good Night er náttúrulegt svefnbætiefni sem hjálpar fólki að sofna og ná samfelldari svefni. Það inniheldur amínósýruna L-tryptófan, jurtir og bætiefni sem eru róandi og hafa slakandi áhrif. Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsu­ og næringarmarkþjálfi. Magnesíum flögur Frábært í baðið og fótabaðið Fyrir íþróttafólk og þá sem stunda mikla hreyfinguFyrir alla Fyrir svefninn og við fótaóeirð FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 . F e b r úa r 2 0 1 8 2 0 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 1 -8 8 6 0 1 F 0 1 -8 7 2 4 1 F 0 1 -8 5 E 8 1 F 0 1 -8 4 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 9 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.