Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 2

Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 2
Fjarskipti Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðar- línunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpa- lónssand koma mjög margir ferða- menn. Vonandi verður þetta dekk- að í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þór- hallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskipta- sjóð og fjarskiptafélögin á undan- förnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasam- bandi.“ Þórhallur segir þetta eitt af mörg- um verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægi- legt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóð- fall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslend- ingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þór- hallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrj- uðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja stað- ina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“ mikael@frettabladid.is Veður Sunnanstrekkingur eða allhvasst í dag og víða skúrir eða él, en hægari og léttir til norðaustanlands eftir hádegi. Kólnandi veður. sjá síðu 50 Fyrsta skóflustungan Fyrstu skóflustungurnar að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag, sem ASÍ og BSRB stofnuðu, byggir voru teknar í Spönginni í gær. Reiknað er með því að um 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá félaginu í lok árs. Þau Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Björn Traustason, framkvæmda- stjóri Bjargs, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungurnar. Fréttablaðið/Eyþór Rafvirkjar LED tunnuljós Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlaga u ljósið að þínum þörfum með Appi Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitt- hvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. Dritvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði er einn margra vinsælla ferðamannastaða á umræddu svæði þar sem símasamband og tetra-samband næst ekki. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar Ólöf Páls- dóttir, mynd- höggvari og heiðursfélagi í Konunglega breska mynd- höggvarafélag- inu, lést á miðviku- dag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Ólöf fæddist í Reykjavík 14. apríl 1920. Hún nam við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árin 1949-1955. Hún útskráðist þaðan með gull- verðlaun fyrir verk sitt „Sonur“ sem stendur nú í Hljómskála- garðinum. Ólöf kvæntist Sigurði Bjarna- syni frá Vigur, fyrrverandi alþingismanni, ritstjóra og síðar sendiherra. Þau hjón eignuðust saman tvö börn, Hildi Helgu og Ólaf Pál. Ólöf Pálsdóttir listakona látin samFélag Tveir blaðamenn Frétta- blaðsins eru tilnefndir til Blaða- mannaverðlauna ársins 2017, þeir Hörður Ægisson, ritstjóri Markað- arins, og Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarritstjóri. Tilnefningarnar voru kunngjörðar í gærkvöld. Hörður er tilnefndur í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um viðskipti með hlutafé í Arion banka og áhrif kaupa vogunarsjóða í bankanum. Kjartan Hreinn er tilnefndur í flokknum Umfjöllun ársins fyrir umfjöllun um CRISPR/Cas9-erfðatæknina og hvernig íslenskir vísindamenn beita henni til að þróa lyf. Blaðamenn Kjarnans eru til- nefndir til Blaðamannaverðlauna fyrir umfjöllun um tillögur dóms- málaráðherra til Alþingis um skipan í stöður dómara við Landsrétt. Til sömu verðlauna er ritstjórn Stundarinnar tilnefnd og þá fyrir umfjöllun um uppreist æru kyn- ferðisbrotamanna og áhrif þess á fórnarlömb mannanna. Sigríður Hagalín er jafnframt til- nefnd fyrir hönd RÚV fyrir umfjöll- un um konur sem fengur mótmæl- endur fyrir utan heimili sín í kjölfar hruns. Blaðamannaverðlaunin verða veitt í fimmtánda skipti þann 3. mars næstkomandi. – þea Fréttablaðið með tvær tilnefningar Verðlaunin verða afhent 3. mars. 2 4 . F e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 C -F 5 D 8 1 F 0 C -F 4 9 C 1 F 0 C -F 3 6 0 1 F 0 C -F 2 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.