Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 4

Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK TORFÆRUÚTGÁFAN AF ÞESSUM FRÁBÆRA JEPPA ® Quadra-DriveTM fjórhjóladrif, driflæsing að aftan, loftpúðafjöðrun, 18” álfelgur, grófari dekk, 8,4” snertiskjár, lykillaust aðgengi og ræsing, rafdrifin sport sæti frammi í með hita og kælingu, leður/rúskinsáklæði, rafdrifinn afturhleri, Bi-Xenon og LED framljós, bakkmyndavél, hiti í stýrishjóli, íslenskt leiðsögukerfi, hlífðarplötur undir vél, kössum og eldsneytistönkum o.fl. DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING HÁTT OG LÁGT DRIF TRAILHAWK VERÐ FRÁ: 10.490.000 KR. Grand Cherokee Laredo verð frá: 8.990.000 kr. Þrjú í fréttum Efasemdir, brotthvarf og myndlist Tölur vikunnar 18.02.2018 Til 24.02.2018 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagði að gera þyrfti athuga- semdir við greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum þótt sýknu væri krafist. Ragnar benti á að dregið væri í efa í greinargerðinni að dómfelldir væru í raun saklausir. Lagði Ragnar áherslu á að mál- flutningur yrði í Hæstarétti. For- sendur dómsins gætu skipt máli vegna mögulegra bótakrafna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði tölur um brotthvarf úr framhaldsskól- um gefa tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í skólunum. Hún ynni nú með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í málinu. Síðastliðna haustönn hætti 141 nemandi vegna andlegra veikinda en í heildina hættu 750 í framhaldsskóla í haust. Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður var valinn mynd- listarmaður ársins fyrir sýninguna Inn- ljós, í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Var þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin voru veitt. Auður Lóa Guðnadóttir hlaut hvatningarverðlaun ársins. 570 einstaklingar voru í janú- ar á biðlista eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog. Í ágúst síðastliðnum biðu 445 eftir innlögn. 154 milljarða hafa bankarnir greitt í arð frá árinu 2016. Stjórnir bankanna hafa lagt til að greiddir verði 53,4 milljarðar króna í arð á þessu ári. 71,2 milljónir voru laun og árangurs- tengdar greiðslur til Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, í fyrra. Hækkuðu þær um 5,9 milljónir, eða ríflega níu pró- sent, milli ára. 4 prósenta atvinnuleysi var í janúar. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnu- markaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátt- töku. 2,9 prósenta aukningu landsfram- leiðslu er spáð á þessu ári og verður hún að miklu leyti drifin áfram af vexti einkaneyslu samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Íbúða- fjárfesting vex um 19 prósent og opinber fjárfesting um nærri 12 prósent. 72,5 prósent stuðnings- manna Sjálfstæðis- flokksins vilja að Sigríður Andersen dómsmála- ráðherra segi af sér embætti samkvæmt könnun sem gerð var í samstarfi Stundarinnar og Maskínu. kr umhverfismál „Mér ber, samkvæmt stjórnsýslulögum, að meta hæfi mitt og ég hef metið það sem svo að mér beri að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana í þessum málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrands- son umhverfisráðherra um flutning tiltekinna mála sem tengjast Land- vernd af hans borði og til heilbrigðis- ráðherra. Málið var kynnt í ríkisstjórn í gær og gerð tillaga þessa efnis til for- seta Íslands. „Ég tók ákvörðunina eftir að hafa fengið ráðgjöf í mínu ráðuneyti um að það séu þarna nokkur mál sem tengj- ast erindum sem bárust ráðuneytinu á meðan ég var framkvæmdastjóri Landverndar og ég geti ekki tekið ákvarðir um.“ Aðspurður um hæfi hans í öðrum málaflokkum, sem Landvernd hefur beitt sér í undanfarin misseri, segist hann munu taka afstöðu til hæfis síns í hverju máli fyrir sig. „Ef vafi leikur á hæfi, þá verður auðvitað farið í gegnum það ferli og tekin afstaða til þess, líkt og var í þessu tilviki.“ Aðspurður um feril þeirra mála sem flust hafa til heilbrigðisráðherra vísar Guðmundur á skrifstofustjóra í ráðuneytinu þar sem málin séu ekki í hans höndum. „Sérfræðingar ráðuneytisins munu vinna þessi mál og verða í sambandi við settan ráðherra vegna þeirra. Hún fer svo yfir þetta og klárar málin,“ segir Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu. Hún segir að allur gangur sé á því hvernig mál Umhverfisráðherra víkur sæti en málin unnin í ráðuneytinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra víkur sæti í málum sem varða erindi Landverndar til ráðuneytisins. Gat ekki tekið ákvarðanir sjálfur um málin. Hann var áður framkvæmdastjóri Landverndar. Málin verða unnin af sérfræðingum umhverfisráðuneytisins í samráði við heilbrigðisráðherra. n Erindi Landverndar, dags. 23. maí 2017, þar sem skortur á eftirliti Umhverfisstofnunar með fram- kvæmdum Landsnets hf. við lagningu háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka, er kærður. n Erindi Landverndar, dags. 12. september 2017, þar sem farið er fram á að umhverfis- og auð- lindaráðuneytið fjalli um lögmæti álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar. n Umsóknir Landverndar til um- hverfis- og auðlindaráðuneytis um verkefnastyrki, dags. 18.-22. nóvember 2017, ásamt umsóknum annarra aðila um styrkina. n Erindi nokkurra eigenda Reykja- hlíðar í Mývatnssveit, dags. 8. desember 2017, um fyrirhugaðar friðlýsingar á jörðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, víkur sæti í Landverndarmálum sem fara nú til heilbrigðisráðherra. FréttabLaðIð/Eyþór ✿ mál sem flytjast til heilbrigðisráðherra flytjist milli ráðuneyta vegna van- hæfis. „Það er mjög algengt að þau séu bara unnin í því ráðuneyti sem þau voru upphaflega í og það verður þannig í þessu tilviki. Þetta er nátt- úrulega bara vegna þess að ráðherra var framkvæmdastjóri Landverndar þegar erindin komu til ráðuneytisins en hann á engra persónulegra hags- muna að gæta sjálfur,“ segir Steinunn. adalheidur@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -0 9 9 8 1 F 0 D -0 8 5 C 1 F 0 D -0 7 2 0 1 F 0 D -0 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.