Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 10

Fréttablaðið - 24.02.2018, Side 10
skipulagsmál „Þessar breytingar ganga þvert á þær forsendur sem urðu til þess að við völdum að kaupa íbúðina fyrir tveimur árum, þar sem umhverfið, lífsgæðin, birta íbúðarinnar og útsýnið til Snæfells- jökuls vógu þyngst,“ segir í mót- mælabréfi vegna fyrirhugaðrar breytingar á skipulagi Alliance- reitsins við Reykjavíkurhöfn. Fyrir liggur tillaga um að breyta skipulagi sem gert var fyrir Alliance- reitinn árið 2013.  Leyfðar verða fjórar hæðir í stað þriggja við hlið Mýrargötu 26 og byggingarmagn ofanjarðar á lóðinni er meira en tvö- faldað; verður 6.700 fermetrar í stað 3.300 fermetra. Bílakjallari minnkar úr 1.500 í 1.400 fermetra. Þá er skil- greiningu reitsins breytt þannig að gert verði ráð fyrir hótelstarfsemi. Íbúar við Mýrargötu 26, og þá þeir sem eru vestan megin í húsinu, eru  áberandi í hópi andstæðinga breytingarinnar. Er fyrrnefnd til- vitnun frá eigendum íbúðar þar, þeim Árna Möller og Signýju Páls- dóttur. „Um það bil níu metrum frá stofu- og svefnherbergisgluggum okkar munu koma íbúðir með tilheyrandi gluggum og svölum. Þetta skerðir lífsgæði okkar mjög mikið og frið- helgi einkalífsins með öllu horfin nema dregið sé fyrir glugga,“ segir einnig í bréfi Árna og Signýjar. Þau áskilja sér rétt til að krefjast bóta af borginni. Helga Bragadóttir og Jóhann Sigurjónsson segjast í sínu bréfi hafa keypt íbúð í húsinu í ágúst 2014 eftir að hafa kynnt sér nýtt aðalskipulag og gildandi deiliskipulagsáætlun. „Vegna einstaks útsýnis frá íbúð 509 og með tilliti til nýrra deili- skipulagsákvæða í næsta nágrenni var ákveðið að verja umtalsverðum fjármunum umfram þá sem greiða þurfti fyrir samskonar íbúðir á hæðum neðar, enda tryggt að ekki yrði byggt vestan íbúða á 5. hæð, sem eru hæðinni hærri en friðað Alliance hús,“ rekja Helga og Jóhann sínar aðstæður. Segja þau verðgildi eignar sinnar munu skerðast og þau áskilja sér einnig rétt til að sækja bætur. Guðmundur Þorsteinsson bendir í sínu bréfi á að nýtingarhlutfall Alli- ance-lóðarinnar muni aukast um ríflega 77 prósent. „Það er því ljóst að um meiriháttar breytingar er að ræða á byggingarmagni á umrædd- um reit og ljóst að slíkt kallar á veru- legan forsendubrest þeirra aðila sem fjárfestu í dýrum íbúðum að Mýrargötu 26,“ skrifar hann. Í bókun meirihlutaflokkanna í borgarstjórn frá í október 2017 er bent á að byggingarmagnið á reitnum verði með þessari tillögu umtalsvert minna en samkvæmt skipulagi sem hafi verið í gildi er borgin keypti reitinn á árinu 2012 Skipulagsstofnun gagnrýnir framgöngu borgarinnar. „Gögn eru misvísandi varðandi hæðafjölda nýbyggingar milli Alliance hússins og Mýrargötu 26 og viðbrögð við athugasemdum er ófullnægjandi,“ segir stofnunin í bréfi. Helstu athugasemdir sem borist hafi lúti að umtalsverðri aukningu byggingar- magns og hæð nýbygginga. Einnig séu áhyggjur af hóteluppbyggingu og fækkun bílastæða á lóð. Þá segir Skipulagsstofnun að í greinargerð og svörum borgarinn- ar við athugasemdum komi fram að meginmarkmið með breytingunni sé að styrkja stöðu Alliance-hússins og skapa stað með sterkan heildar- svip. „Telur Skipulagsstofnun að rökstyðja þurfi betur hvernig þessi útfærsla styrkir stöðu Alliance hússins og uppfyllir önnur mark- mið breytingarinnar,“ segir stofn- unin og bendir á að Minjastofnun telji áformin hafa neikvæð áhrif á Alliance-húsið. Þá telur Skipulagsstofnun að svör borgarinnar  við athugasemdum varðandi nýbygginguna milli Alli- ance-hússins og Mýrargötu 26 séu ekki rétt hvað varðar hæðafjölda. Húsið sé fjórar hæðir en ekki þrjár eins og komi fram í uppdrætti. „Í svörum við athugasemdum er ýmist sagt að húsið sé þrjár hæðir eða þrjár hæðir séð frá Mýrargötu og aðeins sé verið að breyta formi þess.“ Eigendur fasteigna við Granda- garð 1-13 gagnrýna áformin harð- lega af ýmsum ástæðum: „Leggjumst við allir sem einn gegn þeim tillög- um sem fyrir liggja um uppbyggingu Alliance reitsins.“ gar@frettabladid.is Bætur fyrir útsýni yfir hafið og Snæfellsjökul Eigendur íbúða á Mýrargötu 26 mótmæla harðlega tillögu vegna nýrra bygginga vestan við húsið og boða skaðabótakröfur á hendur borginni. Skipulagsstofnun segir borgina gefa misvísandi myndir af hæð nýbyggingar í kynningargögnum. AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR 2018 Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn að Borgartúni 30, 2. hæð til hægri, laugardaginn 17. mars kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kjör nýrra stjórnarmanna, umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. www.gedhjalp.is Auglýst eftir framboðum til kirkjuþings Á grundvelli 11. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017 auglýsir kjörstjórn þjóðkirkjunnar eftir framboðum til kirkjuþings. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn. Kjörgengur til kirkjuþings er: a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr. starfsreglna nr. 1075/2017 b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri. Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl 2018. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 15. mars 2018. Tilkynningu um framboð skal senda til biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið kirkjan@kirkjan.is Kjörstjórn getur óskað eftir að sá sem hyggst bjóða sig fram, framvísi staðfestingu er sýni kjörgengi hans. Ef ekki berast nægilega mörg framboð, sbr. 11. gr. starfsreglan um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, skal kjörstjórn svo fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart. Skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk., ásamt samþykki hlutaðeigandi. Kosningarnar verða rafrænar og standa frá kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí s.á. Verða kosningarnar auglýstar sérstaklega síðar. Fyrir hönd kjörstjórnar Hjördís Stefánsdóttir, formaður Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2018 Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vogar. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Í ár verða eftirtaldar ferðir í boði: Sumarævintýri í Alsace í Frakklandi .............27. maí – 3. júní Haustgleði í Prag í Tékklandi ...........................5. – 9. október Aðventuferð til Wiesbaden í Þýskalandi ..............................29. nóvember – 2. desember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 26. febrúar - 7. mars. Svanhvít Jónsdóttir ......565 3708 Ína D. Jónsdóttir............421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir ...422 7174 Valdís Ólafsdóttir...........566 6635 Sigrún Jörundsdóttir ....565 6551 Hér sést hvernig nýbyggingar eiga að rísa vestan Mýrargötu 26 og nánast um- lykja Alliance-húsið á þrjá vegu. Eigendur Mýrargötu 26 mótmæla tillögunni. Rúmlega fjörutíu ára bygging sem lengi hýsti verslun Ellingsen norðan Alliance-hússins á að hverfa. FRéttAblAðið/ERniR Í svörum við athuga- semdum er ýmist sagt að húsið sé þrjár hæðir eða þrjár hæðir séð frá Mýrargötu og aðeins sé verið að breyta formi þess. Skipulagsstofnun 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -2 C 2 8 1 F 0 D -2 A E C 1 F 0 D -2 9 B 0 1 F 0 D -2 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.