Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 12

Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 12
Fundur verður haldinn til að kynna ferðir ársins 2018 á Hótel Natura (Loftleiðahótelinu) Þriðjudaginn 27. febr. 2018 kl. 19:30 Kaffiveitingar, verð kr. 3.190,- Upplýsingar um ferðir ársins 2018 er hægt að finna á http://orlofrvk.123.is/ Hægt er að nálgast upplýsingar og bækling á skrifstofunni að Hverfisgötu 69, á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, milli klukkan 16:00 til 17:30, í mars og apríl 2018 og í síma 551-2617/864-2617 á sama tíma. ,,Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Nefndin Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Fræ Styrkir til frumkvöðla Fræ er fyrir frumkvöðla með hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni. Nánari upplýsingar eru á tths.is Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2018 Bakkalárnám 9. apríl Arkitektúr Fatahönnun Grafísk hönnun Vöruhönnun Myndlist Sviðshöfundabraut Hljóðfæri / Söngur Hljóðfærakennaranám Rytmískt kennaranám Kirkjutónlist Skapandi tónlistarmiðlun Tónsmíðar / Nýmiðlar Upplýsingar um umsóknar- og inntökuferli má finna á lhi.is Alþjóðlegt meistaranám 30. apríl Meistaranám í sviðslistum Meistaranám í hönnun Meistaranám í myndlist Meistaranám í tónsmíðum Sköpun, miðlun og frum- kvöðlastarf (NAIP) Meistaranám 11. maí Meistaranám í listkennslu (diplóma og aðfaranám) Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu MEÐ SKAPANDI HUGSUN BREYTUM VIÐ … OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Save the Children á Íslandi Sýrland „Ég er að bíða eftir að sonur minn deyi. Þá verður hann allavega laus við sársaukann. Ég var bara að reyna að baka brauð fyrir hann þegar þakið á húsinu okkar hrundi. Hann er að fara beint til himna. Það er að minnsta kosti matur á himnum.“ Þetta sagði móðir sjúklings í myndbandi sem BBC birti í gær en miðillinn fylgd- ist með störfum læknisins Amani Balour í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Árásir bandamanna Bashars al- Assad, forseta Sýrlands, á Austur- Ghouta héldu áfram í gær og hafa nú að minnsta kosti 462 farist eftir að Assad-liðar settu aukinn þunga í sókn sína á sunnudaginn. Stór hluti hinna látnu var á barnsaldri. Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnar- manna nærri höfuðborginni Damaskus og er umkringt yfirráða- svæðum stjórnarliða. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta þar sem hjálpar- samtök segja að matur, vatn, lyf og aðrar nauðsynjavörur séu á þrotum. Á annan tug sjúkrahúsa hafa orðið fyrir sprengjum svo illa geng- ur að koma særðum undir læknis- hendur. Samtökin Læknar án landa- mæra sögðu í yfirlýsingu í gær að árásir stjórnarliða kæmu í veg fyrir að samtökin gætu aðstoðað íbúa. Blóðbankinn væri tómur, sýklalyf og deyfilyf ekki til. Til stóð að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gengi til atkvæðagreiðslu í gær um ályktun um vopnahlé í Sýr- landi en henni var frestað til dagsins í dag að því er Al Jazeera greinir frá. Í drögunum, sem Kúveit og Sví- þjóð lögðu fram, er kveðið á um þrjátíu daga vopnahlé í öllu Sýr- landi sem myndi hefjast þremur sólarhringum eftir samþykkt álykt- unarinnar. Tveimur sólarhringum eftir það myndu hjálparsamtök Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Linnulausar árásir Assad-liða á Austur-Ghouta halda áfram. Tala látinna hækk- ar. Öryggisráðið átti að greiða atkvæði um vopnahlé í gær. Atkvæðagreiðslunni frestað ítrekað. Rússar sakaðir um að tefja svo árásir á svæðið geti haldið áfram. Börn fá aðhlynningu á bráðabirgðasjúkrahúsi í Austur-Ghouta eftir árásir Assad-liða. FréttABlAðið/EPA flytja nauðsynjar til íbúa og flytja særða á brott. Enn fremur segir í drögunum að 5,6 milljónir Sýr- lendinga þurfi aðstoð. Einnig er kveðið á um að vopnahléið nái ekki til hryðju- verkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og al-Nusra, fyrrverandi bandamanna al-Kaída. Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, vilja ganga lengra og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands,  að útiloka þyrfti samtök sem ynnu með þeim fyrr- nefndum samtökum og þeim sem hefðu skotið á Damaskus. Fyrri vopnahlé hafa sjaldan borið mikinn árangur, að því er kemur fram í umfjöllun Reuters. Viðræður Rússa við önnur ríki sem eiga sæti í ráðinu voru ástæða frestunarinnar. Sagði Mansour Ayyad al-Otaibi, sendiherra Kúveits, við Reuters í gær að unnið væri enn að nokkrum greinum. Kröfu Rússa er hægt að túlka þannig að þeir vilji að tvær stærstu fylkingar uppreisnarmanna í Aust- ur-Ghouta verði líka útilokaðar. Þær eru annars vegar Jaish al-Islam og andstæðingar þeirra í Faylaq al- Rahman. Síðarnefnda hreyfingin hefur áður barist við hlið öfgasam- takanna Hayat Tahrir al-Sham sem er undir forystu al-Nusra. „Við höfum ekki fengið það tryggt að uppreisnarmenn haldi ekki áfram að skjóta á íbúabyggðir í Damaskus,“ sagði Lavrov í yfirlýs- ingu um viðræðurnar í gær. Sagði hann að Rússar væru tilbúnir að samþykkja drögin en ekki í óbreyttri mynd. „Til þess að ályktunin beri árangur leggjum við til breytingar sem myndu tryggja raunverulegt vopnahlé. Tillögur okkar krefjast ákveðinna trygginga frá þeim sem eru innan Austur-Ghouta jafnt sem utan,“ sagði Lavrov. Vesturveldunum í öryggisráðinu þótti lítið til um málflutning Rússa. Ef marka má frétt BBC grunar vest- urveldin að Rússar hafi einfaldlega verið að reyna að tefja ferlið svo stjórnarherinn gæti unnið fulln- aðarsigur og tekið Austur- Ghouta af uppreisnarmönnum. Kölluðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland eftir því að ályktunin yrði samþykkt tafarlaust. thorgnyr@frettabladid.is 462 hið minnsta hafa farist í Austur-Ghouta frá því að sókn Assad-liða þyngdist á sunnudag. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -1 8 6 8 1 F 0 D -1 7 2 C 1 F 0 D -1 5 F 0 1 F 0 D -1 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.