Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 16

Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningar- sjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einok- unarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Létt- mjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest. Aldalöng hefð Í Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkams- meiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englending- ar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við. Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjöl- menningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúar- brögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna? Heilagur réttur Pistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfir- skriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frum- varpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúar- brögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orða- gjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn. Ef ég slæ Kára Stefánsson kinnhest … Því miður virðist sem lenska hafi verið meðal þingmanna að misnota tómlæti starfsmanna þingsins þegar kemur að eftirliti með endur- greiðslu á útlögðum kostnaði. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi Fljótshlíð, föstudaginn 23. mars 2018 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 22. febrúar 2018. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Forseti Alþingis hefur tilkynnt að breytingar séu í vændum á reglum um þingfarar-kostnað. Héðan í frá verði akstur á eigin bíl bundinn við fimmtán þúsund kílómetra og reglur um bílaleigubíla skýrðar. Loks verði kröfur um staðfestingargögn vegna aksturs hertar. Síðast en ekki síst var tilkynnt að þingmönnum bæri framvegis að skila mánaðarlegu yfirliti um þing- fararkostnað og að slík yfirlit yrðu öllum aðgengileg á netinu. Birtingarskyldan skal vera afturvirk og gilda frá 1. janúar síðastliðnum. Ástæða er til að hrósa þinginu fyrir skjót og fumlaus viðbrögð. Hins vegar hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna miðað sé við 1. janúar 2018 en ekki farið lengra aftur í tímann. Er hugsunin að gefa þingmönn- um tækifæri til að bæta ráð sitt og slá striki yfir for- tíðina? Gömlum syndum eigi einfaldlega að gleyma? Auðvitað er þetta ekki fullnægjandi. Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson rukkaði skattgreiðend- ur á síðasta ári um 2,5 milljónum króna hærri upphæð en sem nemur áætluðum rekstrarkostnaði bíls hans á einu ári. Þótt Ásmundur hafi verið efstur á blaði voru allnokkrir með háar upphæðir. Tíu akstursglöðustu þingmennirnir rukkuðu um 29 milljónir króna. Sömuleiðis hafa komið fram upp- lýsingar sem benda til þess að reglur um húsnæðis- og dvalarkostnað hafi verið misnotaðar, eða í besta falli togaðar og teygðar. Um risnu þingmanna og ráðherra er ekkert vitað. Enn hefur ekki verið upplýst að fullu hverjir eiga í hlut. Slíkt er ólíðandi fyrir þann meirihluta þing- manna sem ekkert hefur að fela. Skilaboðin út í samfélagið eru afleit. Ráðamenn þurfa ekki að mæta afleiðingum gjörða sinna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent erindi til forsætisnefndar þess efnis að rann- sakað verði hvort reglur þingsins hafi verið brotnar við endurgreiðslu á aksturspeningum. Hann vill sömuleiðis að upplýst verði hvort skrifstofa Alþingis og skrifstofustjóri hafi vanrækt að sinna eftirliti með endurgreiðslum til þingmanna. Hvort tveggja eru brýnar spurningar sem brýnt er að svara. Þegar fólk fær sjálfdæmi í eigin málum gengur það oft á lagið. Því miður virðist sem lenska hafi verið meðal þingmanna að misnota tómlæti starfsmanna þingsins þegar kemur að eftirliti með endurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Við þekkjum það frá nágrannalöndum okkar að þingmenn hafa verið sóttir til saka vegna lægri fjár- hæða en hér er teflt um. Jón Þór Ólafsson, sérfræðingur í refsirétti, hefur látið hafa það eftir sér að röng skráning í akstursbók geti talist til fjársvika. Sama gildir væntanlega um annan kostnað sem fæst endurgreiddur á fölskum forsendum. Þingið hefur nú sýnt vilja til að breyta verklagi sínu til batnaðar. Ef eyða á grunsemdum að fullu þarf að ganga enn lengra. Ráðamenn eiga ekki að vera hafnir yfir lögin. Ekki nóg 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 C -F 0 E 8 1 F 0 C -E F A C 1 F 0 C -E E 7 0 1 F 0 C -E D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.