Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 38
Þetta er leikur en líka leið til að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan fötin sem við kaupum koma, hvað verður um þau þegar við erum hætt að nota þau og hver býr til fötin okkar. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Endurvinnsla og endurnýting á fötum er Helgu Björgu Kjerúlf og Höllu Hákonardóttur hug- leikin en þær reka saman lista- og hönnunarstúdíóið USEE STUDIO. „Á tískuvinnustofunni í dag ætlum við að mála föt, tússa á föt, klippa þau í sundur og setja saman aftur, taka t.d. tvo jakka og búa til nýjan jakka úr þeim. Þetta er leikur en líka leið til að vekja fólk til umhugs- unar um hvaðan fötin sem við kaupum koma, hvað verður um þau þegar við erum hætt að nota þau og hver býr til fötin okkar. Svo má líka hugleiða hvort við þurfum öll að eiga eins mikið af fötum og raun ber vitni,“ segir Helga Björg sem er arkitekt að mennt. Halla er fatahönnuður og þær hafa starfað saman við hönnun í þrjú ár. Tísku- vinnustofan er samstarfsverkefni þeirra, Reykjavik Dans Festival og Listasafns Reykjavíkur. Sængurföt verða að skyrtu „Í dag ætlum við að hanna fatalínu í samstarfi við Sorpu sem heitir ON BRAND og er skírskotun í merkja- fatnað. Hver kannast ekki við að einn bolur með einhverri áletrun kemst í tísku svo úr verður hálf- gerð múgæsing og allir vilja eiga þennan bol? Okkur finnst áhuga- vert að velta því upp hvað það er sem skapar svona spennu fyrir ákveðinni flík,“ segir Helga Björg en þær ætla einnig að skoða hvað hægt er að gera við gömul sængurföt. „Margir setja sængurfatnað beint í endurvinnslu en oft er um að ræða vandaðan textíl sem nota má á nýjan hátt. Við Halla höfum t.d. oft saumað fínustu skyrtur og buxur úr gömlum sængurfötum með góðum árangri.“ ON BRAND línan verður svo sýnd á viðburði sem Reykjavik Dans Festival stendur fyrir 11. mars. Vaknaði fyrir þremur árum Þegar Helga Björg er spurð hvort fólk spái almennt meira í hvaðan föt sem það kaupir koma og hvað verður úr þeim segist hún vera viss um að svo sé. „Sjálf vaknaði ég fyrir um þremur árum þegar við Halla fórum að skiptast á hugmyndum. Þá var ég að vísu ekki eins róttæk í þessum efnum og ég er núna. Eftir að ég skoðaði upplýsingar um hversu margir fatagámar frá Sorpu eru sendir til útlanda á degi hverjum og hversu mikið af fötum er notað í landfyllingar get ég ekki snúið til baka. Það má heldur ekki gleyma fólkinu sem býr til fötin okkar en það vinnur oftar en ekki við hræðilegar aðstæður og svo enda þessi föt kannski bara á rusla- haug. Tíðarandinn hefur líka breyst og við lifum á tímum þar sem fólk hugsar meira um umhverfið og um leið náungann. Við sjáum þetta líka í stefnum eins og „slow living“og „slow cooking“. Ég kaupi mér heldur vönduð föt sem nýtast lengi og versla við búðir með notaðan fatnað. Þar má finna alls konar gim- steina,“ segir Helga Björg. Fylgjast má með Helgu Björgu og Höllu á heimasíðunni usee.is og á instagram @useestudio. Klippa, mála og lita föt Eftir að Helga Björg skoðaði upplýsingar um hversu margir fatagámar frá Sorpu eru sendir til útlanda á degi hverjum og hversu mikið af fötum er notað í landfyllingar ákvað hún að leggja sitt af mörkum til umhverfismála. MYND/EYÞÓR Helga Björg Kjerúlf og Halla Hákonar- dóttir verða með tískuvinnustofu fyrir ungmenni í dag þar sem endurvinnsla og endurnýting á fötum er í brenni- depli. Afraksturinn verður til sýnis á Reykjavík Dance Festival 11. mars. sérblað Fréttablaðsins kemur út miðvikudaginn 7. mars nk. Unnið að hluta í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Fyrirtækjum og stofnunum gefst færi á kynna sína stefnu og aðgerðir þegar kemur að samfélagsábyrgð. Svo sem á sviði loftslags og umhverfismála, samfélagsþátttöku, jafnréttismál, starfsumhverfis, vinnuvernd og stjórnunar og viðskiptahátta. Upplýsingar veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi. Sími: 512 5433. Netfang: olafurh@frettabladid.is. Tryggðu þínu fyrirtæki gott pláss í langmest lesna dagblaði landsins. Kynningarumfjöllun, viðtal eða hefbundin auglýsing í boði. Samfélagsábyrgð fyrirtækja 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . F E B R úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -6 C 5 8 1 F 0 D -6 B 1 C 1 F 0 D -6 9 E 0 1 F 0 D -6 8 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.