Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 46

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 46
Rafvirki óskast Óskum eftir að ráða rafvirkja til starfa eða mann vanan raflagnavinnu til starfa á starfstöð Tengils ehf í Reykjavík.Tengill ehf er öflugt rafverktakafyrirtæki með starfstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga. Vinsamlega sendið fyrirspurn eða umsókn á netfangið gisli@tengillehf.is fyrir 15. mars. Sumarstörf hjá Ísafjarðarbæ 2018 Íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar - Sundlaugarverðir og vallarstarfsmaður Íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar auglýsa eftir sundlaugar- vörðum í sumarstörf við sundlaugarnar á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Jafnframt er auglýst eftir öflugum starfsmanni á vallarsvæðið á Ísafirði. Æskilegast er að sundlaugarverðir geti hafið störf í lok maí 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% störf í vaktavinnu. Vallarstarfsmaður hefur störf 1. maí 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Starfstími er til loka ágústmánaðar 2018. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar – Yfirflokkstjóri Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir yfirflokkstjóra. Vinnuskólinn er útiskóli sem í sumar hefur aðsetur í Fjarðar- stræti og Sundhöllinni, Austurvegi 9. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% starf til þriggja mánaða. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar - Almennur flokkstjóri Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar er útiskóli þar sem starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða umhverfið í Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir ábyrgðarfullum flokkstjórum til starfa á Ísafirði og Þingeyri. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% störf til þriggja mánaða. Starfsmenn í garðyrkjudeild Ísafjarðarbæjar Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir starfsmönnum til sumarstarfa í garðyrkjudeild. Um er að ræða 100% störf við skemmtilega útivinnu á tímabilinu 14. maí til 17. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar - Sumarstarfsmenn Auglýst er eftir fjórum sumarstarfsmönnum við hin ýmsu störf hjá Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar (áhaldahúsi). Leitað er eftir starfsfólki 18 ára og eldra sem hefur áhuga á útivinnu. Starfstímabil er 14. maí til 17. ágúst og er vinnutími milli kl. 07.20 - 17.00 virka daga, nema til hádegis á föstudögum. Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar - Sumarstarfsmenn Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar óskar eftir sumarstarfsmönn- um í blönduð störf við málefni fatlaðra og aldraðra. Störfin sem um ræðir eru störf við heimaþjónustu (frekari liðveisla, félagsleg heimaþjónusta), hæfingu, sólarhringsþjónustu og sumarþjónustu við fötluð börn. Um er að ræða vaktavinnu þar sem starfshlutfall er 40-100%. Starfstímabil er frá 20. maí til loka ágúst. Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitar- félaga við VerkVest/FOSVest. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 11. mars 2018. Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðarbæ- jar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. -Við þjónum með gleði til gagns- ÍSAFJARÐARBÆR Skipulagsfulltrúi óskast til starfa Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita. Að embættinu standa sveitarfélögin Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. Aðsetur skipulagsfulltrúa er að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd áðurnefndra sveitarfélaga. Hann hefur umsjón með skipulagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Starfssvið: • Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum. • Útgáfa framkvæmdaleyfa. • Leiðbeiningar til sveitarfélaganna um skipulagsmál. • Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála. Menntun og hæfniskröfur: • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. • Umsækjandi skal uppfylla menntunar og hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. • Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði. • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg. • Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. Á starfsvæði embættisins er mikil fjölbreytni, þéttbýli, landbúnaður, sumarhús, dreifbýli og virkjanir. Íbúafjöldi svæðisins er um 3.950. Heildar flatarmál u.þ.b. 11.000 ferkílómetrar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er framlengdur til 11. mars og eiga umsóknir að berast á netfangið umsokn@gogg.is Frekari upplýsingar veitir formaður skipulagsnefndar Gunnar Þorgeirsson í síma 892-7309 eða á netfangið gunnar@gogg.is www.ruv.is Fréttamenn í sumarstörf Fréttastofa Fréttastofa RÚV leitar að öflugu sumarafleysingafólki í 100% störf á vöktum. Störfin felast í að afla frétta á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, í útvarp, sjónvarp og á rúv.is. Við leitum að metnaðarfullu og sjálfstæðu fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem á auðvelt með að vinna í hópi, hefur góða framsögn og er vel ritfært. Umsóknarfrestur er til 6. mars. Verkefnastjóri þjónustu fyrir útlendinga Málfar og aðgengi Við auglýsum eftir verkefnastjóra í fullt starf við að leiða nýja þjónustu við landsmenn með annað móðurmál en íslensku þvert á miðla. Jafnframt hefur verkefnastjórinn umsjón með miðlun efnis á ensku á vef og auknu aðgengi að efni í dagskrá RÚV. Þjónustan er í samræmi við stefnu RÚV til 2021. Umsóknarfrestur er til 12. mars. Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf. RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. Við leitum að liðsauka 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 4 . f e b R úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 8 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -4 E B 8 1 F 0 D -4 D 7 C 1 F 0 D -4 C 4 0 1 F 0 D -4 B 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.