Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 16.03.2018, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Það er rétt tæplega ár síðan vestfirski dúettinn Between Mountains vann Músíktil­ raunir og hefur árið verið bæði viðburðaríkt og skemmtilegt hjá þeim Kötlu Vigdísi Vernharðs­ dóttur og Ásrósu Helgu Guðmunds­ dóttur sem skipa sveitina. Í lok janúar gáfu þær út lagið Into the Dark sem trónar um þessar mundir á toppi vinsældalista Rásar 2 og fyrr í vikunni hlutu þær verðlaun sem bjartasta vonin í poppi, rokki, rappi og raftónlist á Íslensku tónlistar­ verðlaununum. Sannarlega mikil umskipti á stuttum tíma hjá þeim en Ásrós varð nýlega sautján ára og Katla verður sextán ára í sumar. „Okkur þótti ótrúlega vænt um að hafa verið tilnefndar sem bjartasta vonin og það var mikill heiður út af fyrir sig. Við höfðum engar sérstakar væntingar um sigur enda voru svo ótrúlega flottir listamenn tilnefndir með okkur. Því var svo frábært að vinna verðlaunin og ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki að þakka öllum, t.d. Hildu vinkonu minni sem hefur verið mér mikill andlegur stuðningur. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og það var mjög gaman að spjalla við annað fólk í bransanum og mynda tengslanet,“ segir Katla. Nýja lagið slær í gegn Góðar viðtökur nýja lagsins, Into the Dark, komu þeim skemmti­ lega á óvart og segjast þær báðar vera í skýjunum. „Okkur datt ekki í hug að lagið myndi ná þessum vinsældum. Katla samdi lagið í febrúar í fyrra og hefur það verið að breytast og mótast þangað til við tókum það upp í Sundlauginni í haust. Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka upp tónlistar­ myndband og fengum við Hauk Björgvinsson til að leikstýra því, Chanel Björk pródúseraði og Katr­ ín Gunnarsdóttir samdi alla dansa. Við tókum það upp í nóvember og stóðu tökur yfir eina helgi. Það má segja að þetta hafi verið nokkurs konar samfélagsverkefni þar sem ótrúlega margt fólk kom að gerð myndbandsins og hjálpaði okkur að gera þetta að veruleika,“ bætir Ásrós við en myndbandið var tekið upp á Ísaf irði, Suðureyri, í Bol­ ungar vík og við Óshlíð og þar má m.a. sjá fjöl skyldumeðlimi og vini stúlkn anna. Nýtt efni á leiðinni Ásrós og Katla hafa verið mikið á ferðinni undanfarið ár og segja líf sitt hafa gjörbreyst. Sveitin hélt m.a. tónleika í Þýskalandi og Frakklandi á vegum Hins hússins og kom fram á Iceland Airwaves í nóvember þar sem þær segjast hafa fengið frábær viðbrögð. Tónleikarnir vöktu m.a. athygli tónlistartímaritsins Rolling Stone sem sagði hljómsveitina eina af þeim áhugaverðustu á hátíðinni það árið. Næstu mánuðir verða líka annasamir hjá þeim. „Við verðum á heimavelli um páskana þegar við spilum á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og nýlega var tilkynnt að við munum koma fram á Secret Solstice í Laugardalnum í júní. Vonandi fáum við svo að koma fram aftur á Iceland Airwaves næsta vetur.“ Aðspurðar hvort fleiri ný lög verði gefin út í bráð segja þær nýtt efni á leiðinni. „Við erum þó ekki með nein plön um að gefa út plötu eins og er en við erum á fullu að æfa nýtt sett og ætlum að stækka hljóðheiminn í bandinu aðeins.“ Þær lýsa tónlist sinni sem melód­ ísku indí krúttpoppi. „Helstu áhrifavaldar okkar eru Eivør, Sóley, Alice Merton, The Smiths, First Aid Kit og Florence and the Machine. Annars höfum við báðar fjölbreyttan tónlistarsmekk og hlustum á ólíkar tónlistarstefnur.“ Skjótur frami Það var í febrúar á síðasta ári sem þær hófu að spila saman og stuttu síðar tóku þær þátt í Samvest, undankeppni söngvakeppninnar Samfés, og sigruðu hana. „Í kjöl­ farið stakk Katla upp á því að við myndum taka þátt í Músíktil­ raunum líka. Við bjuggumst alls ekki við sigri þar enda áttum við ekki einu sinni von á því að komast í úrslitin. Bara að komast þangað var sigur fyrir okkur,“ segir Ásrós. Mikil umræða hefur skapast um stöðu kvenna innan tónlistar­ senunnar undanfarið en hvernig skyldu þær upplifa hana? Katla segist ekki hafa fundið fyrir mikilli mismunun en segist þó alltaf með það í huga að kynjamisréttið sé enn til staðar og mikilvægt sé að vera vakandi fyrir því. „Ég hef alltaf haft sterkar fyrirmyndir í tónlistinni, t.d. konur sem eru að skapa og „meika það“. Það skipti mig miklu máli sem stelpa að hafa konur til að líta upp til af því að maður tengdi miklu meira við þær. Það er fyrirmyndum eins og Eivøru, Láru Rúnars, Sóleyju og Hildi að þakka að ég er á þessum stað í dag.“ Ásrós er á svipuðum nótum. „Ég hef ekki orðið vör við mismunun kvenna í bransanum en að vísu viðgengst kynjamisrétti enn þann dag í dag og er ég því mjög vakandi fyrir því.“ Frábært fyrir vestan Á meðan Katla og Ásrós eru ekki að sinna Between Mountains stunda þær nám við Menntaskólann á Ísa­ firði auk þess sem þær eru báðar í tónlistarnámi við Tónlistarskólann á Ísafirði. Þær koma einnig að upp­ setningu Konungs ljónanna með leikfélaginu í Menntaskólanum auk þess sem Katla æfir blak með Vestra. Katla segir frábært að búa fyrir vestan og það sé í raun ein mesta gjöf sem hún hafi fengið. „Fólkið í bænum styður mann á fullu og allir vilja gera allt til þess að koma okkur á framfæri. Það er ekki á mörgum öðrum stöðum sem hægt er að finna svona þétt og heilsteypt sam­ félag þar sem að allt þorpið hjálpast að við að „ala“ börnin upp.“ Á að vera gaman Þær segjast ætla að halda samstarfi áfram á meðan þær hafi gaman af en það sé einmitt það sem þetta eigi að snúast um; að hafa gaman af því sem maður gerir, vera trúr sjálfum sér og sínum skoðunum. Katla ætlar að mennta sig frekar á tónlistarsviðinu og starfa við tónlist til frambúðar að eigin sögn. Ásrós segist líka ætla að vera við­ loðandi tónlist með einum eða öðrum hætti í framtíðinni. „Þó langar mig mikið til að fara í lýðhá­ skóla í Noregi eða Danmörku áður en ég fer í frekara tónlistarnám, t.d. í leiklistarnám eða eitthvert annað akademískt nám.“ Fylgjast má með sveitinni á Facebook, hlusta á lögin á Spotify og horfa á myndböndin á You­ Tube­rás hljómsveitarinnar. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ „Okkur datt ekki í hug að lagið myndi ná þessum vinsældum,“ segir Ásrós Helga Guðmundsdóttir (t.v) um vinsældir nýja lagsins, Into the Dark, sem trónar nú á toppi vinsældalista Rásar 2. MYND/VALLI „Okkur þótti ótrúlega vænt um að hafa verið tilnefndar sem bjartasta vonin og það var mikill heiður út af fyrir sig. Við höfðum engar sérstakar væntingar um sigur,“ segir Katla Vigdís Vernharðsdóttir (t.h.). MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Between Mountains vann Músíktil- raunir 2017 og kom sigurinn þeim á óvart. MYND/BRYNJAR GUNNARSSON Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.690 kr.* NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMET DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU *tekið með heim – 1.990 kr. ef borðað er á staðnum. gæði... ending… ánægja. skoðaðu úrvalið á Weber.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 6 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 6 -D C 9 0 1 F 3 6 -D B 5 4 1 F 3 6 -D A 1 8 1 F 3 6 -D 8 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.