Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan- og austankaldi í dag og stöku skúrir eða él sunnan- lands, en hægari og bjartviðri norðan heiða. Víða frostlaust að deginum. sjá síðu 18 Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Ruslið á víð og dreif á Ægisíðunni Rusl úr fráveitukerfi Veitna lá á víð og dreif meðfram Ægisíðunni um helgina. „Allt krökkt af klósettpappír og dömubindum og börn þar að leik,“ eins og einn Vesturbæingurinn orðaði það í fésbókarhóp íbúa. Í tilkynningu frá Veitum segir að ekki sé ljóst hversu lengi ruslið hefur legið í fjörunni en engin truflun hafi verið á starfsemi dælustöðvarinnar nýverið. Starfsmenn Veitna unnu að því að þrífa svæðið í gær. Fréttablaðið/Eyþór LögregLumáL Sunna Elvira Þorkels- dóttir kemur til Íslands í dag. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, lögmað- ur hennar, í samtali við frettabla- did.is í gær. Sunna flýgur heim með þýsku flugfélagi. Ráðgert er að hún fari í endurhæfingu á Grensásdeild. Sunna hefur legið á spítala á Spáni frá því í janúar. Hún var sett í farbann eftir að eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var hand- tekinn, grunaður um aðild að fíkni- efnainnflutningi. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom hingað til lands í janúar. Páll tjáði blaðamanni að sjúkra- flutningarnir hingað til lands hefðu verið greiddar með peningum úr söfnun sem haldin var fyrir Sunnu fyrr á þessu ári. Eftir að Sunna var sett í farbann frestaðist hins vegar koma hennar til landsins. Hún hefur legið síðustu vikur á bæklunarspít- ala í Sevilla en áður lá hún á spítala í borginni Malaga. – bsp Sunna til landsins í dag ÞÝsKALAND Lögreglan í Berlín handtók í gær sex menn sem grun- aðir voru um að ætla gera hnífaárás í borginni. Samkvæmt þýska frétta- miðlinum Die Welt höfðu hinir grunuðu tengsl við hryðjuverka- mann sem myrti 12 manns er hann ók flutningabíl inn í jólamarkað í borginni í desember árið 2016. Líklegt þykir að árásin hafi verið skipulögð í tengslum við hið árlega hálfmaraþon Berlínar sem fram fór í gær. Talsmaður lögreglu segist ekki getað slegið því föstu, en 32.000 manns tóku þátt í hlaupinu í gær. – gþs Komu í veg fyrir hnífaárás í Berlín ALÞiNgi Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði falið að tryggja aukafjárveitingar til sjúkra- stofnana SÁÁ, og að gerður verði hið fyrsta nýr þjónustusamningur milli sjúkrastofnana samtakanna og Sjúkratrygginga Íslands með það að markmiði að bregðast við vaxandi heilbrigðisvanda áfengis- og vímu- efnasjúklinga. Samkvæmt greinargerð sem SÁÁ hefur unnið er heildarkostnaður við starfsemi SÁÁ á Vogi, Vík og göngudeildum rúmir 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mis- munurinn er rúmar 517 milljónir króna. – jhh Bregðast við vanda SÁÁ inga Sæland. Fréttablaðið/Ernir íÞrÓTTir Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tíma- mót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfs- mynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugar- dalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eigin- konum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af lands- liðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmæl- inu í sunnudagskaffi á Bessastöð- um. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á. Fermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafrétta- maður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni ferm- ingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upp- hafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þor- steinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamála- ráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“ – gþs Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni Fimmtíu ár voru í gær liðin frá fyrsta sigurleik íslenska karlalandsliðsins í hand- bolta gegn því danska. Setti mikinn svip á fermingarveislur um land allt. Forseti Íslands bauð leikmönnum og eiginkonum á Bessastaði í tilefni tímamótanna. leikmönnum liðsins sem unnu hinn frækna sigur og eiginkonum þeirra var boðið til bessastaða í gær. Fremstur stendur Jón Hjaltalín. Fréttablaðið/Eyþór Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Guðjón Guðmundsson 9 . A p r í L 2 0 1 8 m á N u D A g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T A B L A ð i ð 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -3 F F 4 1 F 6 1 -3 E B 8 1 F 6 1 -3 D 7 C 1 F 6 1 -3 C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.