Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 40
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Katrín Hildur S. Thorstensen (Lilla) áður til heimils að Gullsmára 10 og Granaskjóli 9, lést á Sólvangi miðvikudaginn 28. mars. Útförin verður gerð frá Digraneskirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.00. Örn Thorstensen Guðbjörg Grétarsdóttir Ágúst Thorstensen Helga Linda Gunnarsdóttir Rikard Thorstensen Sigríður Steinunn Sigurðardóttir Ölver Thorstensen Kristín Eggertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Rögnvaldur Ólafsson Holti, Búðardal, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. apríl klukkan 13. Fjóla Benediktsdóttir Ólafur Rögnvaldsson Þóra Pétursdóttir Guðrún Á. Rögnvaldsdóttir Karl Ingason Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Einar Þ. Kristjánsson Jóhannes Rögnvaldsson Natasa Sorgic barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Friðriks Sveinssonar læknis og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar í Mosfellsbæ og til starfsfólks Miklatorgs á Hrafnistu fyrir alúðlega og kærleiksríka umönnun. Guðrún Friðriksdóttir Heimir Örn Jensson Rósa Friðriksdóttir Þorsteinn Óli Kratsch Jóhanna Friðriksdóttir Sigurður Jónsson Þóra Friðriksdóttir Guðmundur Ragnarsson Hildur Kristín Friðriksdóttir Sigurður Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústs- son. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tón- list og reynt að brjóta múra milli tónlistar- stefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjöl- sóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitt- hvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampa- vín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“ sveinn@frettabladid.is Segir 12 tóna vera meira en venjulega plötubúð Plötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Dreif- ing á tónlist hefur breyst gríðarlega á þessum tíma. Útlendingar koma hingað til lands til að fara í búðina, fá kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Dæmi um að fólk gráti þar. 1870 Deutsche Bank hefur rekstur í Berlín. 1894 James Craig kaupir Geysi af bændum í Haukadal. 1911 Þingeyrarkirkja var vígð. 1940 Þjóðverjar hernámu Danmörku og gerðu innrás í Noreg. 1942 Tveir Íslendingar og 22 Norðmenn fórust með norska skipinu Fanefeld á leið frá Bíldudal til Ísafjarðar. 1949 Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra, er í heiminn borinn. 1963 Runólfur Ágústsson, fyrr- verandi rektor Háskólans á Bif- röst, fæðist. 1967 Fyrsta Bo- eing 737 flugvélin flýgur jómfrúar- flug sitt. 1991 Georgía lýsir yfir sjálf- stæði frá Sovétríkjunum. 2002 Elísabet drottningarmóðir borin til grafar frá West- minsterklaustri. 2011 Síðari þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um Icesave- samkomulag ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga. Samkomulaginu var hafnað með 59,7% atkvæða á móti 40,1% sem vildu samþykkja það. Merkisatburðir Robert Bernard Fowler, eða Robbie Fowler eins og hann er oftast kallaður, er fæddur 9. apríl 1975 og er því 43ja ára gamall í dag. Fowler var sóknarmaður og mikill markaskorari. Fowler spilaði á árunum 1993 til 2012. Hann er þekktastur fyrir að spila hjá Liverpool og er sjötti markahæsti maðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinn- ar. Hann skoraði 183 mörk í heildina fyrir Liverpool, þar af 128 mörk í úrvalsdeild- inni. Aðdáendur Liverpool kölluðu hann Guð vegna einstakra hæfileika hans. Á alfræðivefnum Wikipedia kemur fram að Fowler hafi verið Everton- aðdáandi í bernsku. Hann byrjaði að spila með unglingaliði Liverpool árið 1991. Á 17 ára afmælisdaginn sinn árið 1992 gerði hann síðan samning við félagið. Þar með var atvinnumennskan hafin. Stan Collymore spilaði með Fowler hjá Liverpool árin 1995-1997. Hann sagði í sjálfsævisögu sinni að Fowler væri besti leikmaður sem hann hefði nokkurn tímann spilað með. Þ EttA g E R ð i St : 9 . A p R Í L 1 9 7 5 Robbie Fowler fæddist Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson reka plötubúðina 12 tóna á Skólavörðustíg. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar við- burðaríkan og tímarnir hafa breyst verulega síðan rekstur verslunarinnar hófst fyrir tveimur áratugum. FréttabLaðið/anton brink Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. 9 . a p r í l 2 0 1 8 M Á N U D a G U r16 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð tímamót 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 1 -5 3 B 4 1 F 6 1 -5 2 7 8 1 F 6 1 -5 1 3 C 1 F 6 1 -5 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.