Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 37
 MARGVERÐLAUNAÐAR HÁRVÖRUR GEGN HÁRLOSI OG HÁRÞYNNINGU Nioxin sækir áhrif sín í húðvörur. Háþróaðar meðferðir sem hver og ein inniheldur sérsniðna samsetningu virkra efna sem valin eru til þess að berjast gegn hárþynningu. Fáðu nánari upplýsingar á næstu Nioxin hársnyrtistofu. Fimleikar Íslandsmótinu í fimleik- um lauk um helgina. Á laugardaginn var keppt í fjölþraut í áhaldafim- leikum og í gær var keppt á einstök- um áhöldum. Glæsileg tilþrif sáust á fjölum Laugardalshallarinnar og umgjörðin var með besta móti. Valgarð Reinhardsson úr Gerplu átti góða helgi og getur gengið afar sáttur frá borði. Hann varð Íslands- meistari í fjölþraut og vann Íslands- meistaratitilinn á fjórum áhöldum í gær. Í fjölþrautinni hafði Valgarð betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Gerplu, Eyþór Örn Baldursson. Valgarð fékk 74,232 stig á móti 72,697 stigum Eyþórs. Stefán Ingvarsson úr Björk varð þriðji með 67,431 stig. Í gær vann Valgarð sigur á svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum. Hann end- aði svo í 2. sæti á bogahesti á eftir Arnþóri Jónassyni úr Gerplu. Annar Gerplumaður, Guðjón Bjarki Hildar- son, varð hlutskarpastur í stökki. Ólympíufarinn Irina Sazanova varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjöl- þraut. Hún fékk 50,050 stig. Liðsfélagi hennar úr Ármanni, Dominiqua Alma Belányi, varð önnur með 48,200 stig. Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðal- steinsdóttir úr Gerplu voru jafnar í 3. og 4. sæti með 48,150 stig. Vigdís Pálmadóttir varð Íslands- meistari unglinga í fjölþraut. Guðrún Edda Min Harðardóttir og Emilía Sigurjónsdóttir, einnig úr Björk, lentu í 2. og 3. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut karlamegin. Í 2. og 3. sæti urðu Jónas Ingi Þórisson, Ármanni, og Breki Snorrason, Björk. Stjarna gærdagsins í kvennaflokki var hin 15 ára Margrét Lea Kristins- dóttir úr Björk. Hún sýndi frábær til- þrif og hrósaði sigri á slá og gólfi, eða báðum áhöldunum sem hún keppti á. Margrét Lea er á sínu fyrsta ári í full- orðinsflokki. Irina varð Íslandsmeistari á tvíslá og Agnes vann sigur í stökki. ingvithor@frettabladid.is Stjarna Valgarðs skein skært í Höllinni Valgarð Reinharðsson úr Gerplu sýndi góð tilþrif í Laugardalshöllinni um helgina. FRéttabLaðið/EyþóR 4 voru áhöldin þar sem Valgarð Reinhardsson vann sigur á Íslandsmótinu í fimleikum í gær. Hann vann líka á svifrá, tvíslá, gólfi og í hringjum. Valgarð Reinhardsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafim- leikum um helgina. Hann vann einnig sigur á fjórum af þeim fimm áhöldum sem hann keppti á. Hin 15 ára Mar- grét Lea Kristinsdóttir stimplaði sig rækilega inn og vann sigur á tveimur áhöldum. S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð 13m Á N U D a G U r 9 . a p r í l 2 0 1 8 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -3 B 0 4 1 F 6 1 -3 9 C 8 1 F 6 1 -3 8 8 C 1 F 6 1 -3 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.