Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 43
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN MEÐ KODIAQ OG KAROQ. KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. ŠKODA KODIAQ 4x4 frá: 5.590.000 kr.5 ára á by rg ð fy lg ir f ól ks bí lu m H E K LU a ð up pf yl lt um á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Hildur Frænka 18:00 Doktor Proktor & Tímabaðkarið 18:00 Doktor Proktor & Prumpuduftið 18:00 Hleyptu Sól í hjartað 20:00 The Shape Of Water 20:00 Loving Vincent 22:00 The Florida Project 22:30 Loveless 22:30 Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 9. apríl 2018 Tónlist Hvað? Björk – Utopia – Aukatónleikar Hvenær? 20.00 Hvar? Háskólabíó Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu, Vulnicura, vann hún m.a. Brit-verð- launin sem besta alþjóðlega söng- konan. Hún kemur fram með 7 flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi sl. vikur. Í Háskólabíói verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma Studios. Dans- höfundur er Margrét Bjarnadóttir. Um er að ræða aukatónleika þar sem seldist upp á „aðal“ tónleikana 12. apríl. Hvað? Mánudjass Hvenær? 21.00 Hvar? Húrra, Naustunum Djassinn dunar á Húrra í tilefni mánudags. Viðburðir Hvað? Digital LA – Iceland: Silicon Beach meets Silicon Vikings Hvenær? 17.00 Hvar? Loft hostel Hressir startup- spaðar frá Íslandi mæta startup-spöðum frá LA. Hvað? Gestagangur: Stefan Laxness – Forensic Architecture Hvenær? 12.15 Hvar? Listaháskóli Íslands Stefan Laxness arkitekt, rann- sakandi og verkefnafulltrúi hjá Forensic Architecture, heldur opinn fyrirlestur. Hvað? Hilda frænka – Frumsýning Hvenær? 18.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Hilda frænka lifir fyrir plönturnar sínar. Á meðan hún ræktar heilan helling af gróðri inni í ævintýralegri glerhöll, vinnur alþjóðlegt stórfyrir- tæki að því að rækta töfraplöntu sem kallast Attilem. Stormasöm og stórskemmtileg blanda af spennu, fjölskyldudrama og ástarsögu, stórkostleg skemmtun sem hentar börnum 8+ ára og eldri. Myndin verður sýnd með íslenskum texta á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð Hvað? Business process excellence champion league - How to get there Hvenær? 12.00 Hvar? Háskóli Íslands Í dag kemur Vidas Petraitis LEAN- sérfræðingur í heimsókn og mun hann halda fyrirlestur í boði við- skiptafræðideildar í Ingjaldsstofu HT-101 í Háskóla Íslands. Fyrir- lesturinn hefst kl.12.00 og lýkur kl.13.00. Vidas starfar hjá fyrir- tækinu Honsa sem LEAN-sérfræðingur og er menntaður frá BI og Harvard. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Sýningar Hvað? Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru – Ásgeir Skúlason Hvenær? 12.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar Ásgeir er fæddur árið 1984 og býr í Mosfellsdal. Hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og er þetta fyrsta einkasýning hans. Myndlist Ásgeirs einkennist af þráhyggjukenndri endurtekningu með aðferðir og efnivið en öll verkin á sýningunni eru unnin úr PVC-rafmagnsein- angrunarteipi. Um ferlið segir Ásgeir: „Ég ræð ekki við mig, þegar þráhyggjan kemur yfir mig verð ég að gera tilraunir, ég verð að halda áfram sama hver endanleg útkoma verður, burtséð frá því hvort mér þykir hún góð eða slæm. Verkin á sýningunni eru afrakstur þessara tilrauna og þróunar.“ Sýningu Ásgeirs lýkur 4. maí og er aðgangur ókeypis. Hvað? Ex libris | Sýning á bókmerkjum Hvenær? 10.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Tryggvagötu Sýningin er sett upp í samstarfi við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Landsbókasafn Íslands. Í dag eru bókmerki ekki algeng sjón, en áður fyrr voru slík skrautmerki hönnuð af listafólki og sett innan á bókar- kápur til að tilgreina eiganda þeirra. Óhætt er að segja að um er að ræða menningarverðmæti sem lítið hefur farið fyrir og gaman er að kynna betur fyrir yngri kynslóðinni. Það þótti því kjörið að fá nemendur við Myndlistaskólann í Reykjavík til að spreyta sig á hönnun bókmerkja með skírskotun í hefðina en um leið með skýra tengingu inn í nútímann. Nemendum var jafnframt gert að setja fram hönnunarferli sitt með skissum og myndum sem gefa til kynna hvaðan hugmyndir þeirra eru sprottnar. Hvað? Elina Brotherus – Leikreglur Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafn Íslands Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus. Elina Brotherus (f. 1972 í Finnlandi) fæst að mestu við gerð sjálfsmynda og landslags- mynda. Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin eru unnin á árunum 2016-2017 og einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálar- spegill. Hvað? Korriró og dillidó – Þjóðsagna- myndir Ásgríms Jónssonar Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafn Íslands Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri bað- stofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Björk, hin eina sanna, heldur stærðar- innar tónleika þann 12. apríl. Í kvöld verða aukatón- leikar enda seldist upp á örskots- stundu. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19m Á n U D A g U R 9 . A p R í L 2 0 1 8 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -6 7 7 4 1 F 6 1 -6 6 3 8 1 F 6 1 -6 4 F C 1 F 6 1 -6 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.