Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 14
Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Ég byrjaði þarna svona þrettán ára,“ segir Þorkell sem er kvik­myndagerðarmaður sem á meðal annars að baki heimildar­ myndirnar Fiðrað kókaín (Feath ered Cocaine) sem fjallar um fálka smygl og Trends Beacon um tískuiðnaðinn í New York. „Þá var ég með sítt hár, fínlegur og talaði mjög lítið og allir héldu að ég væri stelpa fyrstu tvö árin. Ég var alltaf að furða mig á því að gamlir básúnuleikarar voru að hjálpa mér að binda bindishnútinn en það var af því þeir héldu að ég væri stelpa og kynni þetta ekki.“ Þorkell lék með Svaninum til rúmlega tvítugs. „Það er eins og segir í frægri minningargrein að bestu vinina eignast maður í lúðra­ sveitum,“ segir hann og bætir við: „Ég kynntist konunni minni, Rögnu Fróðadóttur, fatahönnuði til dæmis í lúðrasveitinni. Ég spila á klarínett og konan mín á horn. Svo tek ég stundum að mér bassatrommuna og gjöllin þegar við erum að marsera en á þessum tónleikum leik ég einleik á lögreglusírenu og bílflautu.“ Nám og störf drógu þau hjónin til útlanda og þau dvöldu bæði í New York og Berlín um árabil. „Hljóðfærin voru með okkur þegar við bjuggum erlendis en við spiluðum nú ekki mikið samt. Svo voru börnin farin að leika sér með hljóðfærin og þá varð maður öfundsjúkur og tók þau til baka,“ segir Þorkell. „Börnin fengu svo bara sín eigin hljóðfæri að leika sér á og önnur dóttir okkar spilar einmitt á trompett í Svaninum svo þarna leika kynslóðirnar hlið við hlið í kvöld. Ég tók eiginlega ekki upp klarínettið fyrr en við fluttum heim fyrir fjórum árum og fann að ég hafði engu gleymt í pásunni. En ekkert lært heldur.“ Þorkell fór að mæta aftur á æfingar og segir það veita sér mikla ánægju. „Svo sá ég að ef ég vildi hafa einhver Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Þorkell er ekki aðeins klarínettleikari í lúðrasveitinni Svani heldur líka varaformaður, sírenuleikari og bílflautari. MYND/EYÞÓR Hér má sjá lúðrasveitina undir stjórn Carlos Caro Aguilera í mikilli sveiflu á Blúshátíð sem haldin var í nýliðinni dymbilviku. MYND/RAGNA FRÓðADÓTTIR áhrif á hvað hljómsveitin væri að spila þá yrði ég að koma mér í stjórn. Ég er varaformaður Svansins núna og nýtti mér aðstöðu mína til að þröngva þessari blúshugmynd í gegn og sveitin er aðallega að spila blús á tónleikunum í kvöld og smá sveiflu líka.“ Lúðrasveitir leika ekki oft blús og Þorkell viðurkennir að persónulegur metnaður hafi legið að baki blúshug­ myndinni. „Blús er svo kúl tónlist, það er ekkert meira kúl en að spila blús en ég kann ekkert á rafmagnsgítar og lítið á trommur, svo þetta var eigin­ lega eina leiðin sem ég sá mér færa til að fara upp á svið og spila blús.“ En blúsar fyrir lúðrasveit voru ekki auðfundnir. „Þessi hugmynd hljómaði rosalega vel alveg þangað til við fórum að leita að lúðrasveitar­ útsetningum á blúsum til að spila og þá kom í ljós að það er ekki um auðugan garð að gresja og þetta var mikið vesen. Við fundum þó að lokum lúðrasveitarblúsa síðan í forn­ öld og sitthvað fleira sem tónleika­ gestir í kvöld fá að heyra.“ Blúsáhugi Svansins varð til þess að sveitin spilaði á Blúshátíð í Reykja­ vík á um páskana. „Við opnuðum hátíðina með skrúðgöngu niður laugaveginn á blúsdeginum og svo hituðum við upp fyrir Langa Sela og Skuggana,“ segir Þorkell og malar við tilhugsunina. „Við völdum okkar mestu stuðlög, blésum af lífi og sál og ég held að við höfum verið það atriði sem kom mest á óvart á Blúshátíð.“ Þorkell hefur gert fjölda heimildar­ mynda og viðurkennir að sig dreymi um að gera mynd um Svaninn. „Draumurinn er að láta bjóða okkur á lúðrasveitarhátíð í Norður­Kóreu áður en landið opnast og múrarnir falla. Ástæðan er sú að okkur var boðið til Austur­Þýskalands einu sinni á níunda áratug síðustu aldar og átján mánuðum síðar féll múrinn,“ segir Þorkell og segist rekja fall múrsins beint til heimsóknar Svansins. „Ég lít svo á að við höfum blásið íbúunum frelsinu í brjóst. Í Biblíunni er talað um múra Jeríkó sem féllu þegar lúðrarnir blésu svo það eru fordæmi fyrir þessu.“ Tónleikarnir í kvöld eru eins og áður sagði í Hörpu. „Ég held að þetta verði síðustu tónleikarnir sem verða haldnir í Hörpu því við ætlum að vera með svo mikil læti að þakið fari af húsinu og glerhjúpurinn splundrist út á Faxaflóa,“ segir Þor­ kell og bætir við að Sinfó og Skálmöld verði bara að finna sér annan stað fyrir sína tónleika. „Við verðum 45 á sviðinu í kvöld og ætlum að vera með læti og losna undan ímyndinni að lúðrasveitir geti ekkert annað en að freta niður Laugaveginn á fyrsta maí.“ Ýmislegt er svo á döfinni hjá Svaninum næsta vetur. „Við erum að láta semja fyrir okkur nýja tónlist við þögla mynd sem við ætlum að flytja í vetur og þá á ég draum um að vera með hundrað manns á sviðinu.“ En fyrst verður blúsinn blásinn í kvöld af hjartans lyst. „Það er gaman að segja frá því að konan mín hann­ aði nýja búninga lúðrasveitarinnar sem eru bláir. Svo í kvöld mun blár Svanur spila blús.“ Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 Afmælistilboð Kínahofið fagnar 30 ára afmæli með frábærum tilboðum sem gilda frá 9. apríl til og með 15. apríl. Veglegt hádegishlaðborð 8 bragðgóðir réttir ásamt úrval af sósum og meðlæti Verð aðeins kr. 1.590 kr. Gildir á milli kl. 11 og 14. Freistandi kvöldtilboð Allir kjúklinga, nauta, lamba og svínakjötsréttir af matseðli. Hrísgrjón fylgja öllum réttum. Verð aðeins kr. 1.590 kr. 2 KYNNINGARBLAð FÓLK 9 . A p R Í L 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -4 9 D 4 1 F 6 1 -4 8 9 8 1 F 6 1 -4 7 5 C 1 F 6 1 -4 6 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.