Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 34
Ilmandi fiskréttur sem er ættaður frá Indlandi. Tilvalinn á mánudögum. MYND/NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR 500-600 g fiskur, roð- og beinlaus (t.d. þorskur og lax) 2 msk. olía ½ tsk. fennelfræ ½ tsk. sinnepsfræ 4-5 kardimommur 3-4 negulnaglar 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. kummin 1 tsk. túrmerik smáklípa af chili-flögum salt 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir 2-3 cm biti af engifer, saxaður 1 laukur 1 rautt chili 1 dós kókosmjólk 3 msk. tómatþykkni 2 msk. hvítvínsedik 1 tsk. hunang, eða eftir smekk Fiskurinn skorinn í munnbita. Hitið 1 msk. af olíu á pönnu, setjið heila kryddið á hana, hrærið og látið krauma við meðalhita þar til kryddið ilmar vel og fræin farin að „poppa“. Næst er hinu kryddinu bætt við og látið krauma í 1 mín. Hellið öllu í mortél, bætið við söx- uðum hvítlauk og engifer og steytið þar til allt verður orðið að mauki. Laukur saxaður smátt. Hitið 1 msk. af olíu á pönnu og látið laukinn krauma í um 5 mín. Hrærið þá kryddmaukinu saman við, ásamt chili. Bætið næst við kókosmjólk, tómatþykkni, ediki og hunangi og látið malla við vægan hita í 10 mín. Ef sósan er mjög þykk má bæta við svolitlu vatni. Hækkið hitann dálítið, setjið fiskinn út í, hrærið vel og látið malla í 3-4 mín. Borið fram með hrísgrjónum eða naan-brauði og e.t.v. grænu salati. Heimild: nannarognvaldar.com.  Ljúffengur mánudagsfiskur Umgengni lýsir innri manni og það á líka við um skótauið. Með hækkandi sól er gott að dusta vetrarrykið af skónum. Best er að hreinsa skó í þvottahúsi, bakgangi eða öðrum áþekkum stað. Til að pússa leðurskó er gott að hafa við höndina klút, trépinna, ónýtan nælonsokk, skóbursta, áburð fyrir hvern lit, sem og lit- lausan áburð. Byrjið á að þurrka allt ryk af skónum og hreinsið öll óhreinindi með fram sólanum með trépinna. Berið því næst áburðinn á með litlum bursta. Byrjið með fram sólanum, þá sauma, skóinn að framan, einkum tána, skóinn að aftan og hælinn. Gætið þess að bera ekki of mikið á skóna. Burstið síðan vel yfir þar til skórinn gljáir. Gott er að nudda skóinn að síðustu með nælonsokk. Sokkurinn hitnar við núninginn, þá bráðnar skóáburðurinn og gengur enn betur inn í leðrið. Blautur skófatnaður er troðinn út með prentpappír og þurrkaður en ekki nálægt hita. Dragið ekki of lengi að láta gera við skóna. Heimild: Unga fólkið og eldhússtörfin Mót vori á fínum skóm Níundi apríl er í dag. Eins og flestir vita sem komnir eru til vits og ára er árið 365 dagar nema á hlaupári þegar dagarnir eru 366. Þetta þýðir að dagurinn í dag, níundi apríl, er alltaf nítugasti og níundi dagur ársins, nema á hlaupári þegar hann er hundraðasti dagur ársins. Níunda apríl ber að auki oftast upp á mánudag, fimmtudag eða föstudag svo segja má að dagurinn í dag sé nokkuð dæmigerður sem slíkur. Á slíkum tímamótum er gott að líta yfir farinn veg og athuga til dæmis stöðuna á áramótaheit- unum. Hefurðu verið besta útgáfan af þér allt þetta ár eða er hægt að gera betur? Voru áramótaheitin þess virði að dusta af þeim rykið nú eða eru þau best geymd í glat- kistu tímans? Og hvernig ætlarðu að taka á móti sumrinu? 99. dagur ársins ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐA DANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum ÞITT ER VAlIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska. VIÐ HöNNUm OG TEIKNUm Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska inn- réttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. GOTT SKIPUlAG Það getur verið mikil kúnst að nýta pláss á sem bestan máta. Með fjölbreyttum skápalausnum frá Fríform á hver hlutur sinn stað. Gott skipulag léttir þér lífið og sparar bæði tíma og fyrirhöfn. styrkur - ending - gæði OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . A p R í L 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 1 -5 8 A 4 1 F 6 1 -5 7 6 8 1 F 6 1 -5 6 2 C 1 F 6 1 -5 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.