Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Kjósendur
hafa í kosn-
ingum veitt
brautargengi
flokkum sem
vilja fara hægt
í kerfisbreyt-
ingar.
Til að mynda
geta starfs-
menn,
stjórnarmenn
og aðilar
þeim tengdir
ekki nýtt sér
skattafrá-
dráttinn.
Öll fyrirtæki þurfa aðgengi að fjármagni til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa verðmæti. Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hér á
landi hefur tekið miklum framförum á undanförnum
árum og nú síðast árið 2016 þegar nýsköpunarlögin tóku
gildi. Meðal nýjunga í lögunum var skattafrádráttur upp á
19-23% til einstaklinga sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum.
Ís lenski tölvu leikja fram leiðand inn Solid Clouds sem
fram leiðir herkænsku leik inn Star borne, tilkynnti nýverið
að fjárfestar hefðu lagt félaginu til 270 milljónir króna á
árinu 2017 sem nýttar verða til að koma leik félagsins á
markað. Um 83 milljónir króna komu frá einstaklingum
sem nýttu sér skattafrádráttinn.
Betur má ef duga skal
Eins og þetta dæmi sýnir voru nýsköpunarlögin mikið
framfaraspor fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi og
tækniiðnað hér á landi. En betur má ef duga skal og eru
mikil tækifæri fólgin í því að sníða vankanta af löggjöfinni
og þar með efla nýsköpunarumhverfið hér á landi til
muna. Til að mynda geta starfsmenn, stjórnarmenn og
aðilar þeim tengdir ekki nýtt sér skattafrádráttinn. Þá eru
einnig þröng skilyrði í lögunum um stærðarmörk fyrir-
tækja sem geta nýtt sér ákvæði þeirra. Endurspeglast þetta
í því að einungis fimm fyrirtæki hafa verið samþykkt af
RSK vegna mögulegrar nýtingar á skattaafslættinum.
Samtök sprotafyrirtækja leggja til að horft verði til
annarra landa þegar kemur að endurskoðun á þessu
lagaákvæði og fjármögnunarumhverfinu almennt. Kerfið
í Bretlandi fær hæstu einkunn í skýrslu sem unnin var á
vegum Evrópusambandsins en þar fá einstaklingar sem
fjárfesta í sprotafyrirtækjum margvíslegar skattaívilnanir.
Hefur þetta skilað sér í mikilli aukningu á fjárfestingum í
breskum fyrirtækjum.
Samtök sprotafyrirtækja hvetja því íslensk stjórnvöld til
að efla ákvæði nýsköpunarlaganna, sem sannarlega hafa
skilað árangri, enn frekar svo fleiri fyrirtæki geti komið
spennandi verkefnum í framkvæmd.
Nýsköpunarlögin þurfa
að skila meiri árangri
Erlendur Steinn
Guðnason
formaður Sam-
taka sprotafyrir-
tækja, SSP
Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir
flokkar skjóta óðara upp kollinum.
Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra
finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki
nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á
dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að
hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að
stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá
nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu
tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst
upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis
fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og
almenning.
Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir
vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað
séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í
aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönn-
unum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur.
Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljóm-
uðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum
um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var
grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðis-
flokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélag-
inu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið
og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata.
Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega
ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að
það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því
væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem
einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur
dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar
stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin
hafði áhuga á.
Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á
róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að
kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum
sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á
annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðis-
legum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem
var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann
reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu.
Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa
kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar
sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir
gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að fram-
kvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir
heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðu-
lega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu
sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að
vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast
að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra
á hins vegar ekki alvöru erindi.
Kerfisbyltingar
.
Kvennaframboðið
Nú hefur breiðfylking kvenna
ákveðið að bjóða fram í borginni
í vor. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem kvennaframboð býður fram
í sveitarstjórnarkosningum. Það
gerðist árið 1982 og ári seinna
urðu Samtök um kvennalista til.
Stjórnmálaaflinu gekk vel fyrstu
árin og fékk kjörna fulltrúa á
þing og í borgarstjórn. Svo var
ákveðið að ganga inn í Samfylk-
inguna. Nú er spurning hvort
nýja kvennaframboðið nær sama
flugi og af hvaða flokkum fylgið
verður þá tekið.
Staðfestan
Það er stundum sagt að vika
sé langur tími í pólitík. Fimm
mánuðir eru þá auðvitað líka
heillangur tími í pólitík. Hann er
samt ekki það langur að menn
eigi að steingleyma öllu því sem
þeir segja að fimm mánuðum
liðnum. Þess vegna er sniðugt
að rifja upp þegar Sigurður Ingi
Jóhannsson samgönguráðherra
sagði í desember að áætlanir for-
vera hans um að leggja vegtolla
á til að fjármagna vegafram-
kvæmdir hefðu verið lagðar til
hliðar. Í gær sagði Sigurður Ingi
hins vegar að til greina kæmi að
fjármagna framkvæmdir með
gjaldtöku. Það er kannski ekki
til marks um pólitískan stöðug-
leika ef yfirlýsingar þeirra sem
öllu ráða breytast með nokkurra
mánaða millibili.
jonhakon@frettabladid.is
9 . a p r í l 2 0 1 8 M Á N U D a G U r10 s k o ð U N ∙ F r É T T a B l a ð i ð
SKOÐUN
0
9
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
1
-4
E
C
4
1
F
6
1
-4
D
8
8
1
F
6
1
-4
C
4
C
1
F
6
1
-4
B
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K