Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is
www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
®
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA
LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE
DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING
ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM
VERÐ FRÁ 5.490.000 KR.
Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð,
leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari,
LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri
stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
VERÐLÆKKUN
Viðskipti Nokkrir starfsmenn
Íslandsbanka glíma enn við eftir-
köst veikinda af völdum myglu- og
rakaskemmda í höfuðstöðvum
bankans við Kirkjusand. Af þeim
sökum hefur þeim verið hlíft við að
flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í
Norðurturninum í Kópavogi meðan
á framkvæmdum hefur staðið þar.
„Þetta eru örfáir starfsmenn sem
ekki eru starfandi í húsi á meðan
á framkvæmdum í Norðurturn-
inum stendur. Þau hafa verið við-
kvæm fyrir raskinu sem er í húsinu
eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda
Hermannsdóttir, samskiptastjóri
Íslandsbanka.
„Það fellur til alls konar ryk og
annað við framkvæmdirnar svo
þeim er hlíft við að vera þar á
meðan á framkvæmdum stendur.
En þau eru væntanleg í hús núna á
næstunni,“ segir Edda en bendir á að
enginn þeirra hafi verið í veikinda-
leyfi vegna þessa, aðeins unnið ann-
ars staðar en í húsinu.
Í ársbyrjun 2016 greindu forsvars-
menn bankans frá því að mygla
hefði greinst á vinnusvæðum starfs-
manna höfuðstöðvanna við Kirkju-
sand og að gripið hefði verið til ráð-
stafana af þeim sökum. Óæskilegt
magn af gróum og sveppahlutum
fannst á einstaka vinnusvæðum
starfsmanna. Starfsfólk hafði kvart-
að yfir óþægindum og lélegum loft-
gæðum.
Nokkru síðar var tilkynnt um að
bankinn myndi flytja höfuðstöðvar
sínar og sameina starfsemi sína í
Norðurturninum í Kópavogi. Þeir
flutningar hófust á síðari hluta árs
2016 þegar fyrstu starfsmenn flutt-
ust yfir en síðan stóðu flutningar
yfir langt fram á árið 2017. Nú er
svo komið að nær allir starfsmenn,
ríflega sex hundruð talsins, eru
komnir í Norðurturninn.
Bankinn lækkaði virði á húsnæð-
inu að Kirkjusandi um 1,2 millj-
arða í reikningum árið 2016. Birna
Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina
á þann veg að engin leið væri að
vita hvað yrði um húsið eða hvað
skemmdirnar myndu kosta bank-
ann. Íslandsbanki lagði síðar til að
gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkju-
sandi yrðu rifnar og hefur lagt inn
beiðni til Reykjavíkurborgar um
að hefja vinnu við að skipuleggja
lóðina út frá því.
„Við erum búin að láta þrjú sér-
fræðifyrirtæki skoða húsið og meta
kostnaðinn við að ýmist gera það
upp eða rífa það. Í framhaldinu var
tekin ákvörðun um að það yrði of
kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir,
þar sem of miklar skemmdir voru á
húsinu.“ mikael@frettabladid.is
Starfsmenn glíma enn við
eftirköst myglu á Kirkjusandi
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í
Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir
veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið.
Íslandsbanki flúði myglu- og rakaskemmdar höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand. Einhverjir starfsmenn glíma þó enn
við eftirköstin af þeim. Íslandsbanki leggur til að húsnæðið á Kirkjusandi verði rifið. Fréttablaðið/VilhElm
Það fellur til alls
konar ryk og annað
við framkvæmdirnar svo
þeim er hlíft við að vera þar.
Edda Hermanns-
dóttir, samskipta-
stjóri Íslandsbanka
Menntun Háskólanemar á Íslandi
vinna meira en nemendur í
mörgum samanburðarlöndum.
Samkvæmt niðurstöðum EURO-
STUDENT, sem er samanburðar-
könnun á högum um 320 þúsund
háskólanema í 28 löndum á evr-
ópska háskólasvæðinu, verja
Íslendingar meira en 50 stundum á
viku í launaða vinnu og nám, meira
en í nokkru öðru landi.
„Mestu munar þar um sjálfstætt
nám utan stundatöflu, en nemar á
Íslandi verja miklum tíma í sjálf-
stætt nám, þótt skipulagt nám sé
engu minna hér en annars staðar.
Háskólanemar á Íslandi vildu þó
geta varið enn meiri tíma í námið
en þeir gera nú,“ segir í tilkynningu
frá mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu vegna könnunarinnar.
Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er
þátttakandi í þessari könnun.
Þá segir að þótt ráðstöfunar-
tekjur íslenskra háskólanema séu
yfir meðaltali EUROSTUDENT-
landanna sé húsnæðiskostnaður
hár og tveir af hverjum þremur sem
reiða sig á námslán hafi áhyggjur af
fjárhag sínum.
Þá sýna niðurstöður að meðal-
aldur íslenskra háskólanema er
hærri (29,7 ára) en nemenda á
Norðurlöndum (27,8 ára) og í
hinum EUROSTUDENT-löndun-
um (25 ára) og ekkert annað þátt-
tökuland er með jafn hátt hlutfall
nemenda yfir þrítugu. Þriðjungur
svarenda á Íslandi átti eitt barn
eða fleiri, sem er hæsta hlutfall
meðal þátttökulandanna og rúm-
lega 41 prósent af yngstu börnum
háskólanema á Íslandi er undir 3ja
ára aldri. – jhh
Rannsókn bendir til að íslenskir háskólanemar vinni mikið
50
stundir á viku fara í launaða
vinnu og nám hjá íslenskum
háskólastúdentum.
uMhVerfisMál Viljayfirlýsing var
undirrituð á laugardaginn um sam-
starf við úrbætur í fráveitumálum
við Mývatn. Samkvæmt samkomu-
laginu milli ríkisins, Skútustaða-
hrepps og Landgræðslunnar verður
unnið að framkvæmd þróunarverk-
efnis sem felst í því að taka seyru úr
skólpi í byggð við Mývatn og nýta
hana til uppgræðslu á illa förnu
landi á Hólasandi.
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins
segir að leitað hafi verið lausna um
hríð á fráveitumálum við Mývatn,
ekki síst vegna áhyggna vísinda-
manna um að næringarefni úr frá-
veitu geti haft neikvæð áhrif á lífríki
vatnsins. – jhh
Fráveitumál við
Mývatn bætt
sÝrlAnD Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna mun að öllum líkindum
koma saman seinna í dag til að
ræða efnavopnaárás sem gerð var á
laugardag í Douma í Sýrlandi. Sam-
kvæmt frétt Reuters létust 49 í árás-
inni. Í gær óskuðu nokkur ríki, þar
á meðal Bandaríkin, eftir neyðar-
fundi ráðsins vegna árásanna.
Donald Trump sendi frá sér
þrjú tíst tengd árásinni þar sem
hann meðal annars kallar Assad
Sýrlandsforseta skepnu tvívegis.
Þá segir hann Rússa og Írana bera
ábyrgð á stuðningi við Assad sem
og að þessi árás muni reynast dýr-
keypt. – gþs
Kallað til fundar
í Öryggisráðinu
Donald trump. NorDicPhotos/GEtty
9 . A p r í l 2 0 1 8 M á n u D A G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
0
9
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
1
-5
3
B
4
1
F
6
1
-5
2
7
8
1
F
6
1
-5
1
3
C
1
F
6
1
-5
0
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K