Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 8
Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Bolli Héðinsson formaður Samtaka sparifjáreigenda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við HÍ og Birckbeck College í Lundúnum Þýskaland Karlmaðurinn sem grun- aður er um að hafa ekið vöruflutn- ingabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grun- aða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til manns- ins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karl- maður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adom- eit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veit- ingastaðinn. Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að öku- maðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóð- verjum vegna atburðarins. jonhakon@frettabladid.is Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk Eldri konur í Japan eru oft einmana og vilja því fangelsisvist. Fréttablaðið/EPa rúmlega fimmtug kona og karlmaður á sjötugsaldri létust í árásinni. Þeirra var minnst í gær. FrEttabðalið/EPa JaPan Nær ein af hverjum fimm konum í japönskum fangelsum er öldruð. Oftast hafa öldruðu kon- urnar verið dæmdar til fangelsis- vistar fyrir búðarhnupl. Þær stela til að lenda í fangelsi vegna þess að þær eru svo einmana að þær vilja heldur sitja inni en  hírast einar heima. Samkvæmt frétt á vef Bloomberg eru 27,3 prósent Japana 65 ára og eldri. Áður annaðist fjölskyldan og nærsamfélagið þá öldruðu en nú er þetta verkefni sem samfélagið ræður ekki við. Aldraðar konur búa oft einar og eiga enga ættingja til að tala við. Þess eru einnig dæmi að þær séu einmana þótt þær eigi fjölskyldur. Í fangelsunum fá konurnar máltíðir reglulega og geta spjallað við aðra fanga og fangaverði. – ibs Vilja í fangelsi heldur en vera einar Lögreglan í Þýskalandi telur að árásarmaður sem ók bíl inn í hóp veitingahúsagesta hafi verið einn að verki. Hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða en hafi ekki haft pólitískar hvatir fyrir gjörðum sínum. Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum. Elke Adomeit, saksóknari i Þýskalandi samfélag Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stendur fyrir árlegu uppboði á óskilamunum þann fimmta maí næstkomandi. Þar verða meðal annars boðin upp reiðhjól og vespur, sem ekki hafa ratað til eigenda sinna. Þessu til viðbótar segir lögreglan á Facebook að hjólastólar verði boðnir upp. „Hið árlega uppboð óskilamuna lög- reglunnar á höfuðborgar- svæðinu verður haldið laugardaginn 5. maí klukkan 11.00, í húsnæði Vöku hf., Skútuvogi 8. Reiðhjól, vespur og hjólastólar verða boðin upp.“ – bg Hjólastólar í óskilum boðnir upp 9 . a P r í l 2 0 1 8 m Á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -6 2 8 4 1 F 6 1 -6 1 4 8 1 F 6 1 -6 0 0 C 1 F 6 1 -5 E D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.