Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 6
Ársfundur 2017 Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is Ársfundur Orkustofnunar 2018 Fundurinn verður haldinn 11. apríl 14:00 - 17:00 - Grand Hótel Reykjavík D A G S K R Á 13:45 Mæting 14:00 Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14:15 Ávarp orkumálastjóra - Dr. Guðni A. Jóhannesson 14:30 Nordic EV Outlook 2018 and electrification of the Nordic energy system - Sacha Scheffer, Analyst, Energy Efficiency Division/Energy Technology Perspectives Division, International Energy Agency 15:00 Rafmagn sem orka í samgöngum Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar 15:15 Kaffihlé 15:30 Kolefnishlutlaus Eyjafjörður Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku 15:45 Evrópusamstarf um tækniþróun í orkumálum, SET-Plan Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, fulltrúi Íslands í SET-Plan 16:00 Geothermica - fjölþjóðlegar rannsóknir á sviði jarðvarma innan EES / ESB Hanna Björg Konráðsdóttir, verkefnisstjóri GEORG og Geothermica 16:15 Orkuskipti í almenningssamgöngum Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 16:30 Fundarlok / Léttar veitingar Fundarstjóri: Baldur Pétursson, verkefnisstjóri - fjölþjóðleg verkefni og kynningar, Orkustofnun Skráning á os.is - fundurinn verður sendur út á vefnum  Stærsta skemmtiferðaskip í heimi Stærsta skemmtiferðaskip heims, Sjávarsinfónían, hélt í jómfrúarferð á laugardag og var í höfn í Palma á Majorka í gær. Ferðamenn hrífast, en eyjar- skeggjar á Majorka hafa mótmælt því að skipið liggi þar. Þeir óttast að vegna stærðarinnar geti það skemmt umhverfið við eyjuna. Fréttablaðið/EPa 1 Þýskt flugfélag kemur Sunnu heim 2Börnin senda slökkviliðinu ógrynni þakkarskeyta 3 Ný kæra lögð fram á hendur starfsmanni Barnaverndar 4 Ótrúlegt hvað lífið býður upp á 5 Fær ekki upptöku af sjálfum sér ganga í skrokk á öðrum manni Mest lesið VELFERÐARMÁL Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulíf- eyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sér- stakra aðstæðna. TR og úrskurðar- nefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulíf- eyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú manns- ins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA- korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Vís- uðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og upp- gjör tekjutengdra bóta og vistunar- framlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“. Í kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndi- lega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skatt- skuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánar- búið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skipt- unum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skipt- unum með því að búið sé lýst eigna- laust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyris- sjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulíf- eyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður. joli@frettabladid.is Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr líf­ eyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og svo hirðir ríkið það allt til baka. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkja- bandalags Íslands Systkinin eru bæði í námi. Annað þeirra reiðir sig á framfærslulán LÍN en hitt hefur litla aukavinnu. 9 . A p R í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A Ð i Ð 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -6 7 7 4 1 F 6 1 -6 6 3 8 1 F 6 1 -6 4 F C 1 F 6 1 -6 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.