Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 12
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Sendibíll ársins 2017. Nýr Crafter. Við látum framtíðina rætast. Alþjóðlegur sendibíll ársins 2017. Nýr Volkswagen Crafter er hannaður með þarfir iðnaðarmanna að leiðarljósi. Fyrsti sendibíllinn með 8 þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Crafter er betri en nokkurn tímann áður en hægt að velja um fjölda útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Sendibíll verð frá 5.970.000 kr. m/vsk Pallbíll verð frá 5.610.000 kr. m/vsk Staðalbúnaður • 270° opnun á afturhurðum • Rennihurðir á báðum hliðum • Hiti í afturrúðum • Composition Media útvarp með 6,5" skjá • Hliðarklæðningar • Vatnsheldur krossviður á gólfi • Comfort seat plus fyrir ökumann • Skilrúm með glugga • Hraðastillir • Bakkmyndavél • Aðgerðastýri • 12V og 230V tengi • Þokuljós að framan • Loftkæling 9 . a p r í l 2 0 1 8 M Á N U D a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð sport HaNDBolti „Frammistaðan á móti heimsmeisturum Frakka var algjör- lega stórkostleg. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur Guð- mundsson við Fréttablaðið eftir tveggja marka tap íslenska hand- boltalandsliðsins fyrir því franska, 26-28, í síðasta leik þess í Gulldeild- inni, fjögurra þjóða móti sem fór fram í Björgvin í Noregi. Þótt allir leikirnir á mótinu hafi tapast var frammistaðan til mik- illar fyrirmyndar, sérstaklega í ljósi þess hversu ungt íslenska liðið var. Þá gátu Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson ekkert verið með vegna meiðsla og Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson léku ekki með gegn Frökkum vegna smávægilegra meiðsla. „Við mátuðum okkur við þrjú af fimm bestu landsliðum heims; Norðmenn á heimavelli, Ólympíu- meistara Dana og heimsmeistara Frakka. Við sýnum styrk með því að vera í jöfnum leikjum á móti þessum frábæru liðum. Við getum verið stoltir af því sem við höfum verið að gera,“ segir Guðmundur sem gaf sex nýliðum tækifæri í Gulldeildinni: Hauki, Viktori Gísla Hallgríms- syni, Teiti Erni Einarssyni, Ragnari Jóhannssyni, Elvari Erni Jónssyni og Alexander Erni Júlíussyni. Þeir tveir síðastnefndu stimpluðu sig vel inn gegn frönsku heimsmeisturunum í gær. Breyttur varnarleikur Elvar var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Alexander spilaði vörnina og gerði það vel. Hann var oft og iðulega mættur út á punktalínu til að brjóta á frönsku leikmönnunum sem var lýsandi fyrir þær breytingar sem Guðmundur hefur gert á íslenska varnarleiknum. „Ég sá framfarir í varnarleiknum í dag [í gær]. Vörnin var á köflum ágæt á móti Noregi en gegn Frakklandi var hún algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Guðmundur. „Þetta tekur tíma. Við fengum bara tvo daga til að æfa og erum að gjörbreyta varnarleiknum og líka fullt af hlutum í sókninni. Þar fyrir utan erum við komnir með algjör- lega nýtt lið. Það voru meiðsli og forföll og við vorum í þessari stöðu. Frammistaðan hjá kornungu liði Íslands var til fyrirmyndar í dag, á móti heimsmeisturunum sem voru með sitt sterkasta lið fyrir utan einn mann.“ Aðspurður hvað hefði mátt betur fara í leikjum helgarinnar nefndi Guðmundur sóknarleikinn gegn Dönum. „Það er svo stutt á milli. Í leiknum gegn Dönum kom smá óðagot í sókninni og við slúttuðum of snemma. Við gáfum okkur ekki nægilega mikinn tíma í nokkrar sóknir og spiluðum yfirtöluna ekki nógu vel,“ segir Guðmundur. Gegn Dönum var staðan jöfn, 24-24, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá fór sóknin að hiksta og Ólympíumeistararnir gengu á lagið og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Rasmus Lauge reyndist íslenska liðinu erfiður á laugardaginn og skoraði 13 mörk. Kornungir leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði íslensku sókninni lengst af í leikj- unum í Noregi og fórst það vel úr hendi. Hann skoraði einnig fimm mörk gegn Danmörku og var marka- hæstur Íslendinga ásamt Aroni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni sem, auk þess að spila í vinstra horninu, leysti stöðu bakvarðar í vörn. Líkt og gegn Norðmönnum kom Haukur inn á í seinni hálfleik gegn Dönum. Selfyssingurinn 16 ára skoraði tvö mörk og var hvergi banginn þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu á stóra sviðinu. Næst á dagskrá hjá íslenska lands- liðinu eru leikirnir tveir í júní gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. „Nú fara menn til sinna félaga. Þar er staðan á mönnum mjög mismun- andi eftir því hversu stórt hlutverk þeirra er. Þeir þurfa að gæta þess að halda sér toppstandi. Síðan er mjög mismunandi hvenær þeir eru búnir og við hittumst ekki fyrr en í júní. Við verðum að sjá hversu snemma við getum hafið æfingar með hluta af hópnum,“ segir Guðmundur. ingvithor@frettabladid.is Frammistaða sem lofar mjög góðu Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon spiluðu vel í Gulldeildinni. FréttaBlaðIð/EyþÓr Gulldeildin í handbolta Danmörk 31-28 ísland (14-13) Mörk Íslands: Gísli Þorgeir Krist- jánsson 5, Stefán Rafn Sigurmanns- son 5, Aron Pálmarsson 5, Vignir Svavarsson 4, Ómar Ingi Magnús- son 4, Haukur Þrastarson 2, Ragnar Jóhannsson 1, Arnór Þór Gunnars- son 1/1, Arnar Freyr Arnarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavs- son 6/1, Viktor Gísli Hallgrímsson 3. Gulldeildin í handbolta ísland 26-28 Frakkland (12-17) Mörk Íslands: Elvar Örn Jónsson 7, Vignir Svavarsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4, Bjarki Már Elísson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3/2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavs- son 5, Viktor Gísli Hallgrímsson 3/1. Guðmundur Guð- mundsson stýrði ís- lenska landsliðinu í fyrsta sinn í sex ár í Gulldeildinni, æfinga- móti í Noregi. Leikirnir þrír töpuðust en frammi- staðan var stórgóð, sérstaklega gegn heims- meisturum Frakklands. Sex leikmenn léku sína fyrstu landsleiki í Gull- deildinni. 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 1 -3 B 0 4 1 F 6 1 -3 9 C 8 1 F 6 1 -3 8 8 C 1 F 6 1 -3 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.