Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@frettabladid.is, Máté Dalmay mate@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR / FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Hönnun og Lífsstíll með Völu Matt 365.is 1817 MARGFALT SKEMMTILEGRI ÞRIÐJUDAGA Glænýir og stórskemmtilegir þættir með Völu Matt sem fer í ævintýralegan leiðangur og heimsækir skapandi og skemmtilegt fólk. Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt mynd-band við lagið The Advent-urous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipa- keppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upp- lifunina á skipinu.“ Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði ein- hvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipa- keppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúð- göngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“ Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draum- ur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna. Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvik- myndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Advent- urous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum. stefanthor@frettabladid.is Tók upp myndband á 100 ára skipi í Afríku Jóhanna Elísa Skúladóttir samdi lag á hollensku skipi fyrir tveimur árum þegar hún var þar sjálfboðaliði. Hún fór svo til Grænhöfðaeyja þar sem skipið var statt og tók upp tónlistarmyndband við sama lag. Jóhanna lét drauminn um að snúa aftur á skipið rætast og tók upp myndband í leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Jóhanna upplifði drauminn um borð í skipinu Oosterschelde sem má sjá hér. MAður gAT seTið uppi á dekki TíM- unuM sAMAn og horfT á sjóndeildArhringinn án þess Að leiðAsT. þAð vAr AkkúrAT á þAnnig AugnA- bliki seM ég sAMdi lAgið. 9 . a p r í l 2 0 1 8 M Á N U D a G U r22 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 1 -4 E C 4 1 F 6 1 -4 D 8 8 1 F 6 1 -4 C 4 C 1 F 6 1 -4 B 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.