Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —9 0 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 8 . a p r Í l 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKoðun Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu svarar Jóhannesi Kr. Kristjánssyni. 11 sport Albert Guðmundsson vill fá fleiri mínútur hjá PSV. 16 Menning Vakúm er faglega unnin poppópera. 24 lÍfið Matrixxman er staddur hér á landi. 30 plús sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 lögregluMál Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðast- liðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lög- regla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili. – ósk Annar strokufangi var tekinn eftir 9 daga leit Vistmanns á Vernd var saknað í 9 daga án þess að lýst væri eftir honum í fjöl- miðlum. Maðurinn var handtekinn í gær og fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Hann er ekki talinn hættulegur, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Barnamenningarhátíð var sett í gær og sungu Jói Pé og Króli fyrir börnin af því tilefni. Hátíðin stendur yfir til sunnudags og er vettvangur hennar borgin öll. Það þýðir að fjölbreyttir viðburðir fara fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun. Páll Winkel, for- stjóri Fangelsis- málastofnunar ViðsKipti Möguleg yfirtaka móður- félags British Airways á lággjalda- flugfélaginu Norwegian gæti dregið úr samkeppni í flugi yfir Atlantshaf og leitt til hærri fargjalda, að sögn greinenda. Íslensku flugfélögin gætu notið góðs af því. „Það má leiða að því líkur að fjár- festar vænti þess að afkoma á hverja flugleið Icelandair verði betri ef Norwegian verður hluti af stærra félagi,“ segir Elvar Ingi Möller, sér- fræðingur í greiningardeild Arion banka. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það þó ekki endilega gefið að verð á flugi yfir hafið muni hækka ef af yfirtökunni verður. Önnur lág- gjaldaflugfélög, líkt og WOW air, muni reyna að halda verðinu niðri. – kij / sjá Markaðinn Gæti þrýst upp fargjöldum FÖGNUM SUMRINU 24 OPIÐ TIL Í KVÖLD 10–60% AFSLÁTTUR Í ALLAN DAG TIL MIÐNÆTTIS 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 E -C 8 8 0 1 F 7 E -C 7 4 4 1 F 7 E -C 6 0 8 1 F 7 E -C 4 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.