Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 8
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Transporter hefur fylgt kynslóðum af
fólki sem hefur þurft á traustum og
áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem
leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann
er með fullkominni stöðugleikastýringu og
spólvörn og sjö þrepa sjálfskiptingu.
Volkswagen Transporter kostar frá
4.180.000 kr.
(3.344.000 kr. án vsk)
BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI
Volkswagen Transporter
4Motion
FJÓRHJÓLADRIFI
FÁANLEGUR MEÐ
Við látum framtíðina rætast.
Til afhendingar strax!
Sýrland Efnavopnastofnunin, sem
vinnur að banni á efnavopnum,
fær heimild til þess að skoða í dag
svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar
sem grunur leikur á að efnavopnum
hafi verið beitt fyrr í mánuðinum.
Sérfræðingar Efnavopnastofnunar
innar komu til Damaskus, höfuð
borgar Sýrlands, á laugardaginn, en
hafa hingað til ekki haft heimild til
þess að skoða umrætt svæði. Þau
segja að rússnesk og sýrlensk stjórn
völd hafi bannað það vegna öryggis
sjónarmiða.
Aðgerðasinnar úr röðum stjórnar
andstöðunnar, læknasamtök og
björgunarsveitamenn segja að fleiri
en 40 manns hafi farist þegar flugvél
varpaði tunnusprengju með eitur
efnum á bæinn þegar uppreisnar
menn höfðu bæinn á valdi sínu.
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar
segja að opinber gögn og upplýsingar
frá leyniþjónustum þeirra bendi til
að klór og hugsanlega taugagas hafi
verið notað í árásunum. Flugherir
þessara ríkja gerðu á laugardaginn
loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð
eru tengjast efnavopnaframleiðslu
Sýrlandsstjórnar.
Stofnunin segir að rússnesk og sýr
lensk stjórnvöld fullyrði að af öryggis
ástæðum sé ekki hægt að hleypa
samtökunum inn á svæðið þar sem
efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa
verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld
hafi í staðinn boðið rannsakendum
að taka viðtal við 22 manneskjur sem
þau segja að hafi verið á staðnum
þegar meint árás á að hafa verið
gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist
til þess að flytja fólkið til Damaskus
þannig að hægt sé að ræða við það.
Í dag eru ellefu dagar frá því að
árásin var gerð. Ef rannsakendur
komast til Douma í dag er búist
við að þeir safni jarðefni og öðrum
sýnum til að bera kennsl á efni sem
kunna að hafa verið notuð við árás
ina.
Utanríkisráðuneyti Frakklands
sagði í yfirlýsingu í gær að það væri
mjög líklegt að verið væri að eyði
leggja sönnunargögn á svæðinu.
Utanríkisráðherra Rússa, Sergei
Lavrov, harðneitar því að Rússar taki
þátt í slíku athæfi.
„Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki
spillt neinu á þessu svæði,“ sagði
Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann
sagði að ásakanir um efnavopna
árásir væru byggðar á fullyrðingum
fjölmiðla og fullyrðingum á sam
félagsmiðlum. Árásin hefði verið
sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því
að þau hafi nokkurn tímann notað
efnavopn.
Sérfræðingar Sameinuðu þjóð
anna og samtakanna hafa hins
vegar lýst fjórum tilfellum þar sem
efnavopnaárásir hafi verið gerðar í
borgarastríðinu í Sýrlandi.
jonhakon@frettabladid.is
Fulltrúar Efnavopnastofnunar
vonast til að komast til Douma
Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og
rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er
að sönnunargögn hafi verið eyðilögð. Utanríkisráðherra Rússlands segir sína menn ekkert hafa eyðilagt.
Víða um heim, þar á meðal á Filippseyjum, er hernaðaríhlutun vestrænna ríkja í Sýrlandi mótmælt. Fréttablaðið/EPa
danMÖrK Ungliðahreyfingar borg
araflokkanna þriggja í Danmörku,
Venstre, Frjálslynda bandalagsins
og Danska þjóðarflokksins, lýsa yfir
stuðningi við borgaratillögu sem
lögð hefur verið fram þar í landi um
bann við umskurði drengja yngri en
18 ára. Um 36 þúsund manns eru
fylgjandi slíku banni.
Um 50 þúsund rafrænar undir
skriftir þarf til að borgaratillaga komi
til umfjöllunar í danska þinginu.
Skiptar skoðanir eru meðal
þingmanna um hvort banna eigi
umskurð drengja. – ibs
Vilja bann við
umskurði
Kanada Inúítar í héraðinu Nún
avút í Kanada lifa 10 árum skemur
en aðrir Kanadabúar. Frá þessu er
greint á vef grænlenska útvarpsins
sem vitnar í kanadíska vefmiðilinn
Uphere. Meðalævilengd inúíta í
Núnavút er aðeins 71 ár.
Bent er á að hluti skýringarinnar
sé eðlilegur munur á lífsháttum.
Voðaskot og drukknun eru algeng
ari dánarorsakir meðal inúíta en
annarra Kanadamanna.
Tæplega fjórðungur Núnavútbúa
hefur reglulegt aðgengi að lækni.
Í mörgum byggðum eru íbúarnir
heppnir komi tannlæknir til þeirra
einu sinni á ári.
Meðalævilengd karla á Grænlandi
árið 2015 var 69 ár en kvenna 74 ár.
– ibs
Lífslíkur inúíta í
Kanada minni
lífshættir skýra að hluta minni lífs-
líkur inúíta. Myndin er frá Grænlandi.
NOrDiCPHOtOS/aFP
Um 50 þúsund rafrænar
undirskriftir þarf til að
tillagan komi til umfjöllunar
í danska þinginu.
Ég get fullyrt að
Rússar hafa ekki
spillt neinu á þessu svæði.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa
Hvað er Efnavopnastofnunin?
Efnavopnastofnunin heitir upp á
enska vísu Organisation for the
Prohibition of Chemical Weap
ons (OPCW). Stofnunin er skipuð
fulltrúum stjórnvalda frá 192
ríkjum viðsvegar að úr heiminum.
Aðsetur stofnunarinnar er í Haag í
Hollandi. Stofnunin var sett á lagg
irnar árið 1997. Markmið hennar
eru að eyða öllum efnavopnum úr
heiminum.
Á alfræðivefnum Wikipedia kemur
fram að Efnavopnastofnunin hlaut
Nóbelsverðlaunin árið 2013 fyrir
viðleitni sína til þess að eyða efna
vopnum úr heiminum. Thorbjørn
Jagland, formaður Nóbelsverð
launanefndarinnar, sagði að með
störfum sínum hefði stofnunin
stuðlað að því að blátt bann var
lagt við efnavopnum í alþjóða
lögum.
1 8 . a p r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K U d a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð
1
8
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
E
-F
0
0
0
1
F
7
E
-E
E
C
4
1
F
7
E
-E
D
8
8
1
F
7
E
-E
C
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K