Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 27
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Alvöru atvinnubíll Dacia Dokker Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl. Dacia Dokker er með 1,5 l, 90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,5 l í blönduðum akstri*. Dacia bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri. Verð: 2.340.000 kr. m. vsk. Verð án vsk.: 1.887.000 kr. Til afhendingar strax! * V ið m ið un ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri . / B ún að ur b íls á m yn d ka nn a ð ve ra fr áb ru gð in a ug lý st u ve rð i E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 8 0 8 D a c ia D o k k e r 5 x 2 0 a lm e n n a p rí l um viðskiptamódel Norwegian, gekk svo langt síðasta haust að spá því að norska flugfélagið myndi ekki lifa veturinn af. Hlutabréf í Norwegian eru aukin- heldur með þeim mest skortseldu í Evrópu. Er heildarskortstaða fjár- festa í félaginu ríflega 9 prósent af hlutafé þess en á meðal þeirra sem hafa skortselt bréfin er vogunar- sjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros. Talið er að hann hafi tapað hundruðum milljóna króna þegar hlutabréfin ruku upp í verði í síðustu viku. Aðspurður segir Sveinn að túlka megi áhuga IAG á Norwegian á þann veg að breski risinn hafi trú á viðskiptamódeli norska félags- ins og annarra lággjaldaflugfélaga sem fljúga langa leið yfir Norður- Atlantshafið. „Sú er alls ekki raunin að flugfélög vilji kaupa Norwegian til þess að rústa félaginu. Þeir hafa byggt upp ákveðið viðskiptamódel og það er alveg ljóst að margir, sér- staklega Skúli Mogensen í WOW, eru sammála þeim um að það muni ganga upp og sé framtíðin.“ Sama hversu vel viðskiptamód- elið virkar má hins vegar lítið út af bregða í eins sveiflukenndum rekstri og flugrekstri til þess að illa fari, að sögn Sveins. Það eigi sérstaklega við um skuldsett félög líkt og Nor- wegian. „Ef það hægist á vextinum, hvað þá ef eftirspurn eftir flugi dregst saman, gæti það fljótt leitt til þess að skuldsett félög hafi einfald- lega ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að halda rekstrinum gangandi. Þá skiptir engu máli hversu gott við- skiptamódelið er.“ ✿ Gengisþróun hlutabréfa í Norwegian 400 350 300 250 200 150 Frekari sameiningar flugfélaga í vændum Sveinn segir að flugfélög í Evrópu séu of mörg. Búast megi við sam- einingum og yfirtökum á næstu árum. Til samanburðar hafi bandarísku flugfélögin stigið mun markvissari skref í hagræðingarátt. „Þau eru orðin færri og stærri. Flugrekstur er rekstur þar sem stærðin skiptir máli. Fjárfestar hafa kallað eftir því að flugfélög leiti leiða til þess að sameinast og á ég ekki von á öðru en að sú verði raunin í Evrópu á næstunni.“ Skýr merki eru um að evrópsk flugfélög séu þegar farin að huga að sameiningum. Má segja að sú þróun hafi hafist á síðasta ári í kjölfar greiðsluþrots flugfélaganna Alitalia, Monarch og Air Berlin. Lægri flugfargjöld hafa auk þess neytt flugfélög til þess að leita allra leiða til að ná fram hagræðingu. „Það eru frekari sameiningar í vændum,“ sagði Johan Lundgren, for- stjóri EasyJet, í nýlegu viðtali við AFP. „Ég er sannfærður um að EasyJet sé eitt af þeim fyrirtækjum sem eiga eftir að styrkjast. En það eru félög sem standa nú veikum fótum sem verða áfram veikburða og munu mögulega hverfa af sjónarsviðinu. Það er sú vegferð sem fluggeirinn mun feta.“ 280 milljarðar íslenskra króna voru skuldir Norwegian í lok síðasta árs. Annað kunni að gilda um fjár- hagslega stöndugri félög, líkt og Icelandair, sem sé lítið skuldsett og liggi á miklu eigin fé. Leysir ekki vandann Hvað varðar næstu skref segir Sveinn að nú bíði menn og sjái hvað stjórnendur IAG ákveði til bragðs að taka. „Það hefur verið bent á að það geti verið afar áhættusamt að kaupa svona lítinn hlut, tæplega fimm pró- sent, í félaginu. Ef hugmyndir um yfirtöku verða ekki að veruleika situr IAG uppi með þennan hlut sem félagið getur lítið gert með og þarf væntanlega að losa sig við. Bjorn Kjos, stofnandi og stærsti eigandi Norwegian, hefur ekki nýlega breytt þeirri skoðun sinni að hann vilji ekki selja félagið. Kannski er IAG að veðja á að bág fjárhagsstaða félagsins muni neyða hann til þess. Það er aldrei að vita.“ En fjárfesting IAG í Norwegian, hvað þá möguleg yfirtaka, mun þó ekki leysa þann grundvallarvanda sem norska flugfélagið glímir við. Hvernig ætlar félagið sér að hagnast á því að flytja farþega yfir Atlants- hafið eins ódýrt og raun ber vitni? „Dýpri vasar munu aðeins hjálpa þeim að fjármagna tapreksturinn yfir lengri tíma,“ segir Jonathan Wober, greinandi hjá CAPA Centre for Aviation, í samtali við The Fin- ancial Times. Frekari aðgerða sé þörf. „Norwegian þarf, í hreinskilni sagt, á aðgerðaáætlun og fjár- magni að halda og mögulega getur IAG hjálpað félaginu með það,“ segir Stephen Furlong, greinandi hjá Davy, í samtali við fréttaveitu Reuters. Heimildarmaður Reuters, sem þekkir vel til stöðu mála, segir líklegt að Willie Walsh, forstjóri IAG, hafi mestan áhuga á langflugs- starfsemi og vörumerki Norwegian. Hann gæti viljað skipta norska flug- félaginu upp og selja skammflugs- starfsemina (e. short haul). „Niður- staðan gæti þannig orðið sú að Willie kaupi félagið, skipti því upp og O’Leary [forstjóri Ryanair] kaupi skammflugsreksturinn af honum,“ nefnir hann. Hann bætir því við að það yrðu góðar fregnir fyrir evrópsk flugfélög ef IAG yfirtæki Norwegian, enda þyrftu þau þá ekki lengur að keppa við flugfélag sem væri reiðubúið til þess að vaxa hratt þó að það kostaði það mikla fjármuni. „Ef Norwegian væri hluti af IAG- samstæðunni myndi félagið draga úr vextinum enda er það ekki að skila neinum hagnaði eins og rekstr- inum er nú háttað.“ 15 .0 1. 20 15 15 .0 1. 20 16 15 .0 1. 20 17 15 .0 1. 20 18 15 .0 2. 20 15 15 .0 2. 20 16 15 .0 2. 20 17 15 .0 2. 20 18 15 .0 3. 20 15 15 .0 3. 20 16 15 .0 3. 20 17 15 .0 3. 20 18 15 .0 4. 20 15 15 .0 4. 20 16 15 .0 4. 20 17 15 .0 4. 20 18 15 .0 5. 20 15 15 .0 5. 20 16 15 .0 5. 20 17 15 .0 6. 20 15 15 .0 6. 20 16 15 .0 6. 20 17 15 .0 7. 20 15 15 .0 7. 20 16 15 .0 7. 20 17 15 .0 8. 20 15 15 .0 8. 20 16 15 .0 8. 20 17 15 .0 9. 20 15 15 .0 9. 20 16 15 .0 9. 20 17 15 .1 0. 20 15 15 .1 0. 20 16 15 .1 0. 20 17 15 .1 1. 20 15 15 .1 1. 20 16 15 .1 1. 20 17 15 .1 2. 20 15 15 .1 2. 20 16 15 .1 2. 20 17 markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . A p R í l 2 0 1 8 NN 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 E -E 6 2 0 1 F 7 E -E 4 E 4 1 F 7 E -E 3 A 8 1 F 7 E -E 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.