Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 22
Ef International Airlines Group (IAG), móður-félag breska flugfélagsins British Airways, yfirtek-ur norska lággjaldaflug-félagið Norwegian er
sennilegt að létta muni á þrýstingi
á verð á flugi yfir Norður-Atlants-
hafið, að sögn hlutabréfagreinenda
sem Markaðurinn ræddi við.
„Ég held að flestir fjárfestar séu
sammála því enda hækkuðu hluta-
bréf helstu keppinauta norska
félagsins eftir að tíðindin bárust,“
segir Sveinn Þórarinsson, hluta-
bréfagreinandi í hagfræðideild
Landsbankans.
„Það kæmi í það minnsta á óvart
ef IAG keypti félagið og héldi sömu
stefnu til streitu að öllu leyti.“ Nor-
wegian hafi verið „mjög erfiður
keppinautur“.
Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í
greiningardeild Arion banka, segir
að margir hafi bent á að evrópsk
flugfélög þurfi að ganga í gegnum
sama tímabil og bandarísk flugfélög
hafa gert, þar sem „samrunar félaga
og samþætting hafa leitt til þess að
betra jafnvægi hefur náðst með til-
liti til verðlagningar og framboðs-
vaxtar. Það hefur svo leitt til bættrar
afkomu.
Ef af slíku yrði má leiða að því
líkur að þrátt fyrir að vera ekki
beinir þátttakendur gætu íslensku
flugfélögin notið góðs af, meðal
annars í formi hækkunar á meðal-
fargjöldum,“ segir hann.
Hlutabréf í Icelandair Group
hækkuðu um tæp þrjú prósent í
verði síðasta fimmtudag eftir að
tilkynnt var um að breski flugris-
inn hefði keypt 4,6 prósenta hlut
í Norwegian og íhugaði jafnframt
að hefja viðræður um yfirtöku á
norska félaginu. Norwegian, sem
hefur á undanförnum fimm árum
boðið ódýr fargjöld á flugferðum
yfir Norður-Atlantshafið, er einn
helsti keppinautur íslensku flug-
félaganna Icelandair, WOW air og
Primera Air og má segja það sama
um öll helstu flugfélög álfunnar, þar
á meðal British Airways.
„Það er ekkert launungarmál
að Norwegian hefur hrist upp í
markaðinum fyrir flug yfir hafið á
síðustu árum með því að bjóða upp
á afar lágt verð, sér í lagi yfir vetrar-
mánuðina þegar eftirspurn er lítil.
Innkoma þeirra hefur tvímælalaust
haft áhrif, ekki hvað síst á íslensku
flugfélögin,“ útskýrir Sveinn.
Elvar Ingi segir fjárfesta hér á
landi hafa tekið vel í tíðindi síðustu
viku. „Norwegian hefur á undan-
förnum árum verið afar fyrirferðar-
mikið á þessum markaði sem Ice-
landair starfar á og leitt til þrýstings
á meðalverð. Það má leiða að því
líkur að fjárfestar vænti þess að
afkoma á hverja flugleið Icelandair
verði betri ef Norwegian verður
hluti af stærra félagi,“ segir hann.
Bjorn Kjos, forstjóri og stærsti eig-
andi Norwegian, með tæplega fjórð-
ungshlut, neitaði að svara því hvort
félagið hygðist ganga til yfirtökuvið-
ræðna við IAG á blaðamannafundi í
síðustu viku. „Ég hef ekki einu sinni
hugleitt það. Það eina sem ég get
sagt er að IAG er mjög fagmannlegt
flugfélag með góða stjórnendur,“
sagði hann. Hlutabréf í Norwegian
snarhækkuðu í verði um allt að
47 prósent eftir að fregnir bárust af
áhuga IAG á félaginu. Hefur gengi
bréfanna ekki verið hærra í yfir eitt
ár.
Samkeppnin áfram hörð
Sveinn segir það þó ekki endilega
gefið að verð á flugi yfir hafið muni
hækka ef af yfirtökunni verður.
Samkeppnin verði áfram afar hörð
á markaðinum. Önnur lággjalda-
flugfélög, líkt og WOW air, muni
reyna að halda verðinu niðri. „IAG
gæti einnig ákveðið að kaupa félag-
ið og reynt að byggja það upp sem
sitt eigið lággjaldaflugfélag. Þeir eiga
nú þegar annað lággjaldaflugfélag,
Level, þannig að það er ekki eins og
þetta sé alveg nýtt fyrir þeim,“ segir
Sveinn.
Til marks um öran vöxt Nor-
wegian á markaðinum fyrir flug
yfir Atlantshafið jókst sætafram-
boð félagsins á slíkum flugleiðum
um 111 prósent frá vetrinum 2016
til vetrarins 2017, samkvæmt tölum
frá greinendum OAG. Er félagið
með sjöundu mestu hlutdeildina á
markaðinum.
Athygli vekur að hátt í 50 pró-
sent af auknu framboði sæta í flugi
yfir hafið síðasta vetur má rekja til
aukins framboðs af hálfu lággjalda-
flugfélaganna Norwegian og WOW
air. Hjá síðarnefnda félaginu nam
vöxturinn 31 prósenti. Til saman-
burðar var vöxturinn hjá Icelandair
ríflega 12 prósent. British Airways
er sem fyrr með mestu hlutdeildina
á Atlantshafsmarkaðinum en þó
jókst sætaframboð félagsins aðeins
um 1,1 prósent frá 2016 til 2017.
Elvar Ingi nefnir að samkeppnin
yfir hafið hafi farið mjög harðnandi
á undanförnum árum, einkum fyrir
tilstuðlan lággjaldaflugfélaga eins
og Norwegian. „Sem dæmi voru
lággjaldaflugfélög með 0,5 prósenta
hlutdeild á Atlantshafsmarkaðinum
árið 2013 en á síðasta ári var þetta
hlutfall komið í tæp 10 prósent.
Það kann að vera að samkeppnin
haldi áfram að fara harðnandi með
auknu framboði áfangastaða en
almennt er þess frekar að vænta að
meðalfargjöld fari hækkandi á þessu
ári vegna eldsneytisverðshækkana
sem við höfum séð á undanförnum
vikum og mánuðum,“ segir Elvar
Ingi.
Norwegian skuldum vafið
Sveinn segir að drifkrafturinn að
baki kaupum IAG í Norwegian sé
fjárhagsstaða norska félagsins sem
hafi um nokkurt skeið verið afar
bágborin. „Félagið er gríðarlega
skuldsett og rekstrarhagnaðurinn
hefur verið við núllið. Svo virðist
sem reksturinn sé að verða þyngri
og þyngri og það hefur væntanlega
þrýst á önnur flugfélög að nýta sér
tækifærið, ef svo má segja, til þess að
kaupa flugfélagið ódýrt.“
Viðskiptamódel norska flug-
félagsins hefur nefnilega kostað
félagið skildinginn. Þrátt fyrir
að aðstæður til flugrekstrar hafi
almennt verið ákjósanlegar síðustu
ár hefur mikið tap verið á rekstr-
inum. Tap síðasta árs nam 299
milljónum norskra króna, um 3,8
milljörðum íslenskra króna, en um
var að ræða þriðja tapár félagsins á
síðustu fjórum árum.
Félagið skuldaði um 22 milljarða
norskra króna, sem jafngildir um
280 milljörðum króna, í lok síðasta
árs. Neyddust stjórnendurnir til
þess að leita til hluthafa fyrr á árinu
til að styrkja efnahagsreikninginn
en alls aflaði félagið 1,3 milljarða
norskra króna í aukið hlutafé. Um
leið tilkynntu stjórnendurnir um
áform sín um að selja fimm Airbus-
flugvélar.
Michael O’Leary, forstjóri lág-
gjaldaflugfélagsins Ryanair, sem
hefur margoft lýst yfir efasemdum
Samkeppnin yfir hafið gæti minnkað
Möguleg yfirtaka móðurfélags British Airways á lággjaldaflugfélaginu Norwegian gæti dregið úr samkeppni í flugi yfir Atlantshafið og
leitt til hærri fargjalda. Fjárfestar og greinendur vænta þess að afkoma Icelandair batni ef Norwegian verður hluti af stærri samstæðu.
Greinandi í hagfræðideild Landsbankans segir evrópsk flugfélög of mörg. Búast megi við sameiningum og yfirtökum á næstunni.
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
10%
var hlutdeild lággjaldaflug-
félaga á Atlantshafsmarkað-
inum á síðasta ári.
Það má leiða að því
líkur að fjárfestar
vænti þess að afkoma á
hverja flugleið Icelandair
verði betri ef Norwegian
verður hluti af
stærra félagi.
Elvar Ingi Möller,
sérfræðingur í
greiningardeild
Arion banka
Sú er alls ekki
raunin að flugfélög
vilji kaupa Norwegian til
þess að rústa félaginu.
Sveinn Þórarins-
son, greinandi í
hagfræðideild
Landsbankans
Þrátt fyrir að aðstæður til flugrekstrar hafi almennt verið góðar á síðustu árum hefur lággjaldaflugfélaginu Norwegian ekki tekist að skila hagnaði. Félagið er skuldum vafið. NORDICPHOTOS/GETTY
1 8 . a p r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r6 mArkAðurINN
1
8
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
E
-E
6
2
0
1
F
7
E
-E
4
E
4
1
F
7
E
-E
3
A
8
1
F
7
E
-E
2
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K