Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 18
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffi­hús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Sam­ kvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrir­ tækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffi­ húsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félag­ inu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sér­ hæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykja­ nesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Krist­ björg Edda var kjörin stjórnarfor­ maður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. – kij Kaffitár sett í formlegt söluferli Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og aðaleigandi Kaffitárs. Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar 2016, hefur enn ekki getað greitt stöðug­leikaframlag til íslenska ríkisins sem yrði að óbreyttu rúm­ lega tveir milljarðar króna sökum ágreinings við Íslandsbanka um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Íslandsbanki, sem er alfarið í eigu rík­ isins, telur að ofmat á verðmæti lána­ safnsins hafi valdið bankanum fjár­ tjóni og hefur krafist þess að Gamli Byr og ríkissjóður greiði bankanum skaðabætur upp á 7,7 milljarða króna auk vaxta. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Í greinargerð sem Byr lagði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í byrjun árs er meðal annars vakin athygli á því að Íslandsbanki hafi viðurkennt í júlí 2017 að hafa veitt dómkvöddum matsmönnum rangar upplýsingar um tryggingar og greiðsluflæði þeirra lána sem þeim var ætlað að gefa álit á til að meta meint fjártjón bankans. ViðskiptaMogginn greindi frá því í síðasta mánuði að bankinn hefði lagt fyrir matsmennina gögn sem gáfu til kynna að 993 lán sem hann tók yfir með kaupunum hefðu verið án trygg­ inga. Í ljós hafi hins vegar komið að tryggingar lágu að baki nær öllum lánanna. Þá segir í greinargerðinni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að í skýrslu sem endurskoðunarfyrir­ tækið PwC gerði fyrir Byr á grundvelli þeirra gagna sem Íslandsbanki lagði fram hafi eins verið sýnt fram á að bankinn hefði í mörgum tilfellum tekið til sín tryggingar sem voru að baki lánum Byrs. Þannig hafi hann ráðstafað þeim inn á eigin kröfur án þess að færa Byr til tekna þau verð­ mæti sem komu í stað trygginganna. Ekki hafi verið unnt að fullyrða, byggt á þeim gögnum sem voru fáanleg, hver sú fjárhæð hafi samtals verið en þó megi ætla að hún nemi tugum milljóna króna. Íslandsbanki hafnaði þessum athugasemdum PwC í „öllum megindráttum“ og segir að trygging­ arnar hafi að mestu réttilega tilheyrt bankanum, en ekki Byr. Skoða að krefjast rannsóknar Gestur Jónsson, lögmaður Byrs, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið hafi í kjölfar þess að upp komst um að Íslandsbanki hafi veitt matsmönnunum rangar upplýsingar séð ástæðu til að skrifa bréf til stjórn­ ar bankans í september í fyrra til að vekja athygli á vinnubrögðum hans í málinu. Aðspurður segir hann að það hafi verið til skoðunar hjá Gamla Byr að krefjast rannsóknar á því hvernig það kom til að Íslandsbanki lagði fram rangar upplýsingar sem grund­ völl að meintu tjóni og hver beri ábyrgð á því. Með þessu móti hafi bankinn getað fengið til sín verðmæti sem hann hafi ekki átt tilkall til. Gestur segir að Gamli Byr hafi óskað eftir því við Íslandsbanka að hann veiti aðgang að réttum upp­ lýsingum um innheimtu alls lána­ safns Byrs, aðgang að niðurstöðum áreiðanleikakönnunar sem bankinn vann á verðmæti eigna Byrs og geri jafnframt grein fyrir gangvirðismati sem hann gerði vegna samruna Byrs og Íslandsbanka. Það skjóti skökku við, útskýrir Gestur, að bankinn hafi sjálfur metið útlánasafnið á rúmlega 80 milljarða seinni hluta ársins 2011 þegar hann færði niður keypta við­ skiptavild Byrs um 17 milljarða en fari nú fram á að fá 7 milljarða greidda til baka vegna þess að safnið hafi ekki staðið undir væntingum um 90 til 95 milljarða. Gamli Byr hefur krafist þess að Íslandsbanki felli dómsmálið niður hið fyrsta en bankinn hefur sagst vilja bíða eftir því að hinir dómkvöddu matsmenn, sem hafa unnið að virðis­ matinu frá 2013 og fengið greitt á annað hundrað milljóna króna fyrir þá vinnu, ljúki verki sínu. Forviða á vinnubrögðum Kröfuhafar Byrs, að stærstum hluta þýskir bankar og sparisjóðir sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eru sagðir forviða á vinnubrögðum Íslandsbanka, að sögn þeirra sem þekkja vel til málsins. Þeir hafi lengst af sýnt því skilning að bankinn eigi rétt á því að bera ágreining sinn undir dóm­ stóla enda þótt þeir hafi undrast málatilbúnaðinn. Það eigi ekki síst við með hliðsjón af því að stór fjár­ málastofnun eins og Íslandsbanki, sem framkvæmdi eigin áreiðan­ leikakönnun við kaup á mun minna fjármála fyrirtæki skuli krefjast skaðabóta með þeim rökum að virði útlánasafns, sem var yfirtekið skömmu eftir fordæmalaust fjár­ mála­ og efnahagshrun, hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Steininn hafi hins tekið úr fyrir um ári þegar uppvíst varð um ranga upplýsingagjöf Íslandsbanka sem hefði getað leitt til þess að bankinn hefði auðgast með ólögmætum hætti á kostnað annarra kröfuhafa og hluthafa Gamla Byrs. Það mál sem nú er rekið fyrir dómstólum hefur tafið verulega lok slitameðferðar Gamla Byrs og þar með um leið komið í veg fyrir útgreiðslur til hluthafa. Þá hefur Gamli Byr, sem fyrr segir, enn ekki getað innt af hendi stöðugleika­ framlag sitt til íslenska ríkisins sem er áætlað að eigi að óbreyttu að verða rúmlega tveir milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. hordur@frettabladid.is Ríkið bíður enn eftir milljarða greiðslu Byrs Gamli Byr getur ekki greitt stöðugleikaframlag vegna deilu við Íslandsbanka. Byr sakar bankann um að hafa veitt rangar upplýsingar vegna kröfu um sjö milljarða skaðabætur. Skrifaði stjórn bankans bréf vegna vinnubragða í málinu. Stærstu hluthafar Byrs eru þýskir bankar og sparisjóðir. FréttABlAðið/SteFán 6,6 milljarða króna greiddi Ís- landsbanki fyrir allt hlutafé Byrs haustið 2011. 1 8 . a p r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 E -F E D 0 1 F 7 E -F D 9 4 1 F 7 E -F C 5 8 1 F 7 E -F B 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.