Fréttablaðið - 18.04.2018, Page 40

Fréttablaðið - 18.04.2018, Page 40
Dans Vakúm, poppópera HHHHH Melkorka sigríður Magnúsdóttir Tjarnarbíó Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson Texti: Auður Ava Ólafsdóttir Leikmynd og búningar: Magnús Leifsson og Arnar Ásgeirsson Flytjendur: Auðunn Lúthersson, Ásgeir Helgi Magnússon, Elísa Lind Finnbogadóttir, Gunnar Ragnars- son og Melkorka Sigríður Magnús- dóttir Verkið Vakúm, poppópera eftir Mel- korku Sigríði Magnúsdóttur, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói 12. apríl 2018 og varðaði upphaf danshátíðar Tjarnarbíós, Vorblóts, ber sterk ein- kenni höfundar. Verkið er fallegt, einlægt, fyndið og fjörugt eins og flest verka hennar og í því bræðir hún saman ólíkar listgreinar, tón- list, dans, leiklist, ljóðlist og mynd- list í eina heildræna mynd. Sam- starfsmenn og -konur Melkorku í þessum listbræðingi hafa greinilega lagt mikið í verkið rétt eins og hún því að allir þættir eru mjög faglega unnir og heildin feikna sterk. Þó að verkið væri rúmur klukkutími í flutningi hvarf tíminn á meðan horft var á. Höfundur verksins og meirihluti flytjenda, þau Ásgeir Helgi, Elísa Lind og Melkorka sjálf, eru mennt- aðir dansarar og aðallega þekkt sem slíkir. Hreyfingar sem krefjast dansþjálfunar eru þó ekki áberandi í verkinu heldur frekar almennar hreyfingar og hreyfingar sem fylgja tónlistarflutningi á sviði. Tónlistar- flutningur er líka stór partur af verkinu. Þar mæðir mikið á tveimur söngvurum sem eru meðal flytj- enda, þeim Auðuni Lútherssyni og Gunnari Ragnarssyni, sem báðir eru þekktir fyrir sterka sviðsframkomu. Hlutverkaskipan er þó ekki sú að dansararnir dansi og söngvararnir syngi heldur ferðast flytjendurnir yfir mörk sinna listgreina og sýna þar á sér nýjar hliðar. Auðunn og Gunnar voru vel liðtækir í dans- inum og Melkorka, Elísa Lind og Ásgeir sungu eins og englar. Þar kom Ásgeir Helgi ekki síst á óvart því að hann hefur ekki mikið sýnt þessa hlið á sér áður. Tónlistin samin af Árna Rúnari er grípandi og kröftug og gefur flytjendunum færi á að tjá fjölbreyttar aðstæður og tilfinningar í gegnum sönginn. Textar Auðar Övu sem allir eru á íslensku hafa líka sterkan hljóm og hrynjandi og ýta undir sterka tjáningu. Leikmynd og búningar voru afbragð þó að það megi spyrja sig hverjum detti í hug að vera í svörtum sokkum í ljósum krokks- skóm. Umgjörðin var svo skýr og sterk að undirrituð velti fyrir sér á meðan á sýningunni stóð hvort hún væri að horfa á myndlistargjörning, tónleika eða dansverk. Efni verksins er það verkefni að skapa nýjan heim úr engu og gefa honum merkingu. Það er í tóma- rúminu sem allt getur gerst. Þessi hugmynd kemst ágætlega til skila frá upphafi þar sem flytjendur eru fastir inni í plastkassa og þar til þeir hverfa þangað aftur eftir að hafa rannsakað það sem er fyrir utan og hvert annað. Í ítalskri hugmynda- fræði um uppeldi barna, sem kennd er við borgina Reggio Emilia, er áhersla á að barninu sé ekki kennt á heiminn heldur fái það að rannsaka og uppgötva hann á eigin forsend- um. Fullorðnir skapa kveikjur fyrir börnin til að uppgötva en halda sig annars í bakgrunninum. Stemm- ingin í verkinu Vakúm minnti á þessa hugmynd. Flytjendurnir höfðu kveikjur til að vinna út frá en rannsökuðu og sköpuðu annars sinn eigin heim sem ekki var hægt að vita fyrir fram hvernig yrði. Þau könnuðu rýmið, formin, hljóðin og áferð þess sem var á sviðinu, auk þess að kanna hið mannlega sem fylgir því að vera manneskja með öðrum manneskjum. Verkið er mannlegt, fullt af leik og glensi en á sama tíma með grafal- varlegan undirtón sem bjó ekki síst í textum Auðar Övu. Hugmyndin um að skapa úr engu minnir á eftir-heimsendamyndir eða sögur og þrána eftir að byrja með hreint borð. Óræðir en áhugaverðir textar Auðar Övu sem finna má á íslensku í leikskrá og álteppin sem voru hluti af sviðsmyndinni undirstrikuðu þessa tilfinningu og gáfu áhorf- endum tækifæri til að búa til sínar eigin sögur í huganum um leið og þeir fylgdust með flytjendunum kanna umhverfi sitt. En rétt eins og í eftir-heimsendamyndum þá er ekki tóm eftir heimsendinn heldur rústir og litleysa. Áhorfandinn sá því ekki eitthvað verða úr engu heldur eitt- hvað sem orðið hafði úr engu og kveikjur til að halda áfram sinni eigin uppgötvun á því hvað það sem gerðist á sviðinu merkti fyrir þá. Sesselja G. Magnúsdóttir niðursTaða: Vakúm er flottur listbræðingur sem fyllir áhorfand- ann krafti. Verkið er faglega unnið á allan hátt, sama hvort horft er til sjónrænnar umgjarðar, dansins, tónlistarinnar eða ljóðanna sem sungin voru. Eitthvað úr engu Úr sýningunni Vakúm, eftir Melkorku Sigríði, sem var frumsýnd í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag. Mynd/MaGnÚS LeiFSSon HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Doktor Proktor & Prumpuduftið 18:00 Pitbull Ostatni Pies 17:45 Doktor Proktor & tímabaðkarið 18:00 Adam 20:00 Narzeczony Na Niby ENG SUB 20:00 The Florida Project 20:00 Hleyptu Sól í hjartað 22:00 Loving Vincent 22:15 Andið eðlilega ENG SUB 22:30 Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 18. apríl 2018 Tónlist Hvað? Vortónleikar Fóstbræðra 2018 Hvenær? 20.00 Hvar? Harpa Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega vortónleika sína í Norður- ljósasal Hörpu. Viðburðir Hvað? Myndaþraut í Ljósmynda- safni Reykjavíkur Hvenær? 10.00 Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í tilefni af Barnamenningar- hátíð verður á Ljósmyndasafninu í Reykjavík boðið upp á skemmtilega myndaþraut um sýninguna Þessi eyja jörðin, sem fjallar um íslenskt landslag. Þrautin gengur út á sam- veru og samvinnu fjölskyldunnar sem þarf að hjálpast að við að leysa það sem fyrir hana er lagt. Hvað? Fjölskyldustund Hvenær? 09.30 Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðu- bergi Samverustundir fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra eru haldnar í menningarhúsum Borgarbóka- safnsins í hverri viku. Eldri börn eru líka velkomin, en stundin er sérstak- lega sniðin að þörfum lítilla barna. Hér geta börnin hitt leikfélaga og foreldrar kynnst öðrum foreldrum. Frítt inn og allir velkomnir! Hvað? Bjartir dagar Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarfjörður Menningar- og þátttökuhátíðin Bjartir dagar verður haldin í næstu viku eða dagana 18.-22. apríl í tengslum við sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Hátíðin hefst á því að þriðjubekkingar syngja inn sumarið á Thorsplani síðasta vetrardag, bæjarlistamaður Hafnar- fjarðar verður útnefndur ásamt því að menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menn- ingarstarfsemi. Hvað? Café Lingua | Svahílí allt um kring Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Kringlunni Café Lingua er gátt inn í mis- munandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungu- mál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móður- mál sitt fyrir öðrum. Hvað? Skyggnst inn í huga rað- morðingja Hvenær? 14.00 og 17.00 Hvar? Háskólinn í Reykjavík Þættirnir Mindhunter á Netflix fjalla um rannsóknir atferlisvís- indadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðingja. Persónur þáttanna eru byggðar á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið dr. Ann Burgess (dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, dr. Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhuga- verða rannsóknarverkefni. Fyrir- lestur fyrir fagaðila hefst kl. 14 og fyrir almenning kl. 17. Hvað? Eldhús eftir máli, hversdags- legar hryllingssögur Svövu og Völu Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir leiklestri á leikverkum Svövu Jakobsdóttur á vordögum 2018 í Hannesarholti. Eldhús eftir máli, leikrit Völu Þórsdóttur eftir smá- sögum Svövu Jakobsdóttur, er síðast í röðinni í dag. Hvað? Ljóðakvöld dauðans Hvenær? 20.00 Hvar? Loft hostel, Bankastræti Ljóðakvöld dauðans verður haldið á Loft hosteli í Bankastræti. Lesnir verða textar sem fjalla um dauða, sorgir, einsemd og tilvistarvanda. Á milli ljóðalestra kemur fram Hljóm- sveit dauðans sem skipuð er ein- hverjum af skáldum kvöldsins, auk Uglu Egilsdóttur. Hljómsveitin flytur tónlist með textum sem hæfa þem- anu; sungið verður um dauða, biturð, hatur, hótanir, svefnleysi, brjálæði og týpuálag manneskjunnar. Skáld dauðans eru: Bragi Ólafsson, Atli Sig- þórsson, Þórdís Gísladóttir, Kristín Ómarsdóttir, Hermann Stefánsson og Kristín Svava Tómasdóttir. Hvað? Adam Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Í listamannahverfinu Neuköln í Berlín stendur hinn ungi Adam frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns þegar móður hans, alkó- hólsjúkri teknótónlistarkonu, er komið fyrir á stofnun. sýningar Hvað? Sumarsýning Grósku Hvenær? 20.00 Hvar? Gróskusalurinn, Garðabæ Sumarsýning Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ, verður opnuð í dag, síðasta vetrardag. Til sýnis verður myndlist eftir félags- menn í Grósku og er fjölbreytnin jafn mikil og listamennirnir eru margir. Artemis verða með tónlistaratriði við opnunina og boðið er upp á léttar veitingar. Allir listunnendur eru velkomnir og þeir sem ekki komast þurfa ekki að örvænta því sýningin er opin áfram 19.-22. apríl kl. 12-18. Hvað? Kjarval: Líðandin – la durée Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfs- ævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarval (1885-1972). Þórdís Gísladóttir og fleiri skáld lesa upp á Ljóðakvöldi dauðans á Loft hosteli í kvöld kl. 20.00. Efni vErksins Er það vErkEfni að skapa nýjan HEim úr Engu og gEfa Honum mErkingu. það Er í tóma- rúminu sEm allt gEtur gErst. 1 8 . a p r í l 2 0 1 8 M i ð V i K u D a G u r24 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 E -E 1 3 0 1 F 7 E -D F F 4 1 F 7 E -D E B 8 1 F 7 E -D D 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.